Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 75
LAUGARDAGUR 24. maí 2008 47
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra hefur að til-
lögu húsafriðunarnefndar tilkynnt
um friðun sjö húsa. Nær friðunin til
ytra byrðis þeirra. Öll eru húsin
byggð á síðustu öld. Elst húsanna er
Franski spítalinn sem reistur var
1902 og var þá eitt myndarlegasta
hús í Reykjavík og stóð austan við
fiskreitanna umhverfis Kveldúlfs-
húsin og er núna á Lindargötu.
Húsið man tímana tvenna, var reist
sem sjúkrahús fyrir franska fiski-
skipaflotann við Ísland, hefur hýst
skóla, síðast Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. Það er ásamt nokkr-
um húsum embættismanna eitt
glæsilegasta húsið í Skuggahverfi
og furðulegt að það skuli ekki friðað
fyrir löngu.
Næstelst húsanna friðuðu er hin
mikla bygging sem Gunnar Gunn-
arsson skáld reisti á héraði, Skriðu-
klaustur, með miklum erfiðleikum í
efnisaðdráttum á árunum 1938-1939
og teiknað var af þýska arkitektin-
um Fritz Höger sem var virtur arki-
tekt í sínu heimalandi á árunum
fyrir stríð: „Íbúðarhúsið að Skriðu-
klaustri er sérstætt með mikið list-
rænt og menningarsögulegt gildi og
var heimili Gunnars Gunnarssonar
skálds á árunum 1939-48,“ segir á
vef ráðuneytisins.
Nokkru yngri er Sjómannaskól-
inn við Háteigsveg en hann var
byggður á árunum 1942-45. Það sem
meðal annars gerir bygginguna
óvenjulega er að innsiglingarviti
Reykjavíkurhafnar er felldur inn í
form hússins sem turn. Hann var
teiknaður af arkitektunum Sigurði
Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni
og hýsir nú Tækniskóla Íslands.
Tvö íbúðarhús arkitekta eru frið-
uð að ytra byrði enda bæði sérlega
vel heppnaðar byggingar og dæmi-
gerðar fyrir höfunda sína: Tómas-
arhagi 31, sem Gísli Halldórsson
teiknaði og bjó í lengi. Það var reist
á árunum 1953-54 og er talið eitt
merkasta verk Gísla í listrænu til-
liti. Þá eru Sólheimar 5 friðaðir en
það reisti Gunnar Hansson húsa-
teiknari á árunum 1957-59. Þykir
húsið gott dæmi um byggingarlist
hans og hefur upphafleg hönnun
hússins varðveist að utan sem innan
án breytinga.
Dyngjuvegur 8, Gunnarshús,
heimili Gunnars Gunnarssonar rit-
höfundar og fjölskyldu hans, reist
árið 1950 þegar Gunnar flutti frá
Skriðuklaustri var ekki síður vand-
að en óðalsgarður hans eystra.
Húsið var teiknað af Hannesi Kr.
Davíðssyni.
Yngst húsanna sem friður verður
nú um ytra byrði á er Menntaskól-
inn v/Hamrahlíð, sem byggður var
árið 1966 og teiknaður af Skarp-
héðni Jóhannssyni arkitekt. Með
þessari friðun er ráðherra og húsa-
friðunarnefnd að stíga skref til frið-
unar yngri bygginga í ljósi þess að
nú aukast þær raddir að styrk sem
vilja sjá breytingar á lögum um
húsafriðun sem verndi byggingar
yngri en þær sem reistar voru fyrir
1918. - pbb
Sjö hús friðuð
HÚSAVERND Stórbýlið á Klaustri sem
Gunnar Gunnarsson reisti en yfirgaf eftir
stríð og er nú í eigu ríkisins.
MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Í vetur hefur Mannfræðifélag
Íslands staðið fyrir fyrirlestraröð
undir yfirskriftinni „Frásögn, túlk-
un, tengsl“ og hyggst nú loka vetrar-
dagskránni sinni með pallborðsum-
ræðum þar sem tekið verður
sérstaklega fyrir viðfangsefnið
sjónræn mannfræði sem er ein af
hliðargreinum mannfræðinnar.
