Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16
16 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ung vinkona mín er þessa dagana að ljúka háskólanámi. Hún er sjálfstæð móðir, dugleg og hæfileikarík og útskrifast samtímis í tónlistarnámi frá annarri menntastofnun. Fyrir skömmu var auglýst álitlegt starf í opinberri stjórnsýslu sem hún sótti um og var boðið að koma í viðtal. Tveir skólabræður hennar voru þegar búnir að fá sams konar störf og áður en hún fór í viðtalið kynnti hún sér hvaða laun þeir hefðu farið fram á og fengið. Starfsmannastjórinn reyndist vera fagleg, blátt áfram og viðfelldin kona. Hún hafði skoðað umsókn hennar, meðmæli, menntun og starfsferil og þótti nokkuð til um. Sagði að þekking á því sem hún hefði sérhæft sig í kæmi sér afar vel fyrir þessa stofnun og lýsti umbúðalaust yfir áhuga á að fá hana til starfa. Vinkona mín var að vonum ánægð með þessar móttökur. Þegar þar kemur í samtalinu að hún er spurð hvaða væntingar hún hafi um laun og fríðindi, nefnir hún upphæðina sem hún veit að skólabræður hennar hafa í laun. Konan horfir á hana eins og hún hafi látið út úr sér einhverja fjarstæðu og segir vinsamlega að þau hafi allt aðrar hugmyndir um launagreiðslur. Þessi upphæð komi ekki til greina. Unga konan sagðist vita hvað skólabræðrum hennar væri borgað og hún sæi ekki ástæðu til að fara fram á lægri laun en strákarnir. Eftir að hafa spjallað um málið fram og aftur kveður umsækjand- inn með vinsemd og segir málið í höndum starfsmannastjórans. Ekki er haft samband við hana aftur og skömmu síðar fréttir hún að búið sé að ráða í stöðuna. Jafningjaspjall Þó að þessi unga kona hafi staðið fast á sínu, er hún raunsæ í betra lagi og með ríka ábyrgðarkennd. Hún er með barn á framfæri og missir núverandi húsnæði þegar námi lýkur. Þegar raddir fara að heyrast um að erfitt geti orðið fyrir ungt fólk að fá góð störf vegna þeirra aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu, segir hún við fjölskyldu sína að sá möguleiki sé greinilega inni í myndinni að hún fái ekki vinnu á næstunni. Hins vegar hefði hún ekki með nokkru móti getað brugðist öðruvísi við. Hún hefði aldrei sæst við sjálfa sig ef hún hefði þegið lægri laun en skólabræður hennar hjá sama vinnuveitanda. Með því hefði hún brugðist sjálfri sér. Og reyndar konum almennt, bætti hún við. Nokkrum dögum síðar sér hún auglýst starf hjá annarri stofnun í opinberri stjórnsýslu. Stofnun sem hún hefur mikinn áhuga á að starfa hjá. „Þetta er draumastarfið,“ segir hún spennt. Hún sækir um og er boðið í viðtal. Þegar hún mætir taka á móti henni karl og kona, forstjórinn og starfsmanna- stjórinn. Þau ræða við hana um menntun hennar og reynslu, sem og starfsemi og stefnu stofnunar- innar. Karlinn, sem er forstjóri, segir henni meðal annars að hjá þeim sé fjölskyldustefna og sveigjanlegur vinnutími. Áhugi ungu konunnar á stofnuninni verður síst minni eftir viðtalið, en hún veit að margir hafa sótt um starfið og væntan- lega rætt við alla umsækjendur. Þegar vika er liðin án þess að haft sé samband við hana aftur, gerir hún ráð fyrir að búið sé að ráða í stöðuna. En þá er hringt. Aftur fer hún á staðinn, er boðin staðan og lýst ánægju með að fá hana í hópinn. Umræður um kaup og kjör ganga greiðlega og góð sátt um þau. Vinkona mín er í sjöunda himni en vill koma hreint fram. – „Þið vitið að ég er ein með lítið barn?“ spyr hún. Karlinn telur það engan mínus og ítrekar fjölskyldustefnu stofnunarinnar. – „Við látum þig hafa ADSL- tengingu svo að þú getir unnið heima ef aðstæður kalla á það,“ segir hann. Unga konan hlakkar til að hefja störf með þessu fólki. Hún segir mikinn mun á því hvernig konan í fyrra viðtalinu talaði við hana og tvímenningarn- ir í seinna viðtalinu. Ekki síst karlinn. Þau hefðu talað af þekkingu og sýnt áhuga á starfsreynslu hennar og áherslum í námi. Þetta hafi verið jafningja- spjall. Ekki bandamenn Þessi reynsla konu sem er að hefja sinn formlega starfsferil minnir á tvennt: Annars vegar að konur eru ekki endilega banda- menn annarra kvenna þegar kemur að launum og metorðum. Það lýsir sér fremur í því hvað stafsmannastjóranum þóttu þetta fráleitar kröfur, en hinu, að