Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 16
16 24. maí 2008 LAUGARDAGUR Ár er liðið síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar settist að völdum. Við þau tímamót er spurt hvort stjórnin hafi staðið sig vel eða illa. Auðvitað er ekki sama hver er spurður. Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna eru til dæmis á einu máli um að ríkisstjórnin hafi staðið sig afar illa en formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að vel hafi tekist til þetta fyrsta ár. Þessar skoðanir eru bæði fyrirsjáanlegar og sjálf- sagðar. Ekki er sama magn og gæði í pólitík en hvað sem því líður hefur ríkisstjórnin lagt fram meira en 130 lagafrumvörp, nokkur þeirra býsna stór um viðamikil mál. Skólafrumvörp menntamálaráðherra og sjúkra- tryggingafrumvarp heilbrigðis- ráðherra eru af þeim toga. Setn- ing varnarmálalaga og tilheyrandi tilurð Varnarmálastofnunar með næstum eins og hálfs milljarðs króna árlegum fjárframlögum er líka stórt mál. En ríkisstjórnin hefur ekki bara verið dugleg við að leggja fram frumvörp, hún hefur líka verið dugleg við að ferðast. Ferðalögin eru 130 á þessu eina ári (jafnmörg frumvörpunum). Það eru meira en tíu ferðir á mann sé deilt niður á ráðherrana tólf en þeir hafa, jú, ferðast mis- mikið. Ekki kemur á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir ferðist minnst. Og eins og ríkisstjórna er hátt- ur hefur þessi verið iðin við að skipa nefndir. Þær skipta tugum. Margt ágætt hefur verið gert á þessu eina ári en í almennri og pólitískri umræðu falla öll góðu verkin í skuggann af því sem ekki hefur verið gert. Áköll um aðgerðir í efnahagsmálum hafa borist linnulaust úr öllum áttum síðustu mánuði. Enn geta ráð- herrarnir ekkert annað sagt en að unnið sé í málinu. Fylgismæling er ein stikan sem hægt er að setja á ríkisstjórnina. Kvikasilfrið hefur sigið niður á við. Samkvæmt Capacent hefur stuðningurinn við stjórnina fallið síðan hún var mynduð, úr 83 pró- sentum í 56 prósent í apríl. Í kosn- ingunum fyrir rúmu ári fengu stjórnarflokkarnir samanlagt 64 prósent atkvæða. Átta prósent eru stokkin frá borði. Það segir sína sögu. bjorn@frettabladid.is / sjá síður 30-31 Áköll um aðgerðir í lok fyrsta ársins „Mér finnst þessi ríkisstjórn, með sinn stóra meirihluta, hafa verið ótrúlega verklítil. Og ég held að það sé almannarómur að hún hefur reynst daufgerðari og seinni til allra verka en menn gátu búist við,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. „Frægast er það í tengslum við efnahagsástandið, hina löngu bið eftir góðum fréttum af hennar hálfu sem engar eru ennþá. Það er helst Seðlabankinn sem hefur aðeins vaknað til lífsins nú upp á síðkastið.“ Að sama skapi megi segja að ríkisstjórn- in hafi ekki aðhafst mikla hluti sem mikil ástæða sé til að ergja sig yfir. „Varhugaverðasta stefnubreyt- ingin er þó þessi mikla áhersla á Nató-væðingu og útgjöld til ýmiss konar hernaðarlegra hluta.“ Steingrímur segir snemma hafa borið á að ríkisstjórnin virtist ekki hafa hugsað fyrir því að meira þyrfti að gera en að ná völdum og nefnir handabakakennd vinnubrögð vegna mótvægisað- gerðanna síðastliðið sumar og haust sem dæmi. „Í vaxandi mæli hefur svo ósamstaða og ýmiss konar kritur gert vart við sig og hvalveiðarnar eru einstakt dæmi þar um. Svona tvíeðli ríkisstjórnar kann ekki góðri lukku að stýra.“ Steingrímur segir ríkisstjórnir vitaskuld háðar árferði, það hafi ekki verið gott að undanförnu og stjórnin súpi seyðið af hagstjórnarmistökum og óstjórn undanfarinna ára. „Hún hefur haft heilt ár til að bregðast við því allar þessar aðstæður voru meira og minna fyrirsjáanlegar. Þessi stjórn gerir ekki betur en að slefast í gegnum prófið með lægstu mögulegu einkunn.“ Ótrúlega verklítil ríkisstjórn STEINGRÍMUR J.SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina ekki gera betur en að slefast í gegnum prófið með lægstu mögulegu einkunn. „Ríkisstjórnin leit glæsilega út daginn sem hún tók við, prúðbúin og flott með mikinn þingmeirihluta og, að margir héldu, pólitískan metnað. En það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki og ég tel að fáum ríkisstjórnum hafi farnast jafnilla á sínu fyrsta ári sem ég man eftir á mínum pólitíska ferli eins og þessari,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Helsta ástæða þessa mats Guðna er að ríkisstjórnin hafi aldrei almennilega hafið störf. „Hún fór ekki að takast á við þau vandamál sem blöstu við. Það var alveg ljóst að á síðustu tveimur árum í minni ríkis- stjórn vorum við að glíma við of mikla þenslu og einhvern veginn var maður sannfærður um að ríkisstjórnin myndi byrja á að takast á við efnahagsvandann. Það gerði hún ekki.