Fréttablaðið - 24.05.2008, Page 36
[ ]Gjaldeyri þarf að hafa með þegar ferðast er um erlendis. Flestir nota kortin sín í útlöndum, en gott er að hafa lausafé í réttum gjaldeyri til að borga með í til dæmis lestar og strætó.
Misjafnt er hvaða áfangastaðir
eru vinsælastir fyrir útskriftar-
ferðir skólanna. Allir eiga þeir
það þó sameiginlegt að bjóða
upp á næga sól.
„Ródos og Costa del Sol eru lang-
vinsælustu áfangastaðirir fyrir
þessa hópa nú í ár,“ segir Þyri
Gunnarsdóttir hjá Heimsferðum.
Þetta er annað árið sem Heims-
ferðir bjóða útskriftarhópum upp á
ferðir til Ródos en Costa del Sol
hefur verið vinsæll áfangastaður í
áraraðir. „Í þessum ferðum vilja
margir fara til staða sem eru
kannski ekki alveg eins algengir,
Ródos hefur því alveg slegið í gegn
enda svolítið meira framandi en
samt staður þar sem ferðaþjónusta
er mjög þróuð,“ segir Þyri. Hún
segir framhaldsskólanema gera
meiri kröfur um gæði gististaða en
áður en samt sem áður þurfi ferð-
irnar að vera tiltölulega ódýrar.
Nemendur flestra framhalds-
skóla fara í útskriftarferðir og eins
færist í aukana að nemendur skelli
sér út í sólina við útskrift úr
háskóla.
Áslaug Gunnarsdóttir hjá Úrvali
Útsýn segir þessa tvo hópa ansi
ólíka. „Háskólahóparnir hafa meiri
áhuga á að fara til fjarlægra landa
og kynnast nýrri menningu. Þeir
eru duglegri við að fara í skoðunar-
ferðir og hafa kannski aðeins meiri
peninga milli handanna. Fram-
haldsskólanemendurnir hugsa hins
vegar fyrst og fremst um að kom-
ast í sólina og vilja að næturlífið sé
fjörugt, sem á svo sem líka við um
háskólanemana,“ segir Áslaug.
Hún segir ferðir til Mexíkó afar
vinsælar meðal háskólahópanna og
gjarnan sé komið við í einhverri
stórborg á leiðinni út, til dæmis
New York, til að gera enn meira úr
ferðinni. Meðal framhaldsskóla-
nemanna er Tyrkland hins vegar
vinsælast og í sumar býður Úrval
Útsýn upp á ferðir á nýjan áfanga-
stað í Tyrklandi, Antalya, sem ein-
ungis er í boði fyrir þessa hópa.
thorgunnur@frettabladid.is
Unga fólkið velur sólina
Háskólahóparnir fara gjarnan til
framandi slóða. Cancun í Mexíkó hefur
slegið í gegn.
Marmaris á Tyrklandi er vinsælasti
áfangastaðurinn hjá framhaldsskóla-
nemum á vegum Úrvals Útsýnar.
Gríska eyjan Ródos laðar til sín útskriftarnema sem sækja bæði í menninguna og
skemmtanalífið. NORDIC PHOTOS/GETTY
BÍLALEIGUBÍLAR
SUMARHÚS Í DANMÖRKU
Sumarhús
Útvegum sumarhús í
Danmörku af öllum stærðum
Fjölbreyttar upplýsingar á
www.fylkir.is
LALANDIA - Rødby
Lágmarksleiga 2 dagar.
LALANDIA - Billund
Nýtt frábært orlofshúsahverfi
rétt við Legoland.
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku.
Innifalið í verði;
ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
( Afgr.gjöld á flugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7
manna og minibus 9 manna og
rútur með eða án bílstjóra.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Montreal
Við stöndum upp úr
í nýjustu könnun Capacent
Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir
og 93% meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft... ...alla daga
Fí
to
n/
SÍ
A
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008.
49,72%
36,30%
69,94%
Fréttablaðið
24 stundir
M
orgunblaðið