þessi laun væru ekki í boði. Hitt, sem er þó sýnu mikilvæg- ara og merkilegra, er að hafa þrek til að standa með sjálfum sér. Ekki aðeins í því samhengi sem hér er til umfjöllunar, heldur í lífinu sjálfu. Annað fólk kemur og fer í lífi manns, en maður situr uppi með sjálfan sig ævina á enda. Og það er hæpið að raunveruleg virðing gagnvart öðrum risti djúpt hjá þeim sem ekki getur borið virðingu fyrir sjálfum sér. Að standa með sjálfum sér UMRÆÐAN Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Felix Bergsson og Stefán Jóhann Stefánsson skrifa um mannréttindaráð Reykjavíkur. Nú þegar Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hefur sagt upp störfum vinnur enginn á mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Ráðningar- bann hefur verið sett á skrifstofuna sem þó hefur frá því í janúar samþykkta fjárheimild fyrir þremur stöðum, auk stöðu mannréttindastjóra. Nú tilkynnir Ólafur F. Magnússon að það eigi að hagræða í rekstri borgarinnar og hann byrjar á niðurskurði í mannréttindamálum. Í þessari stöðu kristallast áherslumunur Tjarnarkvartettsins og núverandi meirihluta Ólafs og sjálfstæðismanna. Við teljum að mannréttindaskrifstofa eigi að vera ein af grunnstoðum í nútímalegu stjórnkerfi. Núverandi meirihluti telur hins vegar mannrétt- indamálin léttvæg. Hlutverk mannréttindaskrifstofu er að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar sem snýr helst að jafnrétti kynja, innflytjendum, fötluðum, samkyn- hneigðum, öldruðum og börnum. Hún á að vinna þvert á stofnanir borgarinnar. Stofnun skrif- stofunnar hefur verið baráttumál í mörg ár. Hún er hluti af því að dýpka jafnréttishugtakið. Verkefnin eru óþrjótandi. Þessi árás á málaflokkinn ýtir honum út í horn. Fyrir síðustu kosningar sungu sjálfstæðismenn í kór að það „skipti engu máli hver stýrði jafnréttis- málum í borginni“ – allir flokkar vildu jafnrétti. Hinn 16. maí 2006 samþykktu þeir ásamt Ólafi F. og öðrum flokkum í borgarstjórn metnaðarfulla mannréttindastefnu Reykjavíkur. Svo fengu þau valdið – og skera nú niður. Sú óstjórn sem nú ríkir hjá meirihlutanum í borgarstjórn er nú komin á það stig að þeim tekst ekki að halda grunnstarfsemi borgarinnar gangandi, ekki einu sinni þeirri starfsemi sem á að tryggja framgang mannréttinda. Áður en Sjálfstæðis- flokkurinn tók við völdum voru jafnréttismálin í borginni öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Í dag ríkir algjört neyðarástand í málaflokknum, þökk sé Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F. Magnússyni. Nú er mál að linni. Það er engum greiði gerður með áframhaldandi óstjórn áttmenninganna í borgarstjórn. Þeim hefur á stuttum tíma tekist með vanrækslu og getuleysi að gera enn eina af grunn- stoðum borgarinnar óstarfhæfa. Höfundar eru aðal- og varafulltrúar Samfylkingar- innar í mannréttindaráði Reykjavíkur. Ráðist að grunnstoðum Borgaralegur eða ekki Fyrr á árinu bloggaði Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur um Kiljuna og sagði umsjónarmanninn, Egil Helgason, hafa „borgaralegt“ viðhorf til skáldskapar. Egill tók það óstinnt upp og sagðist ekki einu sinni viss um hvað það þýddi að vera borgaralegur. Nú hefur hann greinilega komist að því. Í nýlegri færslu segir Egill Lesbók Morgun- blaðsins vera athvarf póst- módern- ista og kreddu- fullra umhverfisverndarsinna – viðhorfa „sem eru býsna fjarri því borgaralega blaði sem Mogginn hefur frá upphafi talið sig vera“. Og virðist sem Agli hugnist betur að vera borgaralegur en hitt eftir allt saman. Furðulegur skilningur Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins furða sig á skilningi Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í Silfri Egils á sunnudag sagði hún eitthvað á þá leið að aðild að ESB væri ekki útilokuð á kjörtímabilinu enda væri ekki kveðið á um það í stefnuyfirlýsingunni. Er bent á að yfirlýsingin lúti að því sem á að gera en ekki því sem ekki eigi að gera. Illur grunur Guðni Ágústsson og Geir H. Haarde þrættu á Alþingi í gær. Guðni sagði ríkisstjórnina vanhæfa og ætti að segja af sér. Geir svaraði að stundum grunaði hann að Guðni skildi ekki eðli þeirra mála sem ríkisstjórnin væri að fást við. Skyldi Geir hafa