Lokahnykkurinn tengist alþjóðlegri
ráðstefnu um það efni og ráðstefnu
sem haldin verður á Ísafirði dagana
29. maí - 1. júní. NAFA – Nordic
Anthropological Film Association –
eða Norræn samtök um mannfræði-
legar kvikmyndir stendur fyrir ráð-
stefnuhaldinu vestra. Það
ber heitið Hvað er sjónræn mann-
fræði? – Frásögn, túlkun, tengsl.
Fundurinn í Norræna húsinu í dag
hefst kl. 11 og stendur í þrjár
klukkustundir: þar verður kynnt
sjónræn mannfræði og hópur fræði-
manna sem unnið hefur unnan þess
geira mun skiptast á skoðunum um
efnið. Kvikmyndir eru meðal þeirra
verkfæra sem sjónræn mannfræði
notast við, en eru einnig vettvangur
mannfræðilegra rannsókna. Er
umræðunum í dag ætlað að gefa
innsýn í fjölbreytileika þeirra við-
fangsefna sem sjónræn mannfræði
fæst við. Stutt erindi flytja mann-
fræðingarnir Gísli Sveinn Loftsson,
Katrín Anna Lund, Sigurjón Baldur
Hafsteinsson, Tinna Grétarsdóttir
og Þórunn Hafstað. Kristinn Schram
þjóðfræðingur stýrir pallborðsum-
ræðum að loknum erindunum.
Gísli Sveinn Loftsson var á árum
áður kunnur fyrir afskipti sín að
skemmtanahaldi í Reykjavík. Hann
brautskráðist frá mannfræðiskor
Háskóla Íslands, 2000. Hann lagði
stund á sjónræna mannfræði við
University of Oxford, ISCA og lauk
meistaraprófi í Visual Anthropol-
ogy frá Wolfson College, 2005.
Erindi Gísla mun fjalla um gildi
ljósmyndar sem heimildar frá
ýmsum hliðum.
Katrín Anna Lund er mannfræð-
ingur og lektor í land-og ferðamála-
fræðiskor Háskóla Íslands. Hún
skoðar hvernig frásagnir birtast í
ljósmyndum í tengslum við athöfn-
ina að ganga.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er
doktor í mannfræði frá Temple Uni-
versity í Bandaríkjunum og stunda-
kennari við Háskóla Íslands. Í erind-
inu sem Sigurjón nefnir Hræðsla
verður gerð tilraun til að lýsa hvern-
ig hægt er að hugsa sér kvikmynda-
gerð og kvikmyndasýningar sem
rannsóknartæki og rannsóknarmiðl-
un í mannfræðilegum rannsóknum.
Tinna Grétarsdóttir er doktors-
nemi í sjónrænni mannfræði við
Temple University í Bandaríkjun-
um og stundakennari við Háskóla
Íslands. Með tilliti til yfirskriftar
fundarins „Frásögn, túlkun, tengsl,“
fjallar erindi hennar um ávinning
þess fyrir mannfræðina að eiga í
samræðum við samtímalist.
Þórunn Hafstað útskrifaðist með
M.A. í sjónrænni mannfræði frá
Goldsmiths University of London
árið 2007. Hún ritstýrir sjónritinu
Rafskinnu og rekur bókverkabúð-
ina Útúrdúr á Njálsgötu. Í erindi
sínu fjallar Þórunn um mannfræði
arkítektúrs út frá meistaraverkefni
sínu.
Þann 29. maí - 1. júní næstkom-
andi heldur NAFA, (Nordic Anth-
ropological Film Association), Safn
Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og
Háskólasetur Vestfjarða Sumarhá-
skóla Hrafnseyrar í formi alþjóð-
legrar heimildamyndahátíðar og
ráðstefnu undir nafninu “Breaking
the barriers” eða ,,Hindranir burt” í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Hátíð-
in/ráðstefnan er haldin í samvinnu
við Edinborgarhúsið, félagið Rætur
á Ísafirði, Mannfræðideild Háskóla
Íslands og Mannfræðifélag Íslands.
