Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 6
6 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR UMHVERFISMÁL Landgræðslan tekur undir áhyggjur sveitar- stjórnar Mýrdalshrepps af landbroti vegna ágangs sjávar við Vík. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu vill sveitarstjórnin að áætlanir Siglingastofnunar um landvarnir verði endurskoðaðar og framkvæmdum flýtt til að verja byggðina. Siglingastofnun segir að erindi Mýrdalshrepps verði tekið til með- ferðar við gerð nýrrar samgöngu- áætlunar fyrir árin 2009-2012 sem væntanlega verði lögð fyrir Alþingi í haust. Landgræðslan fyrir sitt leyti leggur til að sandgirðingar verði endurbættar og auknar strax fyrir næsta vetur. - gar Landbrotið við Vík: Viðbrögð bíða til haustsins VÍK Vaxandi landbrot varð í óveðrum liðins vetrar. LÖGREGLUMÁL Maður sem réðist á leigubílstjóra í Neðra-Breiðholti um klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudagsins er enn ófundinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók maðurinn, sem var farþegi í bílnum, leigubílstjórann hálstaki, lagði hníf að hálsi hans og krafðist þess að fá peninga. Komst maðurinn yfir peninga og farsíma. Leigubílstjórinn, sem er kona, hlaut nokkra áverka á hálsi en er ekki alvarlega slösuð. Árásarmannsins er enn leitað og er málið í rannsókn. - ovd Árás á leigubílstjóra: Árásarmanns enn leitað VINNUMARKAÐUR Óbreytt ástand ríkir í kjaraviðræðum samninga- nefnda BHM-félaga og samn- inganefndar ríkisins en þó hefur verið talað um að samningurinn gildi út mars 2009. Fundur hefur verið boðaður á miðvikudag, að sögn Guðlaug- ar Kristjáns- dóttur, formanns BHM. Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, segist heyra að kominn sé urgur í hjúkrunarfræðinga og margir þeirra hafi ákveðið að hætta að taka aukavaktir á LSH þar til búið verði að semja. „Fólk vill ekki sætta sig við ástandið eins og það er,“ segir hún. Læknafélag Íslands hefur vísað samningaviðræðum til ríkissáttasemjara. - ghs Kjaraviðræður BHM-félaga: Urgur í hjúkr- unarfræðingum GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR DÓMSMÁL Fyrrverandi tónlistar- kennari hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn nem- anda sínum sem þá var fjórtán ára. Kennarinn var ákærður fyrir að hafa á árinu 1997, þegar stúlk- an var þrettán ára, fengið hana ítrekað til ýmiss konar kynlífs- athafna og haft við hana samræði. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reglulega haft samræði eða önnur kynferðismök við hana ári seinna, þegar hún var fjórtán ára. Hún kærði manninn í júlí á síðasta ári. Maðurinn var í dómi sýknaður af fyrri lið ákærunnar. Dóminum þótti ekki sannað að hann hefði haft samræði við stúlkuna, þegar hún var þrettán ára, þar sem framburður hennar var ekki stöðugur. Á þeim tíma sem síðari ákæran tekur til var refsilaust samkvæmt lögum að hafa samræði við ein- stakling sem var orðinn fjórtán ára. Hins vegar kvað ákvæði hegningarlaga, árið 1998, á um að hver sem hefði samræði eða kyn- ferðismök við barn eða ungmenni yngri en átján ára, „...sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis skal sæta fangelsi allt að sex árum og allt að tíu ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.