Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 11

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 11 UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðar- dóttir skrifar um Dag barnsins Sunnudaginn 25. maí verður dagur barns- ins haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Það er sannfær- ing mín að beina þurfi sjónum í auknum mæli að börnum og ungmennum þegar unnið er að jafnréttismálum. Í tengslum við dag barnsins er mjög ánægjulegt að geta kynnt mikilvægt og þarft verkefni sem snýr að jafnrétti í skólum. Fimmtudaginn 22. maí undirritaði ég samkomulag við fjögur sveitarfélög um þróunar- verkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Jafnréttisfræðsla í skólum Í nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem tóku gildi 6. mars 2008 er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélag- inu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Jafnréttisfræðsla í skólum er mikilvægt verkefni í jafnréttis- baráttunni. Rannsóknir benda til þess að kynjaskiptur vinnumark- aður sé hindrun í vegi fyrir jafnri stöðu karla og kvenna. Kynbund- ið náms- og starfsval ýtir undir launamisrétti og lakari stöðu kvenna. Vinnumarkaðurinn ber enn merki kynjaskiptingar og staðalímynda um „náttúrulegan“ starfsvettvang karla og kvenna. Sterk kynjaskipting innan fags eða atvinnugreina kemur í veg fyrir að jafnrétti ríki milli karla og kvenna á vinnustað. Þá er umhugsunarefni að í könnun sem nýlega var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna á aldrinum 18 til 23 ára kom í ljós að í átta af tíu tilfellum reikna karlar með hærri launum fyrir tiltekin störf en konur. Með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tæki- færi til að taka sínar eigin ákvarðanir varðandi framtíð sína. Jafnframt styður fræðsla í jafn réttismálum við málaflokk- inn þegar litið er til framtíðar. Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Meginmarkmið verkefnisins er helst að efla jafnréttisfræðslu, samþætta kynjasjónarmið í kennslu og auka samvinnu milli sveitarfélaga um jafnréttismál á sviði skólamála. Einnig er stefnt að aukinni samvinnu innan sveitar félaga um jafnréttismál almennt og meira upplýsinga- flæði um jafnréttisfræðslu. Mik- ilvægt er að búa til vettvang fyrir þá sem miðlað geta af reynslu sinni. Félags- og tryggingamálaráðu- neytið, Jafnréttisstofa, Reykja- víkurborg, Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um félags- og þróunarverkefni sem miðar að því að því að auka og efla jafn- réttis- og kynjasjónarmið í leik- skólum og grunnskólum. Álfta- nes hefur óskað eftir að fá að gerast þáttakandi. Menntamála- ráðuneytið og Jafnréttisráð hafa komið að verkefninu auk þess sem Samtök atvinnulífsins, Þróunar sjóður grunnskóla, Landsvirkjun, Glitnir og Spari- sjóður Norðlendinga hafa stutt verkefnið fjárhagslega. Uppbygging verkefnisins Verkefnið Jafnrétti í skólum er tvíþætt. Annars vegar að hanna og halda úti vefsíðu þar sem upplýs- ingar um jafnréttisfræðslu verða aðgengilegar, auk upplýsinga um verkefni sem nota má í skóla- starfi. Hins vegar að leikskólar og grunnskólar sinni tilraunaverk- efnum á sviði jafnréttismála og að nota vefsíðuna til kynningar á þeim. Vefsíðan á að vera aðgengi- legur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa og foreldra til að fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi. Sveitarfélögin sem taka þátt hafa tilnefnt leikskóla og grunnskóla sem tilraunaskóla í sínu sveitarfélagi og eru skól- arnir farnir að huga að tilraunaverkefnum sem unnin verða næsta skólaár. Vorið 2009 þegar tilraunaverkefnunum lýkur verða væntanlega til verkefni og fræðsluefni sem nýst geta í jafn- réttisfræðslu í íslenskum skólum. Verkefnisstjóri hefur verið ráð- inn til eins árs með aðsetur á Jafn- réttisstofu og er hann tengiliður við tilraunaskólana og hefur umsjón með vefsíðu verkefnis- ins. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, leiðir faghóp sem í sæti eiga fulltrúar frá Félagi leikskólakenn- ara, Félagi grunnskólakennara og Félagi náms- og starfsráðgjafa. Faghópurinn mun veita tilrauna- skólum, stýrihópi, verkefnisstjóra og öðrum sem að verkefninu koma faglegan stuðning og ráðleggingar. Viðræður eru í gangi um mat á verkefninu og heimasíða er í vinnslu sem opnuð verður í upp- hafi næsta skólaárs. Þar til heima- síðan verður opnuð er hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Jafnréttisstofu, Jöfn framtíð fyrir stráka og stelpur og á heimasíðu félags- og trygginga- málaráðuneytisins http://jafnretti. felagsmalaraduneyti.is. Mikilvægt að efla jafnréttisfræðslu í skólum Rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum til jafnréttis í grunn- skólum landsins á undanförnum árum sýna að brýn þörf er á að efla jafnréttisvitund ungmenna. Brýnt er að hafa í huga að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ég er sannfærð um að þróunar verkefnið „Jafnrétti í skólum“ mun verða mikil lyfti- stöng fyrir mikilvæga fræðslu til ungmenna um jafnréttismálin. Það er sérstaklega ánægjulegt hve gott samstarf margra aðila hefur tekist um verkefnið. Fram undan eru áhugaverðir tímar hvað varðar jafnrétti í skólum. Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Þá er umhugsunarefni að í könnun sem nýlega var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna á aldrinum 18 til 23 ára kom í ljós að í átta af tíu tilfellum reikna karlar með hærri laun- um fyrir tiltekin störf en konur. Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HEIMSMEISTARAR Í GERVIGREIND KOMA ÚR TÖLVUNARFRÆÐIDEILD HR Gervigreind er eitt mest spennandi viðfangsefni tölvunarfræði og hafa nemendur og kennarar Háskólans í Reykjavík náð miklum árangri á því sviði á undanförnum árum. Lið Háskólans í Reykjavík sigraði til að mynda í heimsmeistarakeppninni í gervigreind í fyrra, en keppnin er haldin að frumkvæði Stanford-háskólans í Bandaríkjunum. Keppt er í því hversu vel gervigreindarhugbúnaður stendur sig í leikjum þar sem honum eru aðeins kenndar grunnleikreglurnar. Hugbúnaðurinn þarf að læra leikinn að öðru leyti og finna sjálfur aðferð til að sigra andstæðing sinn. Alhliða leikjaforrit Háskólans í Reykjavík reyndist ofjarl allra annarra forrita og stóð uppi sem heimsmeistari. Framtíðin er HR. Kerfisfræði Tölvunarfræði (BSc & MSc) Hugbúnaðarverkfræði (BSc & MSc) Stærðfræði (BSc) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.