Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 11 UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðar- dóttir skrifar um Dag barnsins Sunnudaginn 25. maí verður dagur barns- ins haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Það er sannfær- ing mín að beina þurfi sjónum í auknum mæli að börnum og ungmennum þegar unnið er að jafnréttismálum. Í tengslum við dag barnsins er mjög ánægjulegt að geta kynnt mikilvægt og þarft verkefni sem snýr að jafnrétti í skólum. Fimmtudaginn 22. maí undirritaði ég samkomulag við fjögur sveitarfélög um þróunar- verkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Jafnréttisfræðsla í skólum Í nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem tóku gildi 6. mars 2008 er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélag- inu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Jafnréttisfræðsla í skólum er mikilvægt verkefni í jafnréttis- baráttunni. Rannsóknir benda til þess að kynjaskiptur vinnumark- aður sé hindrun í vegi fyrir jafnri stöðu karla og kvenna. Kynbund- ið náms- og starfsval ýtir undir launamisrétti og lakari stöðu kvenna. Vinnumarkaðurinn ber enn merki kynjaskiptingar og staðalímynda um „náttúrulegan“ starfsvettvang karla og kvenna. Sterk kynjaskipting innan fags eða atvinnugreina kemur í veg fyrir að jafnrétti ríki milli karla og kvenna á vinnustað. Þá er umhugsunarefni að í könnun sem nýlega var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna á aldrinum 18 til 23 ára kom í ljós að í átta af tíu tilfellum reikna karlar með hærri launum fyrir tiltekin störf en konur. Með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tæki- færi til að taka sínar eigin ákvarðanir varðandi framtíð sína. Jafnframt styður fræðsla í jafn réttismálum við málaflokk- inn þegar litið er til framtíðar. Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Meginmarkmið verkefnisins er helst að efla jafnréttisfræðslu, samþætta kynjasjónarmið í kennslu og auka samvinnu milli sveitarfélaga um jafnréttismál á sviði skólamála. Einnig er stefnt að aukinni samvinnu innan sveitar félaga um jafnréttismál almennt og meira upplýsinga- flæði um jafnréttisfræðslu. Mik- ilvægt er að búa til vettvang fyrir þá sem miðlað geta af reynslu sinni. Félags- og tryggingamálaráðu- neytið, Jafnréttisstofa, Reykja- víkurborg, Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um félags- og þróunarverkefni sem miðar að því að því að auka og efla jafn- réttis- og kynjasjónarmið í leik- skólum og grunnskólum. Álfta- nes hefur óskað eftir að fá að gerast þáttakandi. Menntamála- ráðuneytið og Jafnréttisráð hafa komið að verkefninu auk þess sem Samtök atvinnulífsins, Þróunar sjóður grunnskóla, Landsvirkjun, Glitnir og Spari- sjóður Norðlendinga hafa stutt verkefnið fjárhagslega. Uppbygging verkefnisins Verkefnið Jafnrétti í skólum er tvíþætt. Annars vegar að hanna og halda úti vefsíðu þar sem upplýs- ingar um jafnréttisfræðslu verða aðgengilegar, auk upplýsinga um verkefni sem nota má í skóla- starfi. Hins vegar að leikskólar og grunnskólar sinni tilraunaverk- efnum á sviði jafnréttismála og að nota vefsíðuna til kynningar á þeim. Vefsíðan á að vera aðgengi- legur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa og foreldra til að fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi. Sveitarfélögin sem taka þátt hafa tilnefnt leikskóla og grunnskóla sem tilraunaskóla í sínu sveitarfélagi og eru skól- arnir farnir að huga að tilraunaverkefnum sem unnin verða næsta skólaár. Vorið 2009 þegar tilraunaverkefnunum lýkur verða væntanlega til verkefni og fræðsluefni sem nýst geta í jafn- réttisfræðslu í íslenskum skólum. Verkefnisstjóri hefur verið ráð- inn til eins árs með aðsetur á Jafn- réttisstofu og er hann tengiliður við tilraunaskólana og hefur umsjón með vefsíðu verkefnis- ins. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, leiðir faghóp sem í sæti eiga fulltrúar frá Félagi leikskólakenn- ara, Félagi grunnskólakennara og Félagi náms- og starfsráðgjafa. Faghópurinn mun veita tilrauna- skólum, stýrihópi, verkefnisstjóra og öðrum sem að verkefninu koma faglegan stuðning og ráðleggingar. Viðræður eru í gangi um mat á verkefninu og heimasíða er í vinnslu sem opnuð verður í upp- hafi næsta skólaárs. Þar til heima- síðan verður opnuð er hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Jafnréttisstofu, Jöfn framtíð fyrir stráka og stelpur og á heimasíðu félags- og trygginga- málaráðuneytisins http://jafnretti. felagsmalaraduneyti.is. Mikilvægt að efla jafnréttisfræðslu í skólum Rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum til jafnréttis í grunn- skólum landsins á undanförnum árum sýna að brýn þörf er á að efla jafnréttisvitund ungmenna. Brýnt er að hafa í huga að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ég er sannfærð um að þróunar verkefnið „Jafnrétti í skólum“ mun verða mikil lyfti- stöng fyrir mikilvæga fræðslu til ungmenna um jafnréttismálin. Það er sérstaklega ánægjulegt hve gott samstarf margra aðila hefur tekist um verkefnið. Fram undan eru áhugaverðir tímar hvað varðar jafnrétti í skólum. Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Þá er umhugsunarefni að í könnun sem nýlega var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna á aldrinum 18 til 23 ára kom í ljós að í átta af tíu tilfellum reikna karlar með hærri laun- um fyrir tiltekin störf en konur. Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HEIMSMEISTARAR Í GERVIGREIND KOMA ÚR TÖLVUNARFRÆÐIDEILD HR Gervigreind er eitt mest spennandi viðfangsefni tölvunarfræði og hafa nemendur og kennarar Háskólans í Reykjavík náð miklum árangri á því sviði á undanförnum árum. Lið Háskólans í Reykjavík sigraði til að mynda í heimsmeistarakeppninni í gervigreind í fyrra, en keppnin er haldin að frumkvæði Stanford-háskólans í Bandaríkjunum. Keppt er í því hversu vel gervigreindarhugbúnaður stendur sig í leikjum þar sem honum eru aðeins kenndar grunnleikreglurnar. Hugbúnaðurinn þarf að læra leikinn að öðru leyti og finna sjálfur aðferð til að sigra andstæðing sinn. Alhliða leikjaforrit Háskólans í Reykjavík reyndist ofjarl allra annarra forrita og stóð uppi sem heimsmeistari. Framtíðin er HR. Kerfisfræði Tölvunarfræði (BSc & MSc) Hugbúnaðarverkfræði (BSc & MSc) Stærðfræði (BSc) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.