Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 28
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR8
Listasýning verður opnuð í
Náttúrufræðistofu Kópavogs
3. maí. Þær Olga Bergmann og
Anna Hallin setja sýninguna
upp í samvinnu við Náttúru-
fræðistofu Kópavogs.
„Við höfum báðar lengi haft áhuga
á lífrænum, líffræðilegum og
vistfræðilegum atriðum sem verið
hafa innblástur fyrir verk okkar
beggja á ólíkan hátt um langt
skeið,“ segir Olga um aðdraganda
sýningarinnar.
„Ég hef áhuga á tengslum erfða-
vísinda og þróunar og Anna hefur
í sínum verkum sótt innblástur í
heim örvera, baktería og lindýra
meðal annars. Við deilum einnig
sama áhuga á vísindaskáldskap og
retrófútúrisma,“ bætir hún við.
Listakonurnar hafði lang-
að til að sýna verk sín innan um
gripi Náttúrufræðistofu og leit-
uðu því eftir samstarfi við safnið
hjá Hilmari Malmquist forstöðu-
manni. „Við hlutum mjög jákvæð-
ar viðtökur varðandi sýningar-
möguleika og ákváðum að gera til-
raun með að rugla saman reitum
okkar og safngripa Náttúrufræði-
stofu,“ útskýrir Olga. „Við ætlum
meðal annars að sýna afrakstur
athugana okkar á dansi flóðhesta
en við dvöldum nýverið í vinnu-
stofu í Berlín og tókum upp heil-
mikið efni í dýragarðinum, eink-
um af flóðhestum og dansi þeirra
undir vatnsborðinu.“
Annað sameiginlegt verk þeirra
Olgu og Önnu á sýningunni bygg-
ist á „söng“ þorska en þar er
blandað saman hreyfimyndum,
myndskeiðum og ljósmyndum af
þorskinum. Verkið unnu þær upp
úr upptökum af hljóðum þorska
sem þær fengu frá Havforsknings-
instituttet í Bergen í Noregi.
Einnig verður á sýningunni inn-
setning þar sem safngripum er
raðað upp á nýjan hátt og hugsan-
leg framtíðarþróun lífríkis jarðar
er gefin í skyn.
Olga og Anna hafa unnið saman
áður þegar þær sýndu fyrir ári
verkið „Leiðangur“ á Hvamms-
tanga. „Það var í fyrsta sinn sem
við unnum verk í samstarfi. Verkið
„Leiðangur“ var vídeó-skúlptúr og
fjallaði um draumkennt ferðalag
tamins sels í einhverjum óræðum
og jafnvel ískyggilegum tilgangi.
Það samstarf gekk vel og því lang-
aði okkur að vinna fleiri verk
á svipaðan hátt,“ segir Olga að
lokum. Sýningin í Náttúrufræði-
stofunni verður opnuð laugardag-
inn 3. maí klukkan 14 og stendur
til júlíloka. - rat
Syngjandi þorskar og
dansandi flóðhestar
Listakonurnar Olga Bergmann og Anna Hallin setja verk sín upp innan um gripi
Nátturufræðistofu Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Tríó Romance verður í vorstemningu og gleði í
Salnum á Kópavogsdögum. Tríóið flytur meðal ann-
ars lög Sigfúsar Halldórssonar í nýrri útsetningu
Atla Heimis Sveinssonar.
Tónleikar tríósins, sem flautuleikararnir Guð-
rún Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikar-
inn Peter Máté skipa, verða á miðvikudaginn 7. maí
kl. 20. Á efnisskrá eru verk eftir Köhler, Doppler og
Franz Liszt, Fauré, Debussy og Ravel auk Sigfúsar.
Tónleikarnir eru hluti af fjölskrúðugri og vandaðri
tónleikaröð Salarins sem heitir Tíbrá, þar sem áheyr-
endur geta gengið að gæðunum vísum. Frá opnun
Salarins í janúar 1999 hafa verið haldnir hátt á þriðja
hundrað TÍBRÁR-tónleika og skipta flytjendur fleiri
hundruðum. Opnunartónleikar í TÍBRÁ eru ávallt
hinn 7. september, á afmælisdegi Sigfúsar Halldórs-
sonar, tónskálds og heiðursborgara Kópavogs.
Miðasala fer fram í Salnum og á netinu.
Sumarið komið yfir sæinn
Tríó Romance flytur lög Sigfúsar Halldórssonar í nýrri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar hinn 7. maí í Salnum.
PL 01 Svart PL 45 Silfur-
metallic
PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar -
metallic
Aluzink Kopar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700
www.funi.is – www.blikkas.is
Fr
um
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Litir í miklu úrvali
Það er engin ástæða til að horfa á heiminn
í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita