Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 17

Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í annasömum hversdeginum situr heilsan oft á hakanum. Sif Sigfúsdóttir skipuleggur heilsu- ræktina innan um fundi í dagbókina sína. Sif Sigfúsdóttir situr fundi og eyðir talsverðum tíma fyrir framan tölvuna í starfi sínu sem markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hún segir nauðsynlegt að skipuleggja sig og gefa sér tíma til að sinna heilsunni. „Ég er líka stundakennari í HÍ og svo er ég vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit í vel- ferðarráði Reykjavíkurborgar svo þetta eru margir fundir,“ segir Sif brosandi. „Það þarf virkilega að gefa sér tíma fyrir heilsuna og skrifa hann niður í dagbókina eins og hvern annan fund, annars verður ekkert úr þessu.“ Sif á kort í Hreyfingu og segir gott að koma þangað að æfa. Krakkarnir geti komið með því góð aðstaða sé fyrir þau þar sem þau geta verið á meðan foreldrarnir púla. Undanfarið segist Sif þó hafa slegið slöku við en nú er hún í sérstöku átaki. „Mér finnst gott að koma mér af stað með því að byrja í svona átaki. Þessa dagana er ég á sex vikna námskeiði í Grand Spa og mæti þar á hverjum degi í klukkutíma sem er mjög hressandi. Á námskeiðinu er mataræðið líka tekið fyrir og svo eru þrekæfingar þrisvar í viku og tvisvar í viku æfum við með lóð.“ Hún segir alla fjölskylduna taka þátt í átakinu í mataræðinu og búið sé að skipta sykrinum út fyrir lífrænt síróp og lífrænir hafrar notaðir í hafragrautinn sem bragðist miklu betur fyrir vikið. Auk þess fer fjölskyldan út að hjóla í góða veðrinu en dæturnar tvær, fjögurra ára og átta ára, eiga sín hjól. „Það er rosa gaman að hjóla í Reykjavík. Við fjöl- skyldan hjólum oftast meðfram Sæbrautinni niður á Kirkjusand. Það er mjög skemmtileg leið og fallegt í kringum Listasafn Sigurjóns. Það er eini staðurinn í Reykjavík þar sem vaxa villtar baldursbrár á sumrin.“ heida@frettabladid.is Ræktin skráð í dagbókina Sif er markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og stundakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími 588 2600 Slitsterk og endingargóð gúmmíbelti undir flestar gerðir mini og midi beltavélar Á súperverði! STÆRÐIN MIKILVÆG Brjóstahaldari af réttri stærð sem veitir nægileg- an stuðning getur komið í veg fyrir bakverki hjá konum með stór brjóst. HEILSA 3 SJÁANLEGUR ÁRANGUR Combat Conditioning er líkamsræktarnámskeið sem er kennt hjá Mjölni og er hugsað fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri í líkamsþjálfun. HEILSA 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.