“ Dómurinn vísaði miskabóta- kröfu stúlkunnar, að upphæð 1,2 milljónum króna, frá. - jss Fyrrverandi tónlistarkennari dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi: Braut gegn fjórtán ára nemanda HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Kennarinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára gömlum nemanda sínum. FÓLK Vegfarendur í Ártúnsbrekku þurftu að láta sér lynda nokkurra mínútna umferðartafir síðdegis í fyrradag. Það var þó hvorki umferðarþungi né óhapp sem olli töfunum, heldur nokkrir piltar á unglingsaldri sem tóku sig til og stöðvuðu alla umferð til að hleypa andafjölskyldu yfir götuna. Piltunum virtist mjög umhugað um það að fjölskyldan, önd með sex til sjö unga, kæmist leiðar sinnar, því að þeir stöðvuðu umferð í báðar áttir á þessari stærstu götu í Reykjavík, sem alls er átta akreinar. Engum sögum fer af því hvers vegna öndin vildi fara yfir veginn. - sh Hjálpsamir piltar töfðu bíla: Endur lokuðu átta akreinum Veggjakrotarar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tvo unga menn á fjórða tímanum í fyrrinótt fyrir veggjakrot í Síðumúla. Voru þeir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og voru foreldrar þeirra svo fengnir til að sækja þá á stöðina. LÖGREGLUFRÉTTIR Fíkniefni í Valhöll Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögregl- unnar á Eskifirði um helgina. Meint amfetamín fannst á gesti á dansleik á skemmtistaðnum Valhöll á Eskifirði. Á 143 kílómetra hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði öku- mann bifreiðar á 143 kílómetra hraða skammt frá Hvolsvelli í gær, þar sem hámarkshraði er 90. Má ökumaður- inn búast við vænni sekt. PAKISTAN, AP Sprengjuárás á danska sendiráðið í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, varð átta manns að bana. Tugir manna særðust. Meðal hinna látnu eru tveir pakistanskir starfsmenn sendi- ráðsins en tveir Danir, sem starfa þar, sluppu báðir ómeiddir. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði sprenginguna vera árás á Dan- mörku og ekkert geti réttlætt slíkan glæp. „Danmörk ætlar ekki að breyta stefnu sinni vegna hryðjuverks,“ sagði hann í gær. „Við ætlum ekki að láta undan hryðjuverkamönn- um.“ Per Stig Møller utanríkisráð- herra sagði „hræðilegt að hryðju- verkamenn skuli gera þetta. Sendiráðið er þarna til þess að Danir eigi samstarf við pakist- önsku þjóðina og þetta þýðir að þeir eru að eyðileggja það.“ Sprengjan heyrðist um alla borgina og skildi eftir sig stóra holu í veginum, um einn metra á dýpt, fyrir framan aðalhlið sendi- ráðslóðarinnar. Glerbrot og málmbrak þeyttust um svæðið og tugir bifreiða voru ónýtar. Steingirðing umhverfis sendi- ráðið hrundi og málmhliðið þeytt- ist inn í garðinn, en sendiráðs- byggingin sjálf stendur þótt skemmdir hafi orðið á henni og rúður brotnað. Í dönskum fjölmiðlum voru get- gátur um að bifreiðin sem sprakk hefði verið merkt sendiráði. Sprengjumenn hefðu varla öðru- vísi komist svona nálægt sendi- ráðinu þar sem gatan sem sendi- ráðið stendur við hefur verið lokuð fyrir almennri umferð. Sendiráðum Noregs og Svíþjóð- ar í Íslamabad var strax lokað í gær. Dönsk stjórnvöld hvetja Dani til að ferðast ekki til Pakistans á næstunni. Margir Danir sögðust í gær telja árásina vera viðbrögð við birtingu á skopmyndum um Múhameð spá- mann, eða viðbrögð við því að Danir eru með herlið í Afganistan. „Það sem hefur vakið athygli fólks í þessum heimshluta á Dan- mörku er Múhameðs teikn ing- arnar,“ segir Lars Erslev Ander- sen, hryðjuverkasérfræðingur við háskólann í Óðinsvéum. „En það varð einnig til þess að vekja athygli fólks á þeirri staðreynd að Danir eru með herlið í Írak og að Danir eru á vígstöðvunum í Afgan- istan.“ gudsteinn@frettabladid.is Kraftmikil sprengja varð átta að bana Forsætisráðherra Danmerkur segir að sprengjuárásin á sendiráð Dana í Pakistan muni ekki hafa nein áhrif á utanríkisstefnu landsins. SENDIRÁÐ DANMERKUR Allt var krökkt af lögreglumönnum og fréttamönnum fyrir utan sendiráð Danmerkur í Íslamabad eftir sprengjuárásina í gær. NORDICPHOTOS/AFP Ert þú fylgjandi því að taílenskt búddahof rísi í Hádegismóum? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú borðað hvalkjöt? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.