Fréttablaðið - 26.05.2008, Síða 53

Fréttablaðið - 26.05.2008, Síða 53
Andvaka Á bak við þúsund nátta þungan svefn í þögn og myrkri sastu gamall, einn. Og inn í hús þíns ömurlegu kyrrð kom aldrei neinn. En tíminn læddist fram hjá, eykt af eykt, með ískalt, stirðnað glott um vör og kinn. Og dauðs manns augum horfði hægt og fast í huga þinn. Og hugsun sjálfs þín bylti sér og brann sem banvænt eitur djúpt í þinni sál. Þú bærðir vör, til einskis, angist þín fékk aldrei mál. Nei, þjáning þín bar aldrei ávöxt neinn, og engan tilgang hafði lífs þíns nauð. Hún lagðist yfir þreytu hjarta þíns þung og dauð. Vorvísa Hægur andvari húmblárrar nætur um hug minn fer. Ást mína og hamingju enginn þekkir og enginn sér. Og ljóð mitt ber samskonar svip og það, sem ekki er. Mannkynssaga fyrir byrjendur Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað. Og steinninn hélt áfram að velta, veistu það? Og sjö þúsund árum síðar kom Sing Sing Hó. Og Sing Sing Hó fékk sér konu, en konan dó. Og sjö þúsund árum síðar kom Ghagga Ghú. Um Ghagga Ghú finnst hvergi nein heimild nú. Og sjö þúsund árum síðar komst þú, komst þú. Utan hringsins Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. Gamalt lag Ég sé þig enn er sól úr ægi rís, og sveitin fyllist endurnærðu lífi. Þú varst og ert mín hjartans heilladís, þó heimur kaldur brjóst mitt sundur rífi. Ég sé þig enn er sólin blessuð skín, þó sértu löngu í eilífð burtu liðin. Og hvíld mín ertu þegar dagur dvín, og drottinn sendir þreyttum næturfriðinn. Ég sé þig enn er sólin kveður dag, og söngvar kvöldsins glatt um strætin hljóma. Þú kemur eins og mildast ljúflingslag um lífsins þrá og hjartans dýpstu óma. Grautur og brauð Þeir börðust, þeir börðust um brauðið og grautinn, því brauð og grautur er mannanna fæða. Þeir hlupu, þeir stukku, þó hlykkjótt sé brautin að hamingjulind vorra jarðnesku gæða. Og einn fékk þar of lítið og annar meira en nóg, og einn lést af fylli, en hinn úr sulti dó. Að ráða slíka gátu er mönnum þyngsta þrautin. Þannig hljóðar sagan um brauðið og grautinn. Í tvíl Í tvílyft býr trúu Og mér um svol Og mér hvert sá Í tvílyft má trúa Og þú, s og trúla ert allta að trú þ En eins hve áka að ef til þótt ann Blóm Ég svaf, ég svaf í óvitund allra. Og sótthiti dagsins suðaði óráðsins ómvana ljóð yfir blöð mín. Svo varð dimmt, svo varð hljótt. Og annarleg hönd snart mig og hvíslaði: Hæ! Þú skalt deyja. STEINN STEINARR VIÐ HEIÐRUM MINNINGU MEISTARANS Ferð án fyrirheits Lög við ljóð Steins Steinars Flytjendur: KK, Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Þorsteinn Einarsson, Svavar Knútur Kristinsson, Hildur Vala Einarsdóttir GEISLADISKUR Ferð án fyrirheits er yfirskrift tónleika og geisladisks. Tónleikar verða á Listahátíð í Reykjavík tvö kvöld í röð, 29. og 30. maí. 4. júni verða tónleikar á Ísafirði, 12. júní á Akureyri og 19. júní á Eskifirði. Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Steins Steinars og er nafnið, Ferð án fyrirheits, sótt í eina af ljóðabókum hans. Söngvararnir KK, Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Þorsteinn Einarsson (úr Hjálmum), Hildur Vala Einarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson (úr Hrauni) flytja lög sem samin hafa verið við kvæði skáldsins. Nýju lögin á geisladisknum semja Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla. TÓNLEIKAR Listahátíð í Reykjavík, Íslensku óperunni: 29. og 30. maí Ísafjörður, Edinborgarhúsinu: 4. júní Akureyri, Akureyrarkirkju: 12. júní E kifjörður, Fjarðabyggð, Kirkju- og menningarmiðstöðinni: 19. júní Forsala aðgöngumiða á www.midi.i Hlustaðu á lögin Blóm í flutningi KK og Í tvílyftu timburhúsi í flutningi Steina í Hjálmum ókeypis á www.baekur.is er stoltur styrktaraðili þessa verkefnis

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.