Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 26
● fréttablaðið ● kópavogsdagar Barnaleikritið Óskin verður frumsýnt á Kópavogsdögum. Ævintýrið Óskin verður frumsýnt á Bókasafni Kópavogs um helg- ina en leikritið fer síðan í almenn- ar sýningar á leikskólum bæjar ins meðan á Kópavogsdögum stend- ur. Lista- og menningarráð Kópa- vogsbæjar býður bæjar búum upp á sýninguna auk þess sem það styrkti Einleikhúsið við fram- leiðslu á henni. „Ævintýrið fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókarls,“ segir Pálmi J. Sigurhjartarson, annar höfunda og tónskáld verksins. „Stelpan heitir Þrúður og vill vera trúður og hittir snjókarl sem er úti í garði. Það er komið vor og snjó- karlinn er að fara að bráðna. Hún tekur á það ráð að hjálpa honum að komast upp í fjall til að nálgast snjóinn.“ Á vegi þeirra verða ýmsir kar- akterar eins og úlfur, Grýla skíta- fýla og Bangsi bestaskinn. Pálmi segir að leikritið fjalli meðal ann- ars um óskir og vísar í einn laga- textann, en þar segir; „Óskir hafa tilhneigingu til að rætast / og rata þangað þar sem þeirra er þörf.“ „Tveir leikarar leika í sýning- unni og bregða sér í fleira en eitt hlutverk. Svo taka börnin full- an þátt í að halda atburðarásinni lifandi með því að vísa veginn þegar annar þeirra hverfur,“ segir Pálmi. Leikarar eru Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Sigurður Eyberg, en Myrra Leifsdóttir sér um leik- mynd og búninga. Leikritið verð- ur frumsýnt laugardaginn 3. maí klukkan 13 í sal Bókasafns Kópa- vogs og sýnt aftur sunnudaginn 4. maí á sama tíma. Sýningarnar eru öllum opnar. „Við hyggjumst svo flytja sýn- inguna sem víðast í leikskólum landsins. Auk þess sem tilvalið er að sýna skemmtiatriði og syngja lög úr sýningunni við ýmis tæki- færi,“ segir Pálmi og bætir við að þeir sem vilji nálgast tónlistina úr leikritinu geti fundið hana á ton- list.is. - nrg 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Ævintýrið fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókarls. Myndir eru teknar á æfingu. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON Þrúður ákveður að hjálpa snjókarlin- um að komast upp í fjöll áður en hann bráðnar. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON Óskin rætist í Kópavogi Óvenjuleg myndlistarsmiðja fyrir börn verður opnuð á Hálsatorgi í byrjun Kópavogsdaga. Gosi og félagar munu opna myndlistarsmiðju á Hálsatorgi, sem er á menningarhæðinni í Kópavogi, hinn 3. maí. Hún verður starfrækt undir stjórn Vals Rafns Valgeirssonar, forstöðumanns félagsmiðstöðvanna Þebu í Smára- skóla og Jemen í Lindarskóla. Þar verða sex kassar úr kross- viðarplötum og verður börnum sem koma á torgið boðið að taka sér krít í hönd og fylla kassana af grafík og myndum, en yfirborð þeirra verður lakkað með það fyrir augum að geta dregið krítina í sig. Útilistaverkin munu síðan standa berskjölduð fyrir veðri og vindum meðan á Kópavogsdögum stendur og taka stöðugum breyt- ingum með nýjum og nýjum lista- mönnum. Hugmyndin er komin frá Vali Rafni en hann varð vitni að sam- bærilegri smiðju í Óðinsvéum í Danmörku í fyrrasumar. Þar var haldin útiskemmtun með barna- sirkus og fengu börnin að mála stóra fleka að vild og var útkoman að hans sögn mjög skemmtileg. Meðan á myndlistarsmiðjunni stendur verða teknar myndir af börnunum að störfum og eins af verkunum eftir því sem þau breyt- ast. Ljósmyndirnar verða síðan framkallaðar, settar í ramma og þeim fundinn góður staður í Kópa- vogi. - ve Krítað á kassa Hér má sjá drög að kössunum sem verður komið fyrir á Hálsatorgi. Að Kópavogs- dögum liðnum munu þeir verða þaktir listaverkum barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.