Fréttablaðið - 03.06.2008, Page 24
3. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verktakar
Fyrsta skóflustungan að nýjum
barnaskóla í Naustahverfi á
Akureyri var tekin fyrir skömmu.
Ákveðið var að bjóða fram-
kvæmdina út í tveimur áföng-
um, hinum fyrri í mars 2008. Sex
tilboð bárust í verkið og tókust
samningar við SS Byggi ehf.
Í húsinu verða tvö af þremur
heimasvæðum nemenda ásamt
vistun og tónlistarkennslusvæði.
Fyrri áfanginn er um 2.300 m²,
að mestu leyti á tveimur hæðum,
og yfirbyggður gangur að leik-
skóla.
Við hönnun eru farnar nýjar
leiðir og stuðst við bandaríska
aðferð þar sem skipulag skóla-
starfsins, hönnun byggingar og
þátttaka grenndarsamfélags eru
tengd saman. Þetta var gert í
samstarfi við Tónlistarskólann,
íþrótta- og tómstundadeild, ÍBA,
Akureyrarkirkju, leikskóla-
deild, Amtsbókasafnið, Samtök
atvinnulífsins, grunnskólakenn-
ara, foreldra og grunnskólabörn.
Helstu áherslur eru: Opinn
skóli sem er miðstöð hverfis-
ins, góð tengsl við umhverfið og
íbúa, miðlægt fjölnotarými um-
kringt einingum og með góðu
flæði, stjórnunarsvæði við aðal-
inngang, fjölbreytileiki í rýmis-
myndun, gott flæði milli inni- og
útisvæða og tengsl við leikskól-
ann.
Skólinn skiptist í þrjú heima-
svæði, stjórnunarálmu, miðr-
ými og íþróttasal. Yngsta stig og
miðstig eiga sitt heimasvæði í
norður álmunni hvort á sinni hæð
en unglingastigið verður í suð-
urálmunni. Þar eru einnig verk-
greinastofur. Kennslueldhús er
milli norðurálmu og íþróttahúss
og tengist beint inn í miðrými.
Í miðrýminu er matsalur, bóka-
safn og hátíðarsalur.
Stjórnunarálman er við aðal-
anddyri skólans og tónlistar-
kennsla við inngarð. Lóðin verð-
ur vel búin til leikja og útiveru og
meðal annars inngarður, upphit-
aður gervigrasvöllur og þrauta-
braut fyrir reiðhjól.
Arkitektúr, hljóðvist, lóð og
brunahönnun er í höndum VA
arkitekta ehf. Áætlað er að ljúka
fyrri áfanga eigi síðar en 1. ágúst
2009. Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er áætlaður um tveir
milljarðar. - rh
Nýjar leiðir í hönnun
Við hönnun skólans voru farnar nýjar
leiðir að bandarískri fyrirmynd. Þar er
stuðst við tengsl skólastarfs, hönnun-
ar og þátttöku grenndarsamfélagsins.
Áætlað er að ljúka fyrsta áfanga skólans sumarið 2009.
Heilu hverfin í Reykjavík sem
byggðust upp á fyrrihluta
síðustu aldar eru steinuð. Í dag
er steining aftur í tísku á ný-
byggingar og verið að lagfæra
gömlu húsin.
„Þetta er vinsælt á nýbygging-
ar núna, og ákveðin tískubóla í
dag eins og flötu þökin,“ útskýrir
Elías Víðisson, byggingafræðing-
ur hjá Múr og máli, en fyrirtæk-
ið sérhæfir sig í viðhaldi húsa. Við
steiningu eru notuð ákveðin hand-
tök sem starfsmenn Múrs og máls
hafa sérhæft sig í. Mörg þeirra
húsa sem fyritækið hefur tekið
í gegn hafa hlotið fegrunarverð-
laun Reykjavíkurborgar.
„Fyrirtækið hefur steinað hús
í um fimmtán, tuttugu ár en gam-
all múrarameistari hjá okkur
kenndi mönnum handtökin,“ út-
skýrir Elías. „Við byrjum á að há-
þrýstiþvo húsið og gerum við það
sem þarf í múrnum. Svo er stein-
ingarlími annaðhvort úðað á eða
límið dregið á flötinn og sléttað.
Steiningunni er svo sprautað á
eða kastað. Við köstum henni á og
viljum meina að þannig náist fal-
legri áferð. Þetta er vandasamt
verk og vandasamt að passa að
ekki komi skil þegar vinnupallar
eru færðir niður um hæð. Stund-
um sér maður hálf köflótt hús þar
sem sést hvernig pöllunum var
raðað utan á húsið þegar það var
steinað.“
Marmarasalli er notaður við
steininguna og getur hann enst í
marga áratugi. Elías segir stein-
ingu ekki endilega dýra þegar
horft er til endingartímans en
Múr og mál hafa endursteinað hús
sem byggð voru árið 1930.
„Endingartíminn getur verið
tuttugu til fjörutíu ár og jafnvel
lengri. Það sem er dýrt í viðhaldi
á húsum er að koma sér á stað-
inn, setja upp vinnupalla og slíkt
og því hvetjum við fólk oft til að
taka sem mest í gegn í einu. En
miðað við endingartíma steining-
ar þarf að mála hús jafnvel fimm
til sex sinnum á móti einni stein-
ingu. Þetta fer því eftir því í hvaða
samhengi þetta er sett hvort fólki
finnst þetta dýrt. Ef fólk er lita-
glatt eru auðvitað fleiri möguleik-
ar í málningunni en þú skiptir ekki
svo glatt um lit í steiningunni.“
- rat
Steiningin endist í tugi ára
Elías Víðisson, byggingafræðingur hjá Múr og máli, steinaði húsið sitt sjálfur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Steining getur enst áratugum saman ef
vandað er til verks en Múr og mál hafa
endursteinað hús sem byggð voru 1930.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hinar nýju höfuðstöðvar Klæðningar
eru 1.500 fermetrar að stærð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fyrirtækið Klæðning ehf. er að
flytja alla sína starfsemi að Ís-
hellu 7 í Hafnarfirði. Nýja hús-
næðið er 1.500 fermetrar að
flatar máli en þar er að finna
skrifstofur fyrirtækisins, tækni-
og viðhaldsdeild og þjónustumið-
stöð fyrir viðskiptavini og verk-
kaupa.
„Ætli við séum ekki að auka
rýmið um svona fjörutíu pró-
sent en fyrirtækið hefur um ní-
faldast að stærð á síðustu fimm
árum,“ segir Sigþór Ari Sigþórs-
son, framkvæmdastjóri. „Við
erum fyrst og fremst að koma
allri starfseminni fyrir á einum
stað en við erum að flytja inn
með dótturfyrirtæki Klæðningar,
malbikunarfyrirtækinu Berg-
steini ehf.“ segir Sigþór. - mþþ
Flytja í
Hafnarfjörð
60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004
MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu.
HANN ER GRIMMUR!
MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
SKOTBÓMULYFTARI
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is