Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 36
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR16 Hús með sögu og sál Hrafn Andrés Harðarson við Gvendarbrunn sem var á sínum tíma vatnsból fyrir Kópavogshælið og Bankasel. Á Kópavogsdögum verður efnt til húsagöngu um Vestur- bæ Kópavogs undir leiðsögn Hrafns Andrésar Harðarsonar, yfirbókavarðar í Bókasafni Kópavogs og bæjarbúa til lengri tíma. Hrafn Andrés Harðarson mun á Kópavogsdögum leiða fólk um valdar brautir og stíga gamla bæjar ins eða svokallað tungu- svæði, sem markast af Hafnar- fjarðarveginum, Borgarholts- braut og Urðarbraut. Göngurnar verða tvær og fer önnur fram 6. maí klukkan 17 og hin 8. maí klukkan 20. „Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður og oft slást gamlir Kópavogsbúar með í för ásamt þeim sem hafa áhuga. Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og man tímana tvenna en bæti síðan við fróðleik og sögum frá öðrum og eru þátttakendur sérstaklega hvattir til að leggja sitt til mál- anna,“ segir Hrafn. Í fyrra gaf Bókasafn Kópavogs út Minningabók Kópavogsbúa, en í henni má finna sögur fólks af því þegar bærinn var að byggjast upp eftir stríð og styðst Hrafn einnig við þær. „Ég geng með fólki um nokkrar götur, bendi á hús og segi frá þeim. Ég tala um hverjir bjuggu í húsunum, hvaða atburðir áttu sér þar stað og hvernig húsin tengjast sögu bæjarins,“ segir Hrafn. Hann bendir fólki á hvar bæjar- skrifstofurnar voru í gamla daga og fjallar til dæmis um Bankasel en það hús lét Landsbankinn byggja á stríðsárunum til að vernda verð- mæti og skjöl ef til loftárása á Reykjavík skyldi koma. „Síðan bendi ég á húsið þar sem Jóhannes í Bónus ólst upp svo eitthvað sé nefnt en hann var ná- granni minn í æsku. Ég segi bæði frá ríku og fátæku fólki, skrýtnu og skemmtilegu,“ segir Hrafn, sem endar yfirleitt gönguna við gamla Kópavogshælið. „Þetta er um eins til tveggja tíma ganga þar sem fólk kynnist byggingum og fyrirbærum sem gera Kópavog einstakan og ólíkan öllum öðrum byggðum bólum á Ís- landi.“ - ve Hér er verið að gera upp gamalt hús en þar bjó Guðmundur Guðmundsson sem Gvendarbrunnur, sem stendur á lóðinni, er kenndur við. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.