Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 16
16 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Árbæjarskóli hefur á því starfsári sem nú er að líða fagnað fjörutíu ára afmæli skólans með fjölbreyttum hætti. Nem- endur hafa sett sterkan svip á hátíðarhöldin sem náðu há- marki með afmælishátíð um síðustu helgi þar sem börn- in skreyttu skólann sinn hátt og lágt með listaverkum sem munu lifa um ókomna tíð. Kennsla hófst í núverandi skólahúsnæði haustið 1967 en áður höfðu verið starfrækt útibú frá reykvískum skól- um í hverfinu. Í dag er skólinn, sem er einsetinn, fjöl- mennasti grunnskóli landsins með rúmlega 800 nemend- um. Á mótunar árunum hafði skólinn orð á sér fyrir að hýsa uppreisnar gjarna unglinga en Þorsteinn Sæberg, sem hefur verið skólastjóri síðustu sextán ár, segir að nú sé allt með besta móti og lítið um vandamál þrátt fyrir fjölda nem- enda. „Ég er ekki Árbæingur sjálfur og það sem mér finnst ein- stakt við hverfið og skólann er sá þorpsandi sem hér ríkir. Hér þekkjast flestir og það er yndislegt mannlíf og börn í skólanum og í kringum hann.“ Þorsteinn segir nemendur og starfsfólk skólans hafa glaðst allt skólaárið í tilefni afmælisins. „Í haust sendum við út fyrirspurn til nemenda í 1.-4. bekk og spurðum hvað þeim fyndist tilheyra afmælishaldi. Börnin komu með ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem við höfum verið að reyna að framkvæma allt skólaárið,“ segir Þorsteinn og tekur dæmi: „Við héldum til dæmis afmælisveislu, buðum upp á súkkulaði köku og fengum trúð því það fannst mörgum eiga við. Þá hafa börnin á undanförnum vikum skreytt skólann hátt og lágt og var markmiðið að skapa varanleg verk sem munu fá að lifa. Til dæmis fengu listamenn úr hópi skólans að mála veggi,“ segir Þorsteinn og heldur áfram: „Þá var saminn skólasöngur en slíkan söng hefur skólinn ekki átt fram að þessu. Það var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, fyrr- verandi nemandi skólans, sem samdi lagið en textann gerði Sóley Ragnarsdóttir, kennari við skólann.“ Lagið heitir Skólasöngur Árbæjarskóla og fjallar um skól- ann, hverfið og minningu þeirra sem hafa gengið í hann. Það var hljóðritað með skólakór, skólahljómsveit og einsöngvur- um og frumflutt á afmælishátíð skólans um síðustu helgi. Þorsteinn lítur björtum augum til framtíðar og segir góðan anda ríkja í skólanum. „Stærðin veitir honum tölu- verða sérstöðu og hér er að minnsta kosti tvennt af öllu. Til dæmis eru fjórir list- og verkefnakennarar og margir fag- kennarar í hverri grein. Fagkennararnir vinna mikið saman og því er enginn einn ef svo má segja,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir markmiðið að gera skólann að þeim besta á landinu. „Við ræðum þetta markmið opinskátt innan veggja skólans og vonandi kemur það börnunum vel,“ segir Þor- steinn glaður í bragði. vera@frettabladid.is ÁRBÆJARSKÓLI: 40 ÁR FRÁ STOFNUN Yndisleg börn KELLY JONES TÓNLISTARMAÐUR ER 34 ÁRA. „Fjölmiðlaathygli kemur og fer. Það á við hvort heldur David Bowie, Neil Young eða U2.“ Jones, sem er frá Wales, er lagasmiður hljómsveitarinn- ar Stereophonics ásamt því að vera söngvari hennar og gítar- leikari. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn árið 1996 en Jones er þekktur fyrir harla kaldhæðnislegt viðhorf sitt til frægðar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn P. Michelsen Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á deild K1 á Landakotsspítala fimmtudaginn 29. maí. Margrét Þorgeirsdóttir Karl G. Kristinsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Kristín B.K. Michelsen Magnús Sigurðsson Sólveig H. Kristinsdóttir Björn St. Bergmann Anna Karen Kristinsdóttir Gestur Helgason afa og langafabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurður Þórðarson, tannlæknir. Lést á líknardeild LSH 31. maí síðast- liðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 6. júní kl. 13.00. Kristín S. Karlsdóttir Guðrún Hrund Sigurðardóttir Hörður Harðarson Arnar Þór Sigurðsson Guðrún Dögg Jóhannsdóttir Andri Vilhjálmur Sigurðsson Auður Ýrr Þorláksdóttir Gunnar Már Sigurðsson Guðrún Anna Pálsdóttir Gunnar Halldór Sigurjónsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Höskuldur Rafn Kárason Vallargötu 14, Vestamannaeyjum, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Sigurleif Guðfinnsdóttir Kári Höskuldsson Guðný Bjarnadóttir Ármann Höskuldsson Bjarnheiður Hauksdóttir Jónas Höskuldsson Guðrún Sonja Kristinsdóttir Baldur Benónýsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa okkar og langafa, Jóns Rósants Þorsteinssonar, sem lést föstudaginn 23. maí á Grund. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V2 á Grund, einkum Helgu Hermannsdóttur, fyrir frábæra alúð og umhyggju. Benedikt Jónsson Guðný Árnadóttir Guðjón Benediktsson Ingibjörg Benediktsdóttir Sigríður Elísabet Benediktsdóttir Hrafn Helgason og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tendgdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Jónsdóttir frá Völlum, Garði, nú Vesturbergi 191 Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Marta Guðmundsdóttir Kjartan K. Steinbach Ingibjörg J. Guðmundsdóttir Ólafur Örn Ingólfsson Jón Guðmundsson Kolbrún Baldursdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Unnar Ingi Magnússon Þorleifur St. Guðmundsson Ingibjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, Halldór Gestsson frá Syðra-Seli, Vesturbrún 2, Flúðum, er lést á Landspítalanum Fossvogi, 28. maí sl. verður jarðsunginn frá Hrunakirkju, laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Ólafur Sigurgeirsson Guðrún Gestsdóttir Ásgeir Gestsson Marta Gestsdóttir Skúli Gestsson Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Guðni Jónsson fv. lyfsali, Flókagötu 33, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 29. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á Samband íslenskra kristniboðsfé- laga (SÍK) í síma 533 4900. Fjóla Guðleifsdóttir Leifur Sigurðsson Katsuko Sigurðsson Anna Sigurðardóttir Hannes Leifsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Gunnlaugsdóttir hjúkrunarkona, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Gunnlaugur Örn Þórhallsson Justina Tri Ismunari Sigurjóna Þórhallsdóttir Karl Ottesen Þóra Þórhallsdóttir Halldór Konráðsson Þorsteinn Þórhallsson Sigrún Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Jónas Halldór Geirsson vélstjóri, Rekagranda 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00 Jón K.F. Geirsson Sigrún Hjartardóttir Margrét Geirsdóttir Gísli Guðmundsson Nína S. Geirsdóttir Orville J. Pennant og systkinabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásthildur Jónsdóttir frá Sviðholti, Bessastaðahreppi, Vogatungu 31, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ fimmtudaginn 29. maí, verður jarðsungin frá Garðakirkju í Garðaholti föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Geir Guðjónsson Guðrún Ólína Geirsdóttir Sigmundur Jónsson Jón Ingvi Geirsson Silja Stefánsdóttir Eyþór Sigmundsson Hjalti Sigmundsson. timamot@frettabladid.is UMKRINGDUR AFMÆLISGESTUM Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, á afmælis- hátíð skólans um helgina þar sem nýr skólasöngur eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, fyrrverandi nemanda skólans, var frumfluttur. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.