Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 34

Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 34
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 Myndlistarskóli Kópavogs á tuttugu ára afmæli í ár og af því tilefni verður sýning á verk- um nemenda skólans opnuð í Listasafni Kópavogs – Gerðar- safni á laugardaginn. Verk nemenda við Myndlistarskóla Kópavogs verða sýnd í Gerðar- safni á Kópavogsdögum í tilefni af tuttugu ára afmæli skólans. „Á sýn- ingunni verða sýnd verk eftir alla nemendur frá fimm ára aldri og upp úr,“ segir Ingunn Erna Stefáns- dóttir, annar tveggja skólastjóra Myndlistarskóla Kópavogs. „Þarna eru verk eftir fólk sem hefur feng- ist við grunnmenntun í myndlist, málun, vatnslitamálun, glermótun og módelteikningu. Þetta verður rosalega skemmtileg sýning, það er enginn vafi á því. Undanfarin ár hefur nemendum fjölgað og munu verk þeirra fylla Gerðarsafn.“ Myndlistarskóli Kópavogs var stofnaður árið 1988 af Sólveigu Helgu Jónas dóttur og Sigríði Ein- arsdóttur, sem vildu bæta úr skorti á myndlistarkennslu að sögn Ing- unnar. „Skólinn var fyrst rekinn á þeirra vegum en var svo gerður að sjálfseignarstofnun. Svo skólafélag kemur nú að rekstri skólans. Kópa- vogsbær hefur styrkt okkur í gegn- um árin með því að leigja okkur húsnæði í Fannborg. En nú þurfa þeir á því að halda og hafa útvegað okkur stórt og glæsilegt húsnæði sem verið er að innrétta á Smiðju- vegi. Myndlistarskólinn flytur þar inn í júlí.“ Sigurrós Þorgrímsdóttir, formað- ur lista- og menningarráðs Kópa- vogs, mun setja hátíðina klukkan 15 laugardaginn 3. maí í Gerðarsafni. Því næst mun Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, opna mynd- listarsýninguna. Sýningin stendur til 10. maí og verður húsið opið frá klukkan 11 til 17 alla virka daga. „Og þeir sem hafa áhuga geta feng- ið leiðsögn um sýninguna á laugar- daginn og sunnudaginn klukkan 14, og svo á miðvikudaginn og laugar- daginn í næstu viku klukkan 15,“ bætir Ingunn við. - nrg Stoppleikhópurinn forsýnir Mjög er tungan málaóð – líf og ljóð Bólu- Hjálmars, nýtt leikrit, fyrir nem- endur efri bekkja í grunnskólum Kópavogs á Kópavogsdögum. Sýn- ingin hefur mælst vel fyrir, bæði hjá yngri og eldri áhorfendum, en nálgunin þykir nokkuð nýstárleg. „Í leikritinu er brunað í gegn- um Bólu-Hjálmar, eins og sagt er. Við förum í gegnum lífshlaupið á fimmtíu mínútum; stiklum á stóru í hans lífi og sleikjum rjómann af hans bestu ljóðum sem henta okkur í sýninguna,“ segir Eggert Kaaber, leikari í Stoppleikhópnum, um verkið. Aðalsöguhetja þess, Bólu- Hjálmar, var kotbóndi á Norður- landi á fyrri hluta nítjándu aldar sem þurfti að þola yfirgang betur settra bænda, fyrirlitningu sveitunga sinna og dylgjur um óheiðarleika. „Þetta er leiksýning sem við sýnum ungmennum á aldrinum tólf til sautján ára. Það er ferða- sýning ætluð grunn- og framhalds- skólum. Við mætum í skólana svo nemendur sjá okkur allir á virk- um dögum,“ heldur hann áfram og bætir við að Bólu-Hjálmar og hans list snerti áhorfendur á öllum aldri. „Sýningar hafa verið prófaðar á nokkrum stöðum, meðal ann- ars á krökkum í Skagafirði um síðustu mánaðamót og einnig á hjúkrunarheimilum. Við frumsýn- um hins vegar ekki fyrr en í maí og munum sýna þar sem nærveru okkar er óskað.“ Stoppleikhópurinn fékk fjóra höfunda til að semja leikritið, þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Snæbjörn Ragn- arsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en leikmynd og búningar eru í höndum Guðrúnar Öyahals. Egg- ert segir jafnframt að höfundar leikritsins hafi samið sönglög við leikritið sem verða sungin án undirleiks. Verður því fróðlegt að fylgjast með ævintýrum Bólu- Hjálmars á Kópavogsdögum. - nrg Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar Eggert Kaaber leikari tekur þátt í uppsetningu á nýju verki um Bólu-Hjálmar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ingunn Erna Stefánsdóttir og Sigríður Einarsdóttir eru skólastjórar Myndlistar- skóla Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margbrotin myndlistarsýning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.