Fréttablaðið - 24.05.2008, Page 40

Fréttablaðið - 24.05.2008, Page 40
 HEIMILISHALD MIKAEL MARINÓ RIVERA ● heimili&hönnun Klarínettuleikarinn Ármann Helga- son notar fingurna óspart en fyrir utan það að leika á hljóðfærið er hann handlaginn og hefur tekið húsið sitt að miklu leyti í gegn. „Ég hef verið með hamar í hendinni síðan ég man eftir mér og finnst gaman að hanna hluti í huganum og koma þeim í framkvæmd. Þetta hlýtur að vera einhver sköpunar- þrá,“ segir Ármann. Síðastliðið sumar setti hann upp nýja eldhúsinnréttingu og skar eik- arborðplötuna til. „Það er franskur Provence-stíll yfir þessu enda franskar hurðir,“ segir Ármann en innréttinguna, sem er dönsk, fékk hann í Eldaskálanum. „Ég nota þrjátíu gráðu horn mjög víða því húsið er frekar kantað. Þannig næ ég fram meiri mýkt og er borðplatan í kringum eldhúsva- skinn til dæmis þannig. Ég lagði líka parketið í stofunni og pallinn í kringum húsið í þrjátíu gráður til að brjóta upp þessa köntuðu fleti,“ segir Ármann en hann segist setja punkt við framkvæmdir á haustin. „Þá tekur vinnan við en þegar henni lýkur á vorin hefst ég aftur handa við framkvæmdir á heimilinu.“ Út um eldhúsgluggann má sjá brekku þakta páskaliljum og segir Ármann hana vekja upp enska nost- algíu. „Mér líður svolítið eins og að ég sé staddur einhvers staðar í Mið-Evrópu hér í eldhúsinu mínu í Garðabæ.“ Þó að Ármann búi í Garða bænum er hann Hafnfirðingur í húð og hár. „Ég sé yfir í fjörðinn héðan úr suður hlíðum Garðabæjar og hjóla yfir hraunið í vinnuna.“ Ármann, sem vinnur í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, mun einmitt taka virkan þátt í afmælishaldi í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar í næstu viku. Á fimmtudaginn klukkan 21 spilar hann klarínettukvintett Moz- arts með kammerhópnum Cammer- arctica í Fríkirkjunni í Hafnar- firði og á sunnudaginn klukkan hálf fimm verða hátíðartónleikar á Ás- völlum þar sem hann leikur einleik með Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. - ve Alltaf með hamar í hendi ● Ármanni Helgasyni finnst gaman að hanna hluti í huganum og koma þeim í framkvæmd. Hann hefur frá unga aldri haft ánægju af því að smíða og tók eldhúsið nýlega í gegn. Ármann setti upp nýja eldhúsinnréttingu í fyrrasumar en hann er kokkurinn á heimil- inu og finnst fátt jafn róandi og að elda góðan mat eftir annasaman dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR S núrur hafa gert margan góðan drenginn brjálaðan í gegnum tíð- ina. Snúrur sem fylgja heimilistækjum og tólum geta verið svo miklar að það er engan veginn hægt að fela þær. Eða svo héldu menn þangað til farið var að gera stór skörð í veggi og troða snúrunum þar inn og múra yfir og mála. Þannig var ekkert vesen á snúrunum og allir voru sáttir við Guð og menn. Snúrulaus heimili var alveg málið og fólk fór að skera göt í veggina úti um allt land eins og enginn væri morgundagurinn. Sjálfur er ég lítill aðdáandi snúra og í raun þoli ég þær ekki. Ég not- ast við gamla trikkið að þruma upp einhverju húsgagni fyrir snúruhrúg- una og þá er þannig séð laus við að horfa á einhverja risastóra flækju. Tækninni fleytir fram á hverjum degi og sífellt verða fleiri tæki þráðlaus eins og kall- að er. Þegar fyrsti þráðlausi heimilissíminn kom á sjónarsviðið á Íslandi fagnaði ein hús- móðir í Vesturbænum svo mikið að hún var lögð inn á spítala í fjórar vikur til aðhlynning- ar. Eftir það hafa til dæmis tölvur orðið þráð- lausar og það breyttu miklu fyrir marga. Snúrulaus tæki eru vel þegin á íslensk heimili og enginn afþakkar slíkt. Ekkert er verra en þegar snúrur taka sig saman, til dæmis fyrir aftan sjónvarpið, og flækjast hver í annarri þannig að úr verður svo mikil flækja að maður getur ekki annað en blótað og fórnað höndum. Merki- legast er hvernig snúrur enda alltaf með því að flækjast. Eru þær lif- andi? Eða er einhver maður úti í bæ sem laumast inn á heimili fólks á nóttunni og flækir snúrur saman? Það er alveg sama hvað maður gerir, snúrurnar enda alltaf í flækju. Maður hefur reynt að nota límband og aðskilja snúrurnar en það dugar kannski í tvo daga áður en allt er komið í rugl. Ég hef fyrir löngu gefist upp í þessari baráttu og það fyrir löngu og bíð því bara spenntur eftir því að öll heimilistæki verði þráðlaus. Hugsið ykkur ef allt væri þráðlaust á heimilinu, það myndi breyta svo miklu. Fullt af fólki myndi hætta að kaupa sér húsgögn með það í huga að fela snúrur. Hægt væri að hafa allt eins og manni sýndist og maður þyrfti ekki lengur að blóta þegar kíkt væri bak við sjónvarpsskenkinn. Öll fæddumst við með einhvers konar snúru fasta í maganum á okkur og sú snúra var klippt og við fengum frelsi. Hvernig væri að frelsa öll tækin og tólin sem eru með snúrum. Mergur málsins er hreinlega sá að ég trúi og treysti á tækni- framfarir. Gemsinn var snilld og hægt að blaðra í hann hvar sem er. Þetta frelsi vil ég upplifa með önnur tæki og hefði sko ekkert á móti því að geta tekið snúrulausu þvottvélina með í útileiguna og hent í nokkrar vélar á meðan ég grilla pylsur. Ég hvet nú verkfræðinga og uppfinning- a menn til dáða og bíð spenntur eftir snúrulausum tækjum. Bölvaðar snúrurnar Merkilegast er hvernig snúrur enda alltaf með því að flækjast. Eru þær lifandi? Eða er einhver maður úti í bæ sem laumast inn á heimili fólks á nóttinni og flækir snúrur saman? ● ANDSVAR VIÐ EINFALDLEIKANUM Á tímum þar sem einfaldleikinn virðist tröllríða allri hönnun er gaman að vita til þess að rómantíkin er ekki alveg dauð. Fyrirtækið The French Bedroom Company sérhæfir sig í glæsilegum frönskum hús- gögnum. Langi mann í gullbryddaðar mublur í barokkstíl er heimasíðan www.frenchbedroomcompany.co.uk góður staður til að hefja leitina. ● Forsíðumynd: tók Valgarður Gíslason á heimili Margrétar Guðnadóttur. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámunda- son s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíf fylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is 24. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.