grunað það lengi? Guðni var nefni- lega ráðherra í átta ár í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Er ekki ábyrgðarhluti að styðja menn til ráðherraembættis sem skilja ekki „eðli hlutanna“ sem ríkisstjórn þarf að fást við? bergsteinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.isV axandi áhugi almennings á að ræða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefur dýpkað umræðuna þar um. Af hálfu þeirra sem andvígir eru hvers kyns hugmynd- um af því tagi er nú teflt fram fleiri rökum en áður. Það er bæði mikilvægt og óhjákvæmilegt til þess að unnt verði að lokum að leggja yfirvegað og heildstætt mat á álitaefnið. Auk sjávarútvegshagsmunanna eru það einkum tvenns konar röksemdir sem upp á síðkastið er beitt gegn aðildaráformum. Ann- ars vegar er sagt að ekki megi semja í veikri efnahagsstöðu. Hins vegar er því haldið fram að aðild væri svik við málstað og hugsjónir Jóns forseta. Þessar röksemdir verðskulda að sjálfsögðu umræðu. Fyllilega er réttmætt að meta hvort í núverandi efnahagsstöðu felist meðrök eða mótrök. Við það mat má gjarnan horfa til þess þegar síðasta efnahagssveifla var á hátindi. Þá voru þau rök færð fram að gott árferði í þjóðarbúskapnum gæfi ekki tilefni til að leiða hugann að Evrópusambandsaðild. Kjarni málsins í þessu tilliti er sá að út frá því langtíma hags- munamati sem ræður ákvörðun af þessu tagi skiptir ekki máli hvort efnahagssveiflan er í djúpum dal eða hæstu hæðum. Hátind- arnir eru jafn slæmir og lægðirnar. Vandi hagkerfisins felst í því að of lítil mynt getur ekki tryggt viðunandi stöðugleika á frjálsum og opnum alþjóða peningamarkaði. Við því þarf að bregðast. Hitt er svo satt og rétt að nokkurn tíma mun taka að koma þjóðar- búskapnum aftur í það horf að Ísland uppfylli aðildarskilyrði Evr- ópusambandsins. Engin ástæða er til að taka endanlega ákvörðun fyrr en það hefur verið gert. Það breytir hins vegar engu um að skynsamlegt getur verið að draga ekki úr hömlu að setja niður það strik sem sigla á eftir. Niðurstaðan er sú að í skírskotun til núver- andi efnahagslægðar felast ekki gild mótrök gegn því að það strik verði sett. Þegar kemur að því að meta hvort í Evrópusambandsaðild felist brigð við sjálfstæðisbaráttu nítjándu aldar er rétt að hafa í huga að afrek Jóns Sigurðssonar fólst ekki síst í því að gera Ísland að þátt- takanda í þeirri hreyfingu í Evrópu sem á þeim tíma færði fólki aukin lýðréttindi og nokkurt verslunarfrelsi. Honum auðnaðist að gera evrópska hugsjónabaráttu að íslenskum veruleika. Svipaða sögu má segja um aðild Íslands að Atlantshafsbandalag- inu og fríverslunarsamtökunum á fyrsta aldarfjórðungi lýðveldis- tímans. Þau samtök voru á sinn hátt nýtt form á samvinnu þjóða um verndun þeirra hugsjóna er lúta að lýðréttindum og verslunar- frelsi. Flestum var ljóst að aðild Íslands að þessu alþjóðasamstarfi var aðlögun að nýjum veruleika og hluti af eðlilegri framvindu mála í Evrópu. Eigi að síður máttu þeir sem forystu höfðu um fulla þátttöku Íslands í þessari nýju samvinnu Evrópuþjóða og samstarfi þeirra við þjóðir Norður-Ameríku sæta ámæli fyrir svik við hugsjónir Jóns Sigurðssonar. Þær fullyrðingar leiddu til hatrammra deilna. Í búð reynslunnar hafa menn hins vegar fengið það svar að slíkar ásakanir voru með öllu tilefnislausar. Niðurstaðan er því sú að and- mæli af þessu tagi eru hvorki fersk né gild rökfærsla. Evrópusambandið er örugglega ekki endastöð í evrópskri þróun. En það er fullkomlega eðlilegur farvegur til að tryggja þá íslensku hagsmuni er hvíla á sömu grundvallargildum sem fyrr. Aðildar- spurningin snýst fyrir þá sök um eðlilega þátttöku í framrás tím- ans í því samfélagi þjóða sem næst standa. Dýpri umræða um Evrópusambandið: Mótrökin ÞORSTEINN PÁLSSON JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Kaup og kjör „Tvímælalaust ein af sterkustu skáldsögum ársins.“ (B.Þ.V. Morgunblaðið) www.salka.is Afleggjarinn kominn í kilju Auður A. Ólafsdóttir hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008 og Bókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin, fyrir þessa heillandi sögu. Bók sem allir verða að lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.