Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 24. maí 2008 5 Flugskóli Íslands er stærsti og öflugasti flugskóli landsins með 17 flugvélar, þyrlu og flughermi í rekstri og á næsta ári bætist B-757 flughermir í flotann. Skólinn býður upp á allt nám sem þarfnast til að flugmaður geti hafið störf hjá flugfélagi sem atvinnuflugmaður. Að auki sinnir skólinn tegundarþjálfunum og endurmenntun fyrir flugmenn innlendra og erlendra flugfélaga. WWW.FLUGSKOLI. IS FLUGSKÓLI LANDSINS STÆRSTI OG ÖFLUGASTI ÁHAFNASAMSTARF ÞYRLUNÁM TEGUNDARÁRITANIR Flugskól i Ís lands er hluti af og í e igu Tækniskólans, skóla atvinnul ífs ins Það hefur vakið athygli hjá Copenhagen Business School að stór hluti nemenda í fullu MBA-námi er Íslendingar. Skólinn er oftast nefndur CBS og eru þar mun fleiri Íslendingar en Danir í fullu MBA-námi. Námið er hugsað fyrir fólk með háskóla- menntun og um fimm til sjö ára starfsreynslu. „Við erum átta strákar sem erum að útskrifast en yfirleitt hafa verið tveir til þrír Íslendingar í þessum hópi en það hefur vakið mikla athygli hvað við erum margir núna,“ segir Einar Már Guðmundsson, sem stundar nú nám við skólann. „Það væri hægt að skrifa heila bók um upplifunina af þessu öllu. Má þar til dæmis nefna þá gremju sem við finnum fyrir frá sumum Dönum í garð Íslendinga en and- inn er svolítið þannig að enginn má vera öðrum fremri. Það var til dæmis mjög viðkvæmt þegar Baugur keypti Magasín og um daginn þegar ég var að sækja dóttur mína í skólann kom kennar- inn glottandi með forsíðuna á Børsen þar sem stóð að allt væri að fara til fjandans á Íslandi og það þótti mér dálítið magnað,“ segir Einar. Hann hefur orðið var við umræðu um að nú sé að koma í ljós að íslenska undrið hafi allt verið bóla sem sé að springa. Einar hefur þó líka margt gott um dvöl sína í Danmörku að segja og er hann afskaplega ánægður með námið. „Ég var framkvæmda- stjóri áður en ég kom hingað og mér fannst ég þurfa að bæta kunn- áttu mína í fjármálum og fleiru. Námið er sniðið að þeim þörfum. Það veitir almennan skilning á því að vera stjórnandi og það er verið að þjálfa stjórnendur í að verða betri í sínu starfi.“ Bakgrunnur nemenda er fjölbreyttur. Þó er gert ráð fyrir að þeir hafi nokk- urra ára reynslu af vinnumark- aðnum svo þeir hafi eitthvað fram að færa. „Náminu svipar til sam- bærilegs náms í Háskólanum í Reykjavík nema að það er tveggja ára nám hugsað með vinnu,“ útskýrir Einar en hann telur að þótt álagið í árslöngu MBA-námi sé mikið sé ekki síður erfitt að stunda svona nám með vinnu. Ástæðan fyrir að Íslendingar í náminu eru mun fleiri en Danir er að mati Einars einna helst sú að Danir eru almennt ekki tilbúnir að greiða nám sitt dýru verði. „Námið kostar tvær og hálfa milljón. Síðan kemur fólk alls staðar að úr heim- inum en það er stutt fyrir okkur Íslendinga að fara og fjölskyldu- vænt umhverfi,“ útskýrir Einar, sem flutti fjölskylduna með sér til Danmerkur. Það er alltaf mikil breyting að koma sér fyrir í nýju landi en Einar naut þar dýrmætrar aðstoðar. „Stór hluti Íslendinga sem flyst til Danmerkur hefur notið aðstoðar Sigrúnar Þormar sem er íslensk kona, búsett í Dan- mörku. Hún sérhæfir sig í að aðstoða Íslendinga við að koma sér fyrir.“ Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund manns vanti til starfa í Danmörku telur Einar að hann gæti átt erfitt með að finna starf.„Fyrirtækin gefa til kynna að þau vilji ráða útlendinga og benda okkur á að fara inn á heimasíður og sækja um en þær eru allar á dönsku og það þykir okkur bera vitni um að þeim er ekki full alvara. Við höfum heyrt margar sögur af því að útlending- ar eigi minni möguleika á störf- um,“ segir Einar og er það í raun ekki ólíkt því sem gerist á Íslandi. Á heildina litið eru Einar og félagar þó mjög ánægðir með námið og myndu ekki breyta neinu. hrefna@fretta- bladid.is Íslenska útrásin í CBS Einar Már flutti alla fjölskylduna með sér til Kaupmannahafnar og una þau þar hag sínum vel. Hann vill gjarnan prófa að starfa í Danmörku að námi loknu. Komin er út ný og betrumbætt útgáfa af Tölvuorðabókinni sem reynst hefur námsmönn- um og öðrum ómetanlegt verkfæri. Síðasta útgáfa Tölvuorðabókar- innar kom á markað 2003 og hefur nú verið verulega betrumbætt með 25.000 nýjum uppflettiorðum í hvort orðasafn, en sú stækkun jafnast á við meðalstóra orðabók. Tölvuorðabókin 2008 er í aðalat- riðum eins og hún hefur verið alla tíð; með margrómaða og þægilega hönnun, og allt útlit eins og not- endur hennar áður þekkja. Í nýju Tölvuorðabókinni er ensk- íslenska og íslensk-enska orðasafnið um 155.000 uppflettiorð. Tölvuorða- bókina er hægt að sækja beint af netinu, sem er í senn afar nútíma- legt og sparar fólki bæði tíma og fyrirhöfn. Það þarf engan disk lengur og hægt að sækja Tölvu- orðabókina inn á tölvu sína hvar sem er í heiminum og byrja að nota hana innan fimm mínútna, en tekið skal fram að ekki þarf netið til að nota Tölvuorðabókina eftir að hún hefur einu sinni verið sótt af netinu. Sjá nánar á www. ordabok.is. - þlg Tölvuorðabókin 2008 komin út Nám og störf verða leikur einn með hraðvirku, nútímalegu og ítarlegu orðasafni Tölvuorðabókarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.