“ Né heldur hafi hún búið sig undir að takast á við vandamál vegna fjármálakreppu á heimsvísu sem þó hafi blasað við í haust. „Ég tel að í rauninni hafi ríkisstjórnin framið svik við skulduga Íslendinga því bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra sögðu að allir hlutir væru í lagi. Ekkert væri að óttast.“ Afleiðingarnar af þessu eru, að mati Guðna, þær að nú hriktir í stoðum samfé- lagsins. „Gjaldþrot og uppsagnir blasa við. Atvinnuleysi og verðhruni á eignum almennings er spáð. Og þess vegna er það nú svo að á ársafmælinu finnst mér að það sé slokknað á flestum kertunum sem loguðu skært þegar ríkisstjórnin tók við völdum með tiltölulega gott þjóðarbú. Ég held að áhyggjur sæki að mörgum og menn kvíði því sem er fram undan. Ekkert er verra fyrir þjóð en að eiga lélega ríkisstjórn þegar kreppa sækir að.“ Ekki tekið á efnahagsvanda GUÐNI ÁGÚSTSSON Formaður Framsóknarflokksins segir fáum ríkisstjórnum hafi farnast jafnilla á fyrsta árinu og þessari. „Það kemur mér verulega á óvart hversu ósamstiga ríkisstjórnarflokkarnir eru um margt. Þeir hafa tvær og stundum þrjár skoðanir á viðamiklum málum,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Þetta sést á Evrópumálunum, hvalveiðunum, Íbúða- lánasjóði, málefnum löggæslunnar á Keflavíkurflugvelli og ekki síst í efnahags- málunum. Þar segir Samfylkingin að allt sé hægt að leysa með aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evru en Sjálfstæðis- flokkurinn er á annarri skoðun.“ Guðjón segir þetta athyglisvert í ljósi þess hve stutt er liðið á kjörtímabilið. „Svo er ekki hægt að segja annað en að ríkisstjórnin hafi verið sofandi á verðinum varðandi efnahagsþróunina. Oft og margsinnis var bent á þetta, til dæmis í umræðum um fjárlögin í haust, en fjár- málaráðherra gerði ævinlega lítið úr viðvörunum. Það var í raun ekki fyrr en eftir áramót sem stjórnin viðurkenndi að eitthvað væri að.“ Guðjón óttast að niðursveiflan verði of djúp áður en ný skref til að efla atvinnulíf- ið verði upphugsuð. Því sé mikilvægt að ríkisstjórnin fari að vinna markvisst að því að stefna frá kreppunni. Hann leggur til að þorskveiðikvótinn verði aukinn um 50 þúsund tonn. „Með því er engin áhætta tekin en það myndi auka útflutningstekj- urnar og ekki veitir af, hvorki fyrir þjóðarbúið né útgerðina sem berst við gríðarlega hátt olíuverð sem líka kemur niður á byggðunum. Við erum á viðkvæmu stigi og ég óska ríkisstjórninni vissulega velfarnaðar en það gengur ekki vel ef uppi eru margar skoðanir á málunum.“ Ósamstiga ríkisstjórn GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Formaður Frjáls- lynda flokksins segir ríkisstjórnina hafa verið sofandi á verðinum varðandi efnahagsþróunina. ■ Endurskoðun landbúnaðarkerf- isins. ■ Athugun á reynslunni af afla- markskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. ■ Áætlun um að minnka óút- skýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu. ■ Endurskoðun á eftirlaunakjörum alþingismanna og ráðherra. ■ Efling forvarnarstarfs gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. ■ Aukinn stuðningur við fjölskyldur ungmenna í vanda vegna vímuefna. ■ Endurmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera. VERKIN SEM BÍÐA HÚN Á AFMÆLI Í DAG Börn af leikskólanum Tjarnarborg fengu köku í ráðherrabústaðnum í gær í tilefni þess að þá var ár liðið frá því Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde skrifuðu undir stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sumarferð til Berlínar Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði í fimm nætur, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 78.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 21.–26. ágúst Fararstjóri: Óttar Guðmundsson F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.