Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 34
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 Myndlistarskóli Kópavogs á tuttugu ára afmæli í ár og af því tilefni verður sýning á verk- um nemenda skólans opnuð í Listasafni Kópavogs – Gerðar- safni á laugardaginn. Verk nemenda við Myndlistarskóla Kópavogs verða sýnd í Gerðar- safni á Kópavogsdögum í tilefni af tuttugu ára afmæli skólans. „Á sýn- ingunni verða sýnd verk eftir alla nemendur frá fimm ára aldri og upp úr,“ segir Ingunn Erna Stefáns- dóttir, annar tveggja skólastjóra Myndlistarskóla Kópavogs. „Þarna eru verk eftir fólk sem hefur feng- ist við grunnmenntun í myndlist, málun, vatnslitamálun, glermótun og módelteikningu. Þetta verður rosalega skemmtileg sýning, það er enginn vafi á því. Undanfarin ár hefur nemendum fjölgað og munu verk þeirra fylla Gerðarsafn.“ Myndlistarskóli Kópavogs var stofnaður árið 1988 af Sólveigu Helgu Jónas dóttur og Sigríði Ein- arsdóttur, sem vildu bæta úr skorti á myndlistarkennslu að sögn Ing- unnar. „Skólinn var fyrst rekinn á þeirra vegum en var svo gerður að sjálfseignarstofnun. Svo skólafélag kemur nú að rekstri skólans. Kópa- vogsbær hefur styrkt okkur í gegn- um árin með því að leigja okkur húsnæði í Fannborg. En nú þurfa þeir á því að halda og hafa útvegað okkur stórt og glæsilegt húsnæði sem verið er að innrétta á Smiðju- vegi. Myndlistarskólinn flytur þar inn í júlí.“ Sigurrós Þorgrímsdóttir, formað- ur lista- og menningarráðs Kópa- vogs, mun setja hátíðina klukkan 15 laugardaginn 3. maí í Gerðarsafni. Því næst mun Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, opna mynd- listarsýninguna. Sýningin stendur til 10. maí og verður húsið opið frá klukkan 11 til 17 alla virka daga. „Og þeir sem hafa áhuga geta feng- ið leiðsögn um sýninguna á laugar- daginn og sunnudaginn klukkan 14, og svo á miðvikudaginn og laugar- daginn í næstu viku klukkan 15,“ bætir Ingunn við. - nrg Stoppleikhópurinn forsýnir Mjög er tungan málaóð – líf og ljóð Bólu- Hjálmars, nýtt leikrit, fyrir nem- endur efri bekkja í grunnskólum Kópavogs á Kópavogsdögum. Sýn- ingin hefur mælst vel fyrir, bæði hjá yngri og eldri áhorfendum, en nálgunin þykir nokkuð nýstárleg. „Í leikritinu er brunað í gegn- um Bólu-Hjálmar, eins og sagt er. Við förum í gegnum lífshlaupið á fimmtíu mínútum; stiklum á stóru í hans lífi og sleikjum rjómann af hans bestu ljóðum sem henta okkur í sýninguna,“ segir Eggert Kaaber, leikari í Stoppleikhópnum, um verkið. Aðalsöguhetja þess, Bólu- Hjálmar, var kotbóndi á Norður- landi á fyrri hluta nítjándu aldar sem þurfti að þola yfirgang betur settra bænda, fyrirlitningu sveitunga sinna og dylgjur um óheiðarleika. „Þetta er leiksýning sem við sýnum ungmennum á aldrinum tólf til sautján ára. Það er ferða- sýning ætluð grunn- og framhalds- skólum. Við mætum í skólana svo nemendur sjá okkur allir á virk- um dögum,“ heldur hann áfram og bætir við að Bólu-Hjálmar og hans list snerti áhorfendur á öllum aldri. „Sýningar hafa verið prófaðar á nokkrum stöðum, meðal ann- ars á krökkum í Skagafirði um síðustu mánaðamót og einnig á hjúkrunarheimilum. Við frumsýn- um hins vegar ekki fyrr en í maí og munum sýna þar sem nærveru okkar er óskað.“ Stoppleikhópurinn fékk fjóra höfunda til að semja leikritið, þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Snæbjörn Ragn- arsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en leikmynd og búningar eru í höndum Guðrúnar Öyahals. Egg- ert segir jafnframt að höfundar leikritsins hafi samið sönglög við leikritið sem verða sungin án undirleiks. Verður því fróðlegt að fylgjast með ævintýrum Bólu- Hjálmars á Kópavogsdögum. - nrg Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar Eggert Kaaber leikari tekur þátt í uppsetningu á nýju verki um Bólu-Hjálmar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ingunn Erna Stefánsdóttir og Sigríður Einarsdóttir eru skólastjórar Myndlistar- skóla Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margbrotin myndlistarsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.