Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 38
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR18 Joaquín Páll Palomares heldur útskriftartónleika sína í Salnum 3. maí og spilar þar verk eftir Bach, Brahms, Poulenc og Saint-Saëns, við píanóundir- leik Richards Simm. Joaquín Páll Palomares er einn efnilegasti fiðluleik- ari landsins. Ungur dró hann fyrst boga yfir strengi hins fagra og strembna hljóðfæris og hefur síðan spilað sig upp metorðastigann og í hjörtu áheyrenda á Íslandi, Spáni og víðar. „Fiðlan hefur fylgt mér frá blautu barnsbeini, því hún er samofin lífi fjölskyld- unnar. Pabbi og mamma eru bæði fiðluleikarar og það var þeirra ákvörðun að setja mig barnungan í fiðlu- nám; sem betur fer,“ segir Joaquín, sem byrjaði að spila á fiðlu aðeins sex ára þegar móðir hans Unnur Páls dóttir fiðluleikari hóf að kenna syninum heima. „Ég held að allir krakkar fari í gegnum skeið þar sem þau hætta að nenna tímafrekum æfingum. Ég fór í gegnum það líka, ákvað að hætta ellefu ára og ætlaði aldrei að byrja aftur. Þegar ég var fimmtán ára gerð- ist mamma, sem auðvitað þekkir mig allra best, svo sniðug að bjóða mér að spila með gömlum félögum í strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs. Mér þótti það svo gaman að ég ákvað að skrá mig í tónlistarskóla, mest til þess að leika mér, en þá fór mér að þykja virkilega gaman að fiðluleiknum,“ segir Páll og fer fögrum orðum um tónlistaruppeldi móður sinnar, og seinna þeirra Margrétar Kristjánsdóttur í Tónlistar- skóla Kópavogs og Auðar Hafsteinsdóttur við tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands. „Mamma á hrós skilið að hafa nennt að hanga yfir mér þetta lengi, en þegar ég var lítill fór ég að gráta þegar ég átti að spila á fiðlu. Mamma hélt að mér nauð- synlegum sjálfsaga, kenndi mér grunntækni fiðluleiks, sem skiptir öllu máli, og fór með mig í gegnum rosa- legt magn efnis sem gerir að verkum að ég er fljót- ur að læra ný verk og fínn í að lesa nótur. Það allt á ég henni að þakka,“ segir Páll brosmildur þar sem hann æfir stíft fyrir útskrift sína í maí. „Innan hljóðfærafjölskyldunnar er fiðlan ein sú erfiðasta viðureignar. Minn mesti innblástur hingað til er danski fiðlusnillingurinn Nicolaj Znaider. Þegar ég heyrði hann fyrst spila af diski var ég í bílnum og þurfti að stoppa. Ég gat ekki haldið áfram akstri fyrr en ég hafði hlustað á diskinn til enda. Ári seinna fór ég á námskeið til Nicolaj í Danmörku og það var ótrúleg lífsreynsla,“ segir Páll og bætir við að áhrifa Znaiders megi enn gæta í fiðluleik sínum. „Ég lærði hjá honum tæknísk atriði sem enn fylgja mér, en útkoma fiðluleiks byggist bæði á tækni og per- sónulegri tjáningu,“ segir Páll sem leikur á listasmíð þýsks fiðlusmiðs. „Það hefur áhrif á tónlistarsmekk barna að læra snemma á klassíkt hljóðfæri. Maður verður umburð- arlyndari gagnvart klassískri tónlist og hlustar meira en jafnaldrarnir. Hins vegar hlusta ég á flestallt sem nær eyrum mínum og aðallega popptónlist á FM 95,7,“ segir Páll, sem útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands síðastliðið vor og er fyrrverandi liðsmaður drengja- landsliðs Íslands í knattspyrnu. „Ég er miklu minna í fótbolta nú en áður, en spila þegar ég hef tíma með þriðju deildar liðinu Ými úr HK. Fótbolti var árum saman ofar í forgangsröðinni en fiðlan, en þá spilaði ég með meistaraflokki HK. Á endanum varð ég að velja og hafna,“ segir Páll, sem valdi fiðluna og hyggur nú á framhaldsnám í fiðluleik í Þýskalandi. „Framtíðin er óskrifað blað og margt sem togar í mig, en öðru fremur vil ég starfa sem fiðluleikari og gera eitthvað virkilega flott. Fiðluleikarar eiga sameiginlegt að vera einbeittir og ákveðnir, enda nauðsynlegt í mikilli samkeppni. Þeir eru svo líka vel þekktir fyrir að vera prímadonnurnar í hljómsveit- um,“ segir Páll og skellir upp úr þar sem hann skund- ar til móts við bjarta framtíð. - þlg Grét yfir fiðlunni í fyrstu Fiðluleikarinn Joaquín Páll Palomares útskrifast úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands í vor og heldur útskriftartónleika í Salnum 3. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Allt á gólfið á einum stað Gólfefni-Teppaland sameinast Álfaborg í stærri verslun að Skútuvogi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.