Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 54
22 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
> RÍKASTA BARNIÐ
Disney-stjarnan Miley Cyrus, sem
hefur gert allt vitlaust í hlutverki
Hannah Montana að undanförnu,
stefnir hraðbyri í að verða rík-
asta barn í heimi, en hún þén-
aði átján milljónir dollara á síð-
asta ári. Vörumerkið Hannah
Montana er hins vegar talið
vera andvirði eins milljarðs ís-
lenskra króna. Miley er fimm-
tán ára og dóttir tónlistar-
mannsins Billy Ray Cyrus.
Charlotte í einkaþotu
BORIS OG STEFÁN Boris (til vinstri)
og Stefán Sölvi Pétursson standa fyrir
styrktartónleikum á Nasa 8. maí.
Verslunin Nexus heldur sína fyrstu
miðnætursýningu í Kringlubíói í
kvöld á hasarmyndinni Iron Man.
„Tæknilega séð má ekki sýna hana
neins staðar nema 30. apríl. Það
fékkst ekki leyfi til að sýna hana
fyrr,“ segir Gísli Einarsson, eigandi
Nexus.
Iron Man, sem er byggð á sam-
nefndri myndasöguhetju, verður
frumsýnd í Bandaríkjunum á föstu-
dag. „Við höfum yfirleitt fengið
myndirnar fyrr en núna eru
menn svo hræddir um að mynd-
irnar leki á netið,“ segir Gísli og
bætir því við að myndin sé með gott
orðspor að utan. „Þetta er fyrsta
myndin sem Marvel framleiða
sjálfir. Eftir að hafa horft á aðra
kaupa réttinn og gert myndir með
mismunandi árangri ákváðu þeir að
slá lán, settu persónur sínar að veði
og fóru að framleiða myndir sjálfir.
Önnur myndin um Hulk kemur í
sumar og svo eru Punisher og fleiri
væntanlegar.“
Gísli hefur mikla trú á járn-
manninum. „Hann er í þessum stóra
hópi Marvel-hetja. Hann er ekki eins
frægur og Spiderman eða X-Men en
hann er búinn að vera ofurhetja í
fjörutíu ár eða meira,“ segir hann.
„Það er alltaf spenningur hjá fólki
yfir þessum myndum sem eru
byggðar á myndasögum. Það eru bara
tíu ár síðan Blade var gerð, sem var
fyrsta alvöru myndin eftir Marvel-
söguhetju. Þó að hetjurnar séu allt að
fjörutíu ára gamlar eru ekki nema tíu
ár síðan það var byrjað að gera
kvikmyndir af einhverju viti um þær.“
Miðaverð á miðnætursýninguna er
1.600 krónur og eru númeruð sæti að
eigin vali innifalin auk þess sem
hvorki hlé né texti eru í boði.
- fb
Fyrsta miðnætursýning Nexus
Sterkasti maður Íslands undan-
farin þrjú ár, Kristinn Óskar Har-
aldsson, eða Boris eins og hann
kallar sig, og kraftakarlinn Stef-
án Sölvi Pétursson halda styrktar-
tónleika á Nasa 8. maí til styrktar
samtökunum Blátt áfram.
Margar af frægustu hljóm-
sveitum landsins taka þátt í tón-
leikunum, þar á meðal Sálin hans
Jóns míns, Ný dönsk, Á móti sól,
Brain Police, Merzedes Club,
Nylon og Rokksveit Rúnars
Júlíussonar.
„Ég og Stefán Sölvi, æfinga-
félagi minn, ákváðum að reyna að
láta gott af okkur leiða og völdum
Blátt áfram sem málstað til að
berjast fyrir,“ segir Boris. „Þær
eru tvær systurnar sem eru með
þetta og þær þurfa á hjálp að
halda því þær fá ekki reglulega
styrki. Svo finnst mér þetta líka
góður málstaður til að berjast
fyrir,“ segir hann en Blátt áfram
starfar við forvarnir gegn kyn-
ferðislegri misnotkun á börnum.
Boris ætlar að verja titil sinn
sem sterkasti maður Íslands dag-
ana 17. og 18. júní. Þó gæti það
sett strik í reikninginn að hann
keppir í Rússlandi nokkrum
dögum áður. „Ég verð á síðustu
dropunum en það þýðir ekkert að
væla.“ - fb
Jötnar halda tónleika
IRON MAN Robert Downey Jr. fer með aðal-
hlutverkið í hasarmyndinni Iron Man.
23 DAGAR TIL STEFNU
Það eru fleiri en íslenska ríkis-
stjórnin sem þarf einkaþotu til að
spara tíma. Hin sænska Charlotte
Perrelli ferðast nú um Evrópu á
einkaþotu og kynnir sig. Charlotte
vill verða fyrsta konan til að
vinna keppnina tvisvar og reynir
nú með laginu „Hero“. Charlotte
gerði sigurdrauma Íslands að
engu árið 1999 þegar hún marði
sigur gegn „All out of Luck“
Selmu Björns. Ekki er víst að
Íslendingar hafi gleymt þessu og
verðlauni söngkonuna með mörg-
um stigum þegar Charlotte stígur
á svið strax á eftir Eurobandinu
22. maí.
