Fréttablaðið - 03.06.2008, Side 2

Fréttablaðið - 03.06.2008, Side 2
2 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR ORKUMÁL Fjölmennur fundur starfsmanna Orkuveitu Reykjavík- ur átelur stjórn fyrirtækisins fyrir algeran skort á upplýsingum og lýsir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun að víkja forstjóra fyrir- tækisins úr starfi. „Fólk er almennt dálítið reitt,“ segir Halldóra Baldursdóttir, for- maður starfsmannafélags OR. Hún sagði að um 200 starfsmenn OR hefðu hist á fundi í gær til að ræða starfslok Guðmundar Þórodds- sonar, fyrrverandi forstjóra, sem sagt var upp störfum á föstudag. „Fundurinn hvetur stjórnarmenn til þess að bera hag fyrirtækisins fyrir brjósti og nýta tækifæri til sóknar, bæði innanlands og utan,“ segir í yfirlýsingu starfsmannanna, sem samþykkt var með lófataki. „Guðmundur hefur staðið í farar- broddi í mikilli uppbyggingu undan- farinna ára og lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við hann,“ segir þar enn fremur. Þá var lýst eftir stefnu stjórnar OR í málefnum fyrir tækisins. „Ég get tekið undir þetta og skil vel að fólki ofbjóði að forstjórinn sé látinn taka pokann sinn,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR. Ekki fæst annað séð en að ástæð- ur uppsagnarinnar tengist uppá- komum tengdum Reykjavik Energy Invest (REI), sem rekja má til ósættis innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir Sigrún Elsa. „Það er verið að láta Guðmund axla ábyrgð á þeim vandræða- gangi og ég skil vel að fólki ofbjóði það,“ segir hún. brjann@frettabladid.is „Lætur engan ósnortinn“* „Undraverð skáldsaga.“ – Guardian „Ég sat eftir með tárin í augunum.“ – The Irish Independent „Kraftmikil og hrífandi.“ – USA Today *– Katrín Jakobsdóttir, Mannamál á Stöð 2. Starfsmenn gagnrýna stjórn Orkuveitunnar Fjölmennur fundur starfsmanna OR lýsir yfir stuðningi við fráfarandi forstjóra. Fundarmenn átelja stjórnina fyrir skort á upplýsingum og lýsa eftir stefnu fyrir- tækisins. Stjórnarformaður OR vill ekki skýra ástæður uppsagnar forstjórans. ORKUVEITAN Um 200 starfsmenn funduðu í OR í hádeginu í gær og lýstu yfir fullum stuðningi við fráfarandi forstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT „Ég skil mjög vel að starfslok forstjóra skuli vekja viðbrögð og tilfinningar í fyrirtækinu, og tek því af skilningi,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orku- veitunnar. Hann segist hafa rætt yfirlýsingu fundar starfs- mannanna við formann starfsmannafélagsins og aðra starfsmenn í mikilli vinsemd. Spurður hvers vegna Guðmundi hafi verið sagt upp segir Kjartan að samkomulag hafi náðst um starfs- lokin en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Kjartan segist ósammála því að upplýsingagjöf til starfs- manna sé ábótavant. Um leið og samið hafi verið um starfslokin hafi verið tilkynnt um þau á innri vef fyrirtækisins, áður en fjölmiðlar hafi verið upplýstir um þau. Almennt sé upplýsinga- gjöf í betra horfi en áður, eftir að núverandi stjórn tók ákvörðun um að birta fundargerðir stjórnar á vef OR. Þá sé stefna fyrirtækisins skýr, nema ef vera skyldi hvað varði málefni Reykjavik Energy Invest (REI), en unnið sé að stefnu- mótun fyrir fyrirtækið um þessar mundir. SKÝRIR UPPSÖGNINA EKKI NÁNAR KJARTAN MAGNÚSSON DÓMSMÁL Tveir piltar, báðir innan við tvítugt, hafa verið dæmdir í eins mánaðar fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir að hafa farið í