Fréttablaðið - 26.05.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 26.05.2008, Síða 32
● fréttablaðið ● híbýli - eldhús 26. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR12 Stell eru notadrjúgt og dýrmætt djásn sem gaman er að bera fram á dúkuð borð. Fallegur borðbúnaður í settum, öðru nafni stell, finnst á flestum heimil- um. Sumir búa svo vel að eiga eitt stell til daglegra nota og annað til að dekka upp með á viðhafnarstundum. Algengt er að hjón byrji söfnun slíks borðbúnaðar á brúðkaupsdaginn og síðan bætist við ein og ein skál eða eitt og eitt fat á afmælum og jólum. Aðrir kaupa allt í einum pakka. Svo gengur svona góss í arf frá kynslóð til kynslóðar ef vel er farið með það og oft má finna viðeigandi hluti á fornsölum. Ótal gerðir eru til af stellum. Þau eru gróf og fínleg, látlaus og íburðar- mikil, einlit og mynstruð, handmáluð og verksmiðjuframleidd, konungleg og í sveitastíl, sum ömmuleg og önnur með nútímasniði. Öll hafa þau til- hneigingu til að verða með tímanum sígild og eft- irsóknarverð. - gun Bera með sér hátíðablæ Margit Brandt fæst hjá Ormsson í Smáralind. Margir kannast við það úr stofu þeirra Begga og Pacasar sem sigruðu í samkeppninni um smekklegasta heimilið á Hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Furstynjan nefnist þetta stell sem hefur verið framleitt frá 1951 og fengist hjá Tékk-kristal í yfir þrjátíu ár. Nokkrar kynslóðir hafa heillast af því og enn nýtur það vinsælda unga fólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI New wave er vinsælt stell í Villeroy & Boch. Yfirbragðið er létt, flott og svíf- andi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glerfínt glerstell í Unika er bæði til með gulli og platínu. Mikið úrval fæst þar af fylgi- hlutum sem geta líka verið stakir og fara alls staðar vel á borði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mussel Mega er frá Royal Copenhagen og fæst í versluninni Kúnígúnd. Sex mismunandi mynstur komu á markað um síðustu aldamót bæði í bláu og svargráu og fara sérlega vel á borði með hvítu postulíni. MYND/ROYAL COPENHAGEN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.