Fréttablaðið - 26.05.2008, Page 36

Fréttablaðið - 26.05.2008, Page 36
 26. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR16 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Stálvaskar eru algengir bæði í eld- húsi og þvottahúsi. Stálið hentar vel þar sem álag er mikið og endingar- tíminn er langur. Til að viðhalda gljáa á nýjum stálvaski er ráð að bóna hann með bílabóni. Bónið er einfald- lega borið á líkt og þegar bíllinn er bónaður og svo nuddað af með mjúkum klút. Vask- urinn verður skín- andi fínn og auð- veldari í þrifum. Þetta ráð má líka reyna á gamla og lúna vaska til að ná fram fal- legri áferð. Ýmis hreinsiefni eru einnig á markaðnum til að þrífa stálvaskana en ef brúsi af bílabóni stendur inni í skáp er tilvalið að hressa upp á vaskinn með einni umferð. - rat Gljáandi vaskar Þessi nýstárlegi pizzaskeri er hannaður af listamanninum Frankie Flood. Breytt, handsmíðuð og stílfærð mótorhjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Listamaðurinn Frankie Flood tók þessa bylgju skrefinu lengra og sótti í hana inn- blástur við hönnun á pizzasker- um. Hönnunin byggir á Chopper- mótorhjólunum en listamaðurinn hannaði fimm útgáfur eftir hinum mismunandi gerðum hjólanna og útkoman varð bæði listræn og stíl- færð. Hver útgáfa hefur fengið sitt nafn og heita þær Easy Rider, Mantis, Psycho Pizza Cadillac, Pizza for Life og Phatboy svo eitt- hvað sé nefnt. Þeim sem vilja kynna sér þessa hönnun nánar er bent á www. trendhunt- er.com - kka Innblásinn af mótorhjólum ● LÍFLEGIR SMÁHLUTIR Soðin egg eru grundvallarfæða og skila alltaf sínu. Smekk- legt er að bera þau fram í fallegum eggjabikurum og sóma þeir sér vel á morgunverðarborðinu eða um hádegisbil. Gott er ef pláss er fyrir skurnina á eggjabikarnum og salt við höndina. Hér gefur að líta fallegan eggjabikar frá Marimekko sem fæst í ýmsum litum og með fjölbreyttum mynstrum. Í stað þess að bera saltið fram á hefðbundinn hátt í saltstauk má verða sér úti um dýrindis Mald- on-salt og bera það fram í fallegum saltbauk líkt og hér gefur að líta en hann er í formi lítils spörfugls. Fátt er meira viðeigandi með grænkandi túnum og fuglasöng að sumri til. Skoða má munina á http://www.favoritsaker.se. Húsráð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.