kappakstur a götum Húsavíkur. Þá voru þeir sviptir ökurétti í hálft ár og gert að greiða hundrað þúsund krónur hvor í sekt til ríkissjóðs. Piltarnir óku samsíða í kapp- akstrinum eftir götum Húsavíkur á 80 til 90 kílómetra hraða. Þar er hámarkshraði 50 kílómetrar. Þeir stímdu meðal annars yfir fjórar gangbrautir. Kappakstrinum lauk með því að annar piltanna missti stjórn á bíl sínum, sem lenti uppi á gangstétt og skall þar á steyptum vegg sem brotnaði. Bíllinn endaði inni í húsagarði. - jss Tveir Húsvíkingar: Dæmdir fyrir kappakstur HÚSAVÍK Piltarnir fóru í kappakstur á götum bæjarins. MENNING Verkið Atlantis, sem er hálfsokkið hús í Reykjavíkur- tjörn, losnaði úr festingum sínum og rak þvert yfir tjörnina á sunnudagskvöld. Svo virðist sem akkeri sem hélt húsinu föstu hafi losnað og húsið því rekið. Á tímabili stefndi húsið á Ráðhús Reykjavíkur en það rak svo að Tjarnargötu. Ekkert tjón varð á lífríki tjarnarinnar eða húsinu sjálfu. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík. - þeb Listaverk á Listahátíð: Losnaði og rak yfir Tjörnina HÚSIÐ Húsið rak þvert yfir Tjörnina. Ragna, er útlitið nokkuð svart? „Nei, útlitið er gulur, rauður og grænn.“ Ragna Fróða fatahönnuður er á leið til starfa hjá fyrirtækinu Trend Union í New York sem spáir fyrir um liti og aðra strauma í tískuheiminum tvö ár fram í tímann. VINNUMARKAÐUR Fjöldauppsagnir hafa orðið hjá Fiskisögu, Gallerý kjöti, Ostabúðinni og Sjófiski. Tæplega fimmtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp. Vinnumála- stofnun og stéttarfélögum fólks- ins hefur verið gert viðvart. Guðlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Nordic Sea sem rekur ofangreind fyrirtæki, segir hagræðingaraðgerðirnar hafi lengi staðið til. Stefnt sé að því að sameina fyrirtækin undir nafninu Nordic Sea þó að verslanir fyrir- tækisins haldi fyrra heiti. Hann hafi fundað með starfsmönnum síðustu daga og stefnt sé að því að endurráða sem flesta til Nordic Sea. Guðlaugur segir að einhverjir starfsmenn finni fyrir breyting- unum, til dæmis þeir sem verði færðir til í starfi. „Stór hluti starfsmanna heldur fyrri kjörum en hjá öðrum verður breyting, til dæmis styttri eða lengri vinnu- tími,“ segir hann og útilokar ekki að laun lækki. Þá komi árangurs- tenging launa einnig til greina. Guðlaugur bendir á að mikil hag- ræðing felist í breytingunum. Þannig hafi fyrirtækið Sjófiskur keypt fisk á markaði og selt í búðir en nú hverfi Sjófiskur og Nordic Sea kaupi beint af markaði. „verðið úr búðinnierðið úr búðinni mun mjög líklega lækka,“ segir Guð- laugur en vill ekki nefna hve mikil verðlækkunin verði. Hann segir að hagræðingin hafi líka náð til yfir- stjórnar, framkvæmdastjórarnir hafi verið tveir en nú sé hann einn. Elías Magnússon, forstöðu- maður hjá VR, kannast við að hafa fengið tilkynningu um hópupp- sagnirnar. „Þeir vilja endurráða starfsmennina en lækka við þá laun og hagræða. Það er ákvörðun starfsmanna hvort þeir vilja vera áfram eða ekki,“ segir hann. Uppsagnir eru mikið í umræð- unni þessa dagana og segir Elías að fjölmargir hafi haft samband fyrir síðustu mánaðamót. „Menn eru greinilega að velta þessu fyrir sér,“ segir hann og telur hópupp- sagnir hugsanlegar. - ghs Hópuuppsagnir hjá Fiskisögu, Sjófiski og fleiri fyrirtækjum: Rúmlega fimmtíu manns sagt upp GUÐLAUGUR MAGNÚSSON Framkvæmda stjóri Nordic Sea segist eiga í viðræðum við starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ORKUMÁL