Fréttablaðið - 24.05.2008, Side 42

Fréttablaðið - 24.05.2008, Side 42
Samverustund á svölunum ● Sumarið er gengið í garð og ekki seinna vænna að drífa sig út á pall eða svalir. Morgunverður á svölunum í morgunsól er byrjun á góðum degi og eins er gott að tilla sér út að vinnudegi loknum. 1. Vörn gegn flugum. Flugurnar eru sólgnar í sætindi líkt og við. Sommar-kökuhjálmar frá Ikea eru ómissandi þegar kræsingarnar eru bornar fram úti á svölum. Þeir kosta 395 krónur stykkið. 2. Allt í blóma. Blóm gera umhverfið hlý- legra. Þessir sætu blómapottar fást þrír saman í pakka með stóru fati í Ormsson. Blómin kosta 490 krónur stykkið og pottarnir eru á 1.990 krónur. 3. Rómantískt. Þessi fallega lukt fæst í Ormsson í Smáralind. Hana má hengja upp eða láta standa á borði. Luktin kostar 2.290 krónur. 4. Hlýtt og notalegt. Gott er að hafa teppi við höndina til að vefja um sig. Þetta fallega teppi fæst í Ormsson, Smáralind og kostar 6.590 krónur. 5. Einnota. Stundum er í lagi að nenna ekki að vaska upp eftir góða máltíð á svölunum eða á pallinum. Í Söstrene Grene fæst mikið úrval af pappadiskum og servíettum í stíl. 1 3 2 4 5 24. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.