Fréttablaðið - 29.04.2008, Síða 26
● fréttablaðið ● kópavogsdagar
Barnaleikritið Óskin verður
frumsýnt á Kópavogsdögum.
Ævintýrið Óskin verður frumsýnt
á Bókasafni Kópavogs um helg-
ina en leikritið fer síðan í almenn-
ar sýningar á leikskólum bæjar ins
meðan á Kópavogsdögum stend-
ur. Lista- og menningarráð Kópa-
vogsbæjar býður bæjar búum upp
á sýninguna auk þess sem það
styrkti Einleikhúsið við fram-
leiðslu á henni.
„Ævintýrið fjallar um vináttu
lítillar stúlku og snjókarls,“ segir
Pálmi J. Sigurhjartarson, annar
höfunda og tónskáld verksins.
„Stelpan heitir Þrúður og vill vera
trúður og hittir snjókarl sem er úti
í garði. Það er komið vor og snjó-
karlinn er að fara að bráðna. Hún
tekur á það ráð að hjálpa honum
að komast upp í fjall til að nálgast
snjóinn.“
Á vegi þeirra verða ýmsir kar-
akterar eins og úlfur, Grýla skíta-
fýla og Bangsi bestaskinn. Pálmi
segir að leikritið fjalli meðal ann-
ars um óskir og vísar í einn laga-
textann, en þar segir; „Óskir hafa
tilhneigingu til að rætast / og rata
þangað þar sem þeirra er þörf.“
„Tveir leikarar leika í sýning-
unni og bregða sér í fleira en eitt
hlutverk. Svo taka börnin full-
an þátt í að halda atburðarásinni
lifandi með því að vísa veginn
þegar annar þeirra hverfur,“ segir
Pálmi.
Leikarar eru Ásta Sighvats
Ólafsdóttir og Sigurður Eyberg,
en Myrra Leifsdóttir sér um leik-
mynd og búninga. Leikritið verð-
ur frumsýnt laugardaginn 3. maí
klukkan 13 í sal Bókasafns Kópa-
vogs og sýnt aftur sunnudaginn 4.
maí á sama tíma. Sýningarnar eru
öllum opnar.
„Við hyggjumst svo flytja sýn-
inguna sem víðast í leikskólum
landsins. Auk þess sem tilvalið er
að sýna skemmtiatriði og syngja
lög úr sýningunni við ýmis tæki-
færi,“ segir Pálmi og bætir við að
þeir sem vilji nálgast tónlistina úr
leikritinu geti fundið hana á ton-
list.is.
- nrg
29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR6
Ævintýrið fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókarls. Myndir eru teknar á æfingu. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON
Þrúður ákveður að hjálpa snjókarlin-
um að komast upp í fjöll áður en hann
bráðnar. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON
Óskin rætist í Kópavogi
Óvenjuleg myndlistarsmiðja fyrir
börn verður opnuð á Hálsatorgi í
byrjun Kópavogsdaga.
Gosi og félagar munu opna
myndlistarsmiðju á Hálsatorgi,
sem er á menningarhæðinni í
Kópavogi, hinn 3. maí. Hún verður
starfrækt undir stjórn Vals Rafns
Valgeirssonar, forstöðumanns
félagsmiðstöðvanna Þebu í Smára-
skóla og Jemen í Lindarskóla.
Þar verða sex kassar úr kross-
viðarplötum og verður börnum
sem koma á torgið boðið að taka
sér krít í hönd og fylla kassana
af grafík og myndum, en yfirborð
þeirra verður lakkað með það
fyrir augum að geta dregið krítina
í sig. Útilistaverkin munu síðan
standa berskjölduð fyrir veðri og
vindum meðan á Kópavogsdögum
stendur og taka stöðugum breyt-
ingum með nýjum og nýjum lista-
mönnum.
Hugmyndin er komin frá Vali
Rafni en hann varð vitni að sam-
bærilegri smiðju í Óðinsvéum í
Danmörku í fyrrasumar. Þar var
haldin útiskemmtun með barna-
sirkus og fengu börnin að mála
stóra fleka að vild og var útkoman
að hans sögn mjög skemmtileg.
Meðan á myndlistarsmiðjunni
stendur verða teknar myndir af
börnunum að störfum og eins af
verkunum eftir því sem þau breyt-
ast. Ljósmyndirnar verða síðan
framkallaðar, settar í ramma og
þeim fundinn góður staður í Kópa-
vogi. - ve
Krítað á kassa
Hér má sjá drög að kössunum sem verður komið fyrir á Hálsatorgi. Að Kópavogs-
dögum liðnum munu þeir verða þaktir listaverkum barna.