Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 40
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR20 Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðukona. Þórhildur Gísladóttir gaf sér tíma til að líta upp frá handavinnunni þegar ljósmynd- ara bar að garði. Starfsemin er fjölbreytt og hér sitja konur við postulínsmálun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Félagsheimilið Gjábakki í Kópavogi heldur upp á fimmtán ára afmæli 9. maí. Félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki, var opnað hinn 11. maí 1993. Á ári aldraðra 1999 var félagsheimilið opnað öllum aldurshópum í viðleitni Kópavogsbæjar til að rjúfa einsemd aldraðra. „Kópavogur var fyrsta sveitarfélagið til að stíga það skref að opna félagsheimilin fólki á öllum aldri,“ segir Sigurbjörg Björgvinsdóttir, sem hefur veitt Gjábakka forstöðu frá upp- hafi. Sigurbjörg segir félagsheimilið starfa eftir Kópavogs- módelinu svokallaða en það gengur út á að ýta undir sjálf- stæði einstaklingsins. „Við höfnum forsjárhyggju og ýtum undir frumkvæði,“ segir Sigurbjörg. „Í Kópavogsmódelinu er lögð áhersla á að fólk sé sjálft við stjórnvölinn og taki sjálft ákvarðanir um hvað sé á dagskránni hverju sinni. Ef einhvern langar til að prjóna þá finnum við einhverja sem eru tilbúnir að setjast niður með viðkomandi og prjóna. Nú, ef þá vantar leiðsögn þá er ég þeim innan handar.“ Hún segir þetta fyrirkomu- lag hafa gefist vel og félagsheimilin séu vel sótt en telja má um fimm hundruð komur í félagsheimilin Gjábakka og Gull- smára á viku. „Með þessu móti fáum við líka miklu fjölbreyttara félags- starf og í öðru lagi þá er hægt að gera mikið meira fyrir þá peninga sem til eru. Þarna fá einstaklingar hlutverk og það er hverjum manni nauðsynlegt.“ Eitt af markmiðum starfsins á Gjábakka er að koma á sam- bandi milli kynslóða en nú er yfirstandandi verkefni milli nemenda í öðrum bekk í Kópavogsskóla og eldri borgara. „Við viljum flytja menninguna milli aldurshópa og eigum í góðu samstarfi við skólana í bænum,“ segir Sigurbjörg. „Krakkarnir koma til dæmis að spila boccia með eldra fólk- inu. Svo koma þau á afmælinu og syngja fyrir okkur og fá sér hressingu en við ætlum að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og með því á afmælishátíðinni og hér verður vegleg dagskrá í boði.“ Meðal dagskrárliða á afmælishátíðinni verður einsöngur Guðrúnar Lóu Jónsdóttur. Eldri borgari mun skera fyrstu sneiðina af veglegri afmælistertu og Gunnar Birgisson bæjarstjóri flytur ávarp. Auk þess munu félagsmálastjóri Kópavogs og formaður félags eldri borgara flytja ávörp. Dagskráin hefst klukkan 14 föstudaginn 9. maí. - rat Kræsingar í góðum félagsskap Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.