Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 24
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Menningar- og tómstunda- miðstöð ungs fólks verður opnuð hinn 3. maí. Með opnun hennar er ungu fólki 16 ára og eldra búin vímulaus menning- ar- og tómstundaaðstaða sem er sérsniðin að þeirra óskum. Andri Þór Lefever er forstöðumað- ur miðstöðvarinnar, sem er til húsa að Hábraut 2, og segir hann lengi hafa vantað aðstöðu fyrir aldurs- hópinn sextán ára og upp úr. „Á fimmtíu ára afmæli Kópa- vogs ákvað bæjarstjórnin að ráð- ast í að byggja hús fyrir starfsem- ina og er það gjöf til ungs fólks í bænum,“ segir Andri. Hann segir megináhersluna verða á starf fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára og verður það jafnt fyrir námsmenn, fólk á vinnumarkaði sem og aðra. Markmiðið með menningar- og tómstundamiðstöðinni er marg- þætt. „Starfið mun þó fyrst og fremst mótast af áhuga og frum- kvæði þeirra sem sækja staðinn. Umfram allt er þetta hugsað sem vímulaust umhverfi þar sem fólk getur notið veitinga og samveru með öðru fólki, sinnt áhugamál- um sínum og tekist á við ýmis upp- byggjandi verkefni,“ segir Andri. Meðal þess sem boðið verður upp á er aðstaða til að stunda listir, sýna afraksturinn og koma sér á framfæri með ýmiss konar menn- ingarviðburðum. „Ungmennin geta iðkað mynd- list, tónlist, leiklist og ritlist. Eins verður boðið upp á aðstöðu til út- gáfu af ýmsu tagi með aðgangi að umbrots- og myndvinnsluforrit- um svo eitthvað sé nefnt,“ segir Andri. Í húsinu verður vímuefnalaust kaffihús þar sem hægt verður að kaupa veitingar, hitta vini, lesa bækur og blöð. Eins verður að- gangur að þráðlausu neti og sjón- varpi til að horfa á íþróttaviðburði eða annað sem áhugi er fyrir. „Þá getur fólk sýnt leikrit, verið með uppistand, tónleikahald eða aðra viðburði.“ Hægt verður að sækja ýmis námskeið í menningar- og tóm- stundamiðstöðinni og má nefna ljósmyndunarnámskeið, mynd- vinnslunámskeið, förðunarnám- skeið, fjármálanámskeið og margt fleira. Þá verður mikið lagt upp úr alls kyns fræðslu- og forvarnar- starfi. „Í sumar verðum við með skap- andi sumarstarf, tónlistarhá- tíð ungs fólks og aðra viðburði en síðan hefst starfsemin að fullu næsta haust,“ útskýrir Andri. - ve Mótast af frumkvæði og áhugamálum ungs fólks Hin nýja menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks við Hábraut 2 í Kópavogi. Starfsemin fer fram á efri hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andri Þór Lefever, sem mun veita menningar- og tómstundamiðstöðinni forstöðu, segir að með tilkomu hennar skapist aðstaða sem hingað til hafi ekki verið fyrir hendi í Kópavogi. VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania Dagskráin er hluti af Kópavogsdögum. Aðra dagskrá má sjá í opnu blaðsins. 8. m aí Kópahvoll Opið hús og útskrift kl. 15:00–17:00. Sýning á verkum barnanna og söngur. 5.- 9. m aí Kópasteinn Umhverfisvika þar sem umhverfi skólans verður fegrað. Hugað að haustlaukunum, sett út sumarblóm og settar niður kartöflur. Uppskeruhátíð 9. maí kl. 10:00. 9. m aí Álfaheiði Opið hús kl. 9:00–11:30 og 13:30–15:30. Fyrir hádegi sýna börnin dans og syngja nokkur lög. 9. m aí Smárahvammur Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:30–15:30. Sýning á verkum barnanna og boðið upp á veitingar. 9. m aí Dalur 10 ára afmæli Opið hús kl. 15:00–17:00. Sýning á verkum barnanna, afmælis- hátíð í garðinum og léttar veitingar. 9. m aí Grænatún Sýning hefst á verkum barnanna. 9. m aí Urðarhóll Heilsudagur kl. 8:00–10:00. Sýning á verkum barnanna. 9. m aí Kór Opið hús kl. 14:00–16:00. Sýning á verkum barnanna, söng- atriði, skemmtiatriði, myndbands- sýning. Léttar veitingar í boði. M aí Arnarsmári Myndlistarsýning í Gullsmára og heilsugæslustöðinni Hvammi. Sýningin stendur allan maímánuð. 3.-9. m aí Fífusalir Vettvangsferðir í menningarstofnanir Kópavogs. Roðasalir heimsóttir og sungið fyrir íbúa. Sýning á verkum barnanna í Nettó, heilsugæslustöð- inni Salahverfi og sundlauginni í Versölum. 3. m aí Rjúpnahæð Opið hús kl. 11:00–13:00. Kynning á starfi leikskólans og sýning á verkum barnanna. 6. m aí Furugrund Opið hús og kynning á þróunar- verkefninu „Dalurinn minn“ kl. 9:00–16:00. 6. & 8. m aí Marbakki Myndbandsupptöku- og ljósmyndaverkefni kynnt kl. 10:00–11:00. 6.-8. m aí Fagrabrekka Foreldradagur á Gulubrekku kl. 15:00. 6.–9. m aí Hvarf Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:00–16:00. 7. m aí Álfatún Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:00–16:00. Myndlistarsýning, leiksýning og ljóðaflutningur barna. 8. m aí Baugur Foreldrakaffi kl. 8:00–10:00. Nýja stúkan á Kópavogsvelli er tilbúin og þótt hún hafi verið tekin í gagnið í fyrra verður hún blessuð á Kópa- vogsdögum 9. maí og almenningi boðið að skoða mann- virkið. Stúkan er kjallari og tvær hæðir og ætluð fyrir 1.360 áhorfendur. Fjórir búningsklefar eru í kjallara ásamt góðum geymslum fyrir vallarbúnað. Einnig er þar aðstaða fyrir dómara og aðra starfs- menn. Veitingasala er á jarðhæð ásamt salernum, svo og sölustúkum úti. Á efstu hæð er 90 m² salur með góðu útsýni í allar áttir ásamt blaðamannastúkum og vallar- stjórn. Stúkan verður blessuð Nýja stúkan á Kópavogsvelli verður blessuð hinn 9. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.