Textinn við rússneska lagið
„Believe“ er byggður á bókinni/
kvikmyndinni The Secret,
Leyndar málinu, sem farið hefur
eins og eldur um sinu heims-
byggðarinnar síðustu árin. Boð-
skapur myndarinnar, kvikmyndar-
innar og nú rússneska lagsins, er
sá að ef maður vill eitthvað nógu
mikið, sjái markmiðið í huga sér
og sé jákvæður, þá náist mark-
miðið. „Ég vil að lagið mitt sem
er með þessum fallega texta og
töfrandi skilaboðum nái til sem
flestra,“ segir söngvarinn Dima
Bilan sem hefur sungið lagið á
ýmis tungumál.
Franski tískugúrúinn Jean-
Paul Gaultier mun lýsa aðal-
keppninni í franska sjónvarpinu
með Julien Lepers, sem lýsti einn
í fyrra. Þetta verður ekki í fyrsta
skipti sem Jean-Paul mætir á
Eurovision, en í fyrsta skipti sem
hann lýsir. Jean-Paul er mikill
Eurovision-áhugamaður og hefur
meðal annars hannað nokkra bún-
inga fyrir frönsku keppendurna í
gegnum tíðina.
VILL VINNA AFTUR Charlotte Perrelli
hét Charlotte Nilsson árið 1999.
Jónína Benediktsdóttir
setur fram spurningar við
detox-námskeið sem Edda
Björgvinsdóttir stendur
fyrir. Edda segir Jónínu
kasta steinum úr glerhúsi.
„Ég er ekkert að kenna detox. Ég
er bara með fyrirlestur um
jákvæðni og húmor. Og er með
alla frægustu og bestu fyrirlesara
sem hægt er að finna,“ segir Edda
Björgvinsdóttir leikkona. Hún
hefur blásið til detoxnámskeiðs að
Sólheimum sem hefst 30. apríl og
stendur til 4. maí.
Jónína Benediktsdóttir, sem
hefur um nokkurt skeið staðið
fyrir ferðum til Póllands með hópa
Íslendinga í detox, eða hreinsun,
setur fram á frægri síðu sinni
nokkrar athugasemdir við nám-
skeið Eddu. Hún segir hláturinn
vissulega skipta máli þegar detox
er annars vegar en það sé mjög
flókið líffræðilegt ferli. „… getur
því verið skaðlegt kukl að selja
fólki þá hugmynd að 4 dagar geri
eitthvað gagn,“ skrifar Jónína og
bendir á að Edda sé ekki með neina
lækna við höndina. „Það á að mínu
mati aldrei að leika sér með heilsu
fólks,“ segir Jónína.
Edda segir þetta hlægilegt.
„Fólk rís upp og segir: Bara ég!
Bara ég! Það gerir Jónína gjarnan
þótt hún sé yndisleg kona. Hún
veit ekkert hvað við erum að bjóða
upp á á þessu detox-námskeiði.
Það er hægt að hreinsa líkamann á
margan hátt. Við erum ekki að
þröngva fólki til að vera á fljót-
andi fæði eða einhverjum einum
rétti,“ segir Edda og talar um fjöl-
breytt grænmetisfæði, lífrænt, og
það sé góð leið til að byrja á að
hreinsa líkamann. Og til þess þurfi
engan lækni.
Jónína bendir á að hálfur mán-
uður í Póllandi kosti rétt helmingi
meira en fjögurra daga námskeið
Eddu. Edda segir einfalt reikn-
ingsdæmi að með flugfargjöldum
séu menn komnir upp í töluvert
hærra verð en Jónína tali um á
síðu sinni. Og aðspurð segir hún
kosta 59 þúsund í fimm daga nám-
skeið sitt bóki tveir sig saman.
„Það þarf ekki að röfla um það.
Svo á maður að hætta að kasta
steinum úr glerhúsi. það eru mín
skilaboð til þeirra sem alltaf þurfa
að vera að standa og æpa á aðra.
Alltaf að kynna sér hluti áður en
maður fer að gaspra á netinu um
þá.“
Edda segist hafa verið heilsu-
frík í mjög mörg ár, ekki af því að
hún sé svona sólgin í heilsufæði …
„sem mér finnst ömurlegt, en er
sólgin í að vera laus við fimmfalda
lyfjaskammta í ellinni. Og píni
mig til að borða lífrænt og mikið
af grænmeti þótt mig langi oft
miklu meira í eitthvert fjandans
rusl.“
jakob@frettabladid.is
Detox-drottningar í hár saman
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Segir að fólk eigi að kynna sér hlutina áður en farið sé að
gaspra um þá á netinu.
JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Segir það
geta verið skaðlegt kukl að selja fólki þá
hugmynd að fjögurra daga detox-nám-
skeið geri gagn.