Fréttablaðið - 24.05.2008, Page 66

Fréttablaðið - 24.05.2008, Page 66
38 24. maí 2008 LAUGARDAGUR G ríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar serbnesku kynnarnir drógu Ísland upp úr fjórða umslaginu. Baksviðs faðmaði fólk hvað annað og Íslending- arnir í stúkunni æptu af gleði. Gríðar- leg vinna og undirbúningur hafði skil- að árangri: Ísland var loksins komið í sjálft úrslitakvöldið, í fyrsta skipti síðan 2004. Rólegt var yfir íslenska hópnum fyrir keppnina á leiðinni upp í höll. Friðrik og Regína sátu fremst hvort sínum megin, á undan keyrði blár Skóda með íslenska fánann blaktandi á þaki bílsins og blátt blikk- ljós. Einhver fór að syngja þjóðsönginn og rútan tók undir, þetta var hátíðleg stund, sumir fengu kökk í hálsinn. Þegar beygt var inn á bílastæðið við höllina brast á með Einu lagi enn. Á sviðinu small allt saman í fullkomnum flutningi. Tæknin sem hafði aðeins verið að stríða okkur í æfingarennslunum gekk nú algjörlega upp. Þegar ljóst var að Ísland færi áfram varð að hafa snör hand- tök að koma Friðriki og Regínu upp í fjölmiðlahöll, þangað sem er um 10 mínútna akstur frá keppnishöll- inni. Þar voru staflar af fjölmiðlafólki sem beið þess að spyrja keppendurna út úr. Á leiðinni upp á lang- borðið náði ég að stöðva Eurobandið í augnablik. „Okkur líður æðislega, þetta er alveg ólýsanleg til- finning,“ sagði Regína og geislaði af hamingju. Hvernig á að fagna þessu, Friðrik? „Maður fær sér nú bara einn bjór.“ Á Píanóbarnum á Continental-hótelinu, sem orðin er hálfgerð félagsmiðstöð íslenska hópsins, beið fólk í sigurvímu eftir stjörnunum. Örlygur Smári, höf- undur lagsins, var að vonum glaður. „Atriðinu verður ekkert breytt og það má heldur engu breyta. Og til hvers að laga eitthvað ef það er ekki bilað?“ Euronördið og sérstakur aðdáandi Íslands í keppn- inni, Bretinn Peter Fenning, var í skýjunum. „Loks- ins loksins,“ sagði hann. „Mér líst mjög vel á að Ísland sé númer ellefu í röðinni. Lagið er á eftir pólska lag- inu, sem er ballaða, og það er yfirleitt mjög sterkt að vera með kraftmikið lag á eftir rólegu lagi.“ Peter samdi enska textann við lagið hans Eiríks Hauks í fyrra og hjálpaði Páli Óskari við enska textann í ár. „Ísland er eina smáþjóðin sem er eftir í Eurovision í ár. Það segir sitt um gæði lagsins og flytjendanna.“ Nú beindust allra augu að innganginum því Frið- rik og Regína voru mætt. Enn á ný brunnu flassljós- in, rembingskossar og faðmlög og kampavínsglösin flugu á loft þegar Íslendingarnir fögnuðu hetjum sínum. Friðrik áritaði merkilegan íslenskan fána sem Peter Fenning dró upp úr pússi sínu. „Okkur var gefinn þessi fáni af íslenska konsúlnum í Ísrael 1999 og allir íslensku keppendurnir hafa skrifað nafnið sitt á hann,“ sagði Peter. „Allir nema Silvía Nótt því við náðum aldrei til hennar. En einn daginn mun ég banka upp á hjá Ágústu Evu og fá hana til að skrifa á hann.“ En það var ekki til setunnar boðið. Bælið kallaði enda var mæting í smink upp á herbergi 701 í hádeg- inu daginn eftir. Ævintýrið er bara hálfnað. Í gær voru tvö búninga- rennsli og það síðasta er í dag. Það er hörku púl að taka þátt í Eurovision. „Við getum alveg haldið Eur- ovision ef til þess kemur,“ segir Jónatan Garðarsson, fyrirliðinn hjá RÚV. „Það er alveg búið að hugsa út í hvernig það verður leyst.“ Þarf ekki að laga það sem er ekki bilað Dr. Gunni fylgdist með stemningunni í Belgrad þegar Eurobandið komst í úrslit Eurovision. ÍSLENSKU ÁHORFENDURNIR voru kannski ekki margir en það kom ekki að sök. FAGNAÐARFUNDIR þegar Regína og Friðrik komu á Píanóbarinn á Continental-hótel- inu þar sem íslensku áhangendurnir biðu þeirra. LUKKUDÝR EUROBANDSINS Tveir bleikir bangsar fylgja þeim á sigurbraut. ÞREYTT EN ÁNÆGÐ Fyrsta lota yfirstaðin og sú næsta fram undan. FRETTABLAÐIÐ / GVA SPJALLAÐ VIÐ BLAÐAMENN Friðrik Ómar og Regína Ósk í viðtali.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.