Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 24

Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 24
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Menningar- og tómstunda- miðstöð ungs fólks verður opnuð hinn 3. maí. Með opnun hennar er ungu fólki 16 ára og eldra búin vímulaus menning- ar- og tómstundaaðstaða sem er sérsniðin að þeirra óskum. Andri Þór Lefever er forstöðumað- ur miðstöðvarinnar, sem er til húsa að Hábraut 2, og segir hann lengi hafa vantað aðstöðu fyrir aldurs- hópinn sextán ára og upp úr. „Á fimmtíu ára afmæli Kópa- vogs ákvað bæjarstjórnin að ráð- ast í að byggja hús fyrir starfsem- ina og er það gjöf til ungs fólks í bænum,“ segir Andri. Hann segir megináhersluna verða á starf fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára og verður það jafnt fyrir námsmenn, fólk á vinnumarkaði sem og aðra. Markmiðið með menningar- og tómstundamiðstöðinni er marg- þætt. „Starfið mun þó fyrst og fremst mótast af áhuga og frum- kvæði þeirra sem sækja staðinn. Umfram allt er þetta hugsað sem vímulaust umhverfi þar sem fólk getur notið veitinga og samveru með öðru fólki, sinnt áhugamál- um sínum og tekist á við ýmis upp- byggjandi verkefni,“ segir Andri. Meðal þess sem boðið verður upp á er aðstaða til að stunda listir, sýna afraksturinn og koma sér á framfæri með ýmiss konar menn- ingarviðburðum. „Ungmennin geta iðkað mynd- list, tónlist, leiklist og ritlist. Eins verður boðið upp á aðstöðu til út- gáfu af ýmsu tagi með aðgangi að umbrots- og myndvinnsluforrit- um svo eitthvað sé nefnt,“ segir Andri. Í húsinu verður vímuefnalaust kaffihús þar sem hægt verður að kaupa veitingar, hitta vini, lesa bækur og blöð. Eins verður að- gangur að þráðlausu neti og sjón- varpi til að horfa á íþróttaviðburði eða annað sem áhugi er fyrir. „Þá getur fólk sýnt leikrit, verið með uppistand, tónleikahald eða aðra viðburði.“ Hægt verður að sækja ýmis námskeið í menningar- og tóm- stundamiðstöðinni og má nefna ljósmyndunarnámskeið, mynd- vinnslunámskeið, förðunarnám- skeið, fjármálanámskeið og margt fleira. Þá verður mikið lagt upp úr alls kyns fræðslu- og forvarnar- starfi. „Í sumar verðum við með skap- andi sumarstarf, tónlistarhá- tíð ungs fólks og aðra viðburði en síðan hefst starfsemin að fullu næsta haust,“ útskýrir Andri. - ve Mótast af frumkvæði og áhugamálum ungs fólks Hin nýja menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks við Hábraut 2 í Kópavogi. Starfsemin fer fram á efri hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andri Þór Lefever, sem mun veita menningar- og tómstundamiðstöðinni forstöðu, segir að með tilkomu hennar skapist aðstaða sem hingað til hafi ekki verið fyrir hendi í Kópavogi. VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania Dagskráin er hluti af Kópavogsdögum. Aðra dagskrá má sjá í opnu blaðsins. 8. m aí Kópahvoll Opið hús og útskrift kl. 15:00–17:00. Sýning á verkum barnanna og söngur. 5.- 9. m aí Kópasteinn Umhverfisvika þar sem umhverfi skólans verður fegrað. Hugað að haustlaukunum, sett út sumarblóm og settar niður kartöflur. Uppskeruhátíð 9. maí kl. 10:00. 9. m aí Álfaheiði Opið hús kl. 9:00–11:30 og 13:30–15:30. Fyrir hádegi sýna börnin dans og syngja nokkur lög. 9. m aí Smárahvammur Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:30–15:30. Sýning á verkum barnanna og boðið upp á veitingar. 9. m aí Dalur 10 ára afmæli Opið hús kl. 15:00–17:00. Sýning á verkum barnanna, afmælis- hátíð í garðinum og léttar veitingar. 9. m aí Grænatún Sýning hefst á verkum barnanna. 9. m aí Urðarhóll Heilsudagur kl. 8:00–10:00. Sýning á verkum barnanna. 9. m aí Kór Opið hús kl. 14:00–16:00. Sýning á verkum barnanna, söng- atriði, skemmtiatriði, myndbands- sýning. Léttar veitingar í boði. M aí Arnarsmári Myndlistarsýning í Gullsmára og heilsugæslustöðinni Hvammi. Sýningin stendur allan maímánuð. 3.-9. m aí Fífusalir Vettvangsferðir í menningarstofnanir Kópavogs. Roðasalir heimsóttir og sungið fyrir íbúa. Sýning á verkum barnanna í Nettó, heilsugæslustöð- inni Salahverfi og sundlauginni í Versölum. 3. m aí Rjúpnahæð Opið hús kl. 11:00–13:00. Kynning á starfi leikskólans og sýning á verkum barnanna. 6. m aí Furugrund Opið hús og kynning á þróunar- verkefninu „Dalurinn minn“ kl. 9:00–16:00. 6. & 8. m aí Marbakki Myndbandsupptöku- og ljósmyndaverkefni kynnt kl. 10:00–11:00. 6.-8. m aí Fagrabrekka Foreldradagur á Gulubrekku kl. 15:00. 6.–9. m aí Hvarf Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:00–16:00. 7. m aí Álfatún Opið hús kl. 9:00–11:00 og 13:00–16:00. Myndlistarsýning, leiksýning og ljóðaflutningur barna. 8. m aí Baugur Foreldrakaffi kl. 8:00–10:00. Nýja stúkan á Kópavogsvelli er tilbúin og þótt hún hafi verið tekin í gagnið í fyrra verður hún blessuð á Kópa- vogsdögum 9. maí og almenningi boðið að skoða mann- virkið. Stúkan er kjallari og tvær hæðir og ætluð fyrir 1.360 áhorfendur. Fjórir búningsklefar eru í kjallara ásamt góðum geymslum fyrir vallarbúnað. Einnig er þar aðstaða fyrir dómara og aðra starfs- menn. Veitingasala er á jarðhæð ásamt salernum, svo og sölustúkum úti. Á efstu hæð er 90 m² salur með góðu útsýni í allar áttir ásamt blaðamannastúkum og vallar- stjórn. Stúkan verður blessuð Nýja stúkan á Kópavogsvelli verður blessuð hinn 9. maí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.