Nánar verður fjallað um hátíðina
hér á síðunni í komandi viku en þeir
sem vilja kynna sér dagskrána geta
kynnt sér dagskrá og þátttöku á
vefnum www.hrafnseyri.is.
pbb@frettabladid.is
Sjónræn mannfræði
SJÓNRÆN MANNFRÆÐI Fréttamynd frá
haustinu 2003 sem sýnir slátrun á spen-
dýrum til manneldis. Í Norræna húsinu
í dag er athuygli beint að heimildum í
mynd um atferli mannsins og viðfangsefni
mannfræðinnar
Tónleikahrinu erlendra listamanna
er ekki lokið: John Fogerty, Wayne
Shorter og Bob Dylan eru á
ferðinni þessa daga, en hingað
koma líka listamenn og leggjast á
árar með innlendum kröftum: á
sunnudagskvöld verða stórir
gospeltónleikar í Fíladelfíu, kirkju
Hvítasunnusafnaðarins við
Laugaveg, og hefjast kl. 20 um
kvöldið. Þar verður á sviði
sameinaður kór Gospelkór
Reykjavíkur og Gospelkór
Fíladelfíu og verður því 40 manna
kór á sviði. Undirleik annast
hljómsveit sem er að kjarna
Mezzoforte-liðið auk aukahljóð-
færaleikara.
Sérstakir gestir verða gospel-
kóngurinn Andrae Crouch og Carol
Dennis-Dylan. Crouch er þekktasta
nafn gospel-geirans og hefur verið að síðan um
1960 og unnið til margra Grammy-verðlauna. Hann
hefur haft hvað mest áhrif allra
manna á gospel-tónlist samtímans og
er mjög virtur fyrir bragðið. Margar
stórstjörnurnar hafa sótt í hans
krafta þegar gera á eitthvað með
gospel-ívafi. Meðal þeirra má nefna
Michael Jackson, Madonnu, Elton
John, Quincy Jones og Hans Zimmer.
Með Andrae í för er gospelsöngkon-
an Carol Dennis-Dylan, fyrrverandi
eiginkona Bob Dylans og barnsmóðir
frá þeim árum sem Dylan lagðist í
gospel eins og fram kom á nokkrum
diskum hans. Carol hefur áður komið
hingað til lands en þau Andrae komu
hingað fyrir 11 árum þegar þau héldu
tónleika fyrir troðfullu húsi í Broad-
way. Stjórnandi tónleikanna er Óskar
Einarsson og verða þeir haldnir í
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu sem
fyrr segir og verða ekki endurteknir.
Miðasala er á www.hljomur.is og við innganginn ef
einhverjir verða eftir.
Stórtónleikar í Fíladelfíu
TÓNLIST Andrea Crouch
Lyf skipta sköpum!
„Heilbrigð efri ár -
mikilvægt hagsmunamál!“
„Miklar breytingar hafa átt sér stað á almennri lýðheilsu Íslendinga síðustu
áratugi. Ber þá ekki síst að þakka eftirliti með hjarta- og æðasjúkdómum,
m.a. með mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu og viðeigandi með-
ferðarúrræðum. Aukin þekking, almenn heilsuefling og það að fylgst er
mun fyrr með almennu heilsufari fólks, hefur leitt til þess að hægt hefur
verið að koma í veg fyrir eða seinka ýmsum alvarlegum áföllum.
Slíkar forvarnir stuðla ekki einungis að auknu heilbrigði á efri árum
heldur einnig meiri lífsgæðum. Meiri þekking, árvekni og fjölbreytilegar
meðferðarlausnir gera okkur því kleift að horfa björtum augum til langrar
framtíðar án óþarfa kvilla og verkja.“
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n