Nýr skattur, kolefnis- skattur, verður lagður á jarðefna- eldsneyti nái tillögur starfshóps fjármálaráðherra fram að ganga. Fjárhæð kolefnisskattsins verði 5,57 krónur á hvern lítra af bens- íni og 6,45 krónur á hvern lítra af dísilolíu. Hugmyndir starfshóps- ins eru að skatturinn verði lagður á allt jarðefnaeldsneyti að undan- skildu eldsneyti á flugvélar og skip. Fjárhæð kolefnisskatts verði endurskoðuð reglulega og taki mið af verði á kolefniskvóta eins og það er metið á kvótamarkaði Evr- ópusambandsins. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 2.100 milljónir króna vegna þess- arar breytingar en lagt er til að skattlagningin færist mikið til af ökutækjum og yfir á eldsneyti. Samkvæmt tillögum starfs- hópsins er tekjum af kolefnaskatt- inum ráðstafað til aðgerða sem ætlað er að minnka notkun á jarð- efnaeldsneytis. Starfshópurinn telur rökrétt að skoðað verði nánar hvort nýta megi hluta af auknum tekjum vegna kolefnisskattsins til að efla almenningssamgöngur með skynsamlegum hætti til að draga úr heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda frá samgöngum. Í heild gera ofangreindar til- lögur ráð fyrir tekjutilfærslu í skattlagningu af ökutækjum yfir á eldsneyti á þann hátt að heildar- tekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar. - shá Bensín hækkar um rúmlega fimm krónur nái tillögur starfshóps fram að ganga: Vilja leggja á kolefnisskatt ÚR UMFERÐINNI Nýr kolefnisskattur á að stuðla að minni notkun jarðefnaelds- neytis á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SJÁVARÚTVEGUR Hvalaskoðunar- samtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu og hvetja stjórnvöld eindregið til að gefa ekki út frekari kvóta til hrefnuveiða né heldur til veiða á langreyðum í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir að vísbendingar séu um að veiðar á hrefnu undanfarin ár hafi valdið hvalaskoðun við Faxaflóa skaða. Mikilvægt sé því að stöðva allar veiðar strax og leggja áherslu á rannsóknir á lifandi hvölum í samvinnu við hið alþjóðlega vísindasamfélag. Hvalaskoðunarsamtökin hafna því alfarið að hvalveiðar í atvinnu skyni þjóni hagsmunum Íslands. Þvert á móti séu þær skað- legar landi og þjóð. - shá Hvalaskoðunarsamtökin: Veiðar skaða land og þjóð LÖGREGLUMÁL Przemyslaw Plank, pólskur karlmaður sem búið hefur hér á landi var í gær framseldur til Póllands. Þar er hann grunaður um mannrán, morð og aðild að skipulögðum glæpasamtökum. Plank hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 14. apríl en hann kom við sögu í máli sem lögreglan á höfuð- borgar svæðinu rannsakaði. Við athugun kom í ljós að hann var eftir lýstur í Póllandi. Hæstiréttur Íslands staðfesti framsalið 19. maí. Þrír pólskir lögreglumenn tóku Plank í sína vörslu á Kefla- víkurflugvelli í gær og fluttu hann til Póllands. - ovd Eftirlýstur í heimalandi sínu: Plank framseld- ur til Póllands BANDARÍKIN, AP Síðustu prófkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust verða haldin í Montana og Suður- Dakóta. Stuðningsmenn Baracks Obama vonast til þess að Hillary Clinton lýsi yfir tapi fljótlega eftir að úrslitin liggja fyrir. Í kvöld ætlar Clinton að ávarpa stuðningsmenn sína í New York, sem er óvenjulegt því oftast hefur hún talað að kvöldi prófkjörsdags í einhverju þeirra ríkja sem kosið var í. - gb Síðustu prófkjör demókrata: Yfirlýsingar Clinton beðið SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.