Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 18
[ ] Rakel Sigurjónsdóttir er nýút- skrifaður tanntæknir frá heil- brigðisbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla. „Tanntækninámið er tvö og hálft ár ef maður fer beint eftir grunn- skóla og gefur réttindi til að starfa sem tanntæknir. Námið skiptist í eitt og hálft ár bóklegt og síðan er heill vetur í verklegu námi í sam- starfi við tannlæknadeild Háskóla Íslands, auk þess sem einhverjir bóklegir áfangar eru teknir með. Síðan er hægt að taka starfs- menntastúdent sem jafngildir stúdentsprófi við inngöngu í ákveðnar deildir í háskóla,“ segir Rakel Sigurjónsdóttir, nýútskrif- aður tanntæknir frá heilbrigðis- deild Fjölbrautaskólans í Ármúla, og bætir við: „Áður fyrr var talað um tanntækna sem klínkur, en í dag er komið aðeins virðulegra heiti.“ Rakel segir að upphaflega hafi tanntæknirinn ekki endilega verið eini kosturinn, heldur meira til- viljun sem réði vali. „Ég hafði ákveðinn áhuga á heilbrigðisfög- um og byrjaði á sjúkraliðabraut í Ármúla. Síðan rambaði ég bara eiginlega inn í þetta nám fyrir til- viljun.“ Fjölbraut í Ármúla er eini skól- inn þar sem tanntæknin er kennd á Íslandi og hefur verið síðan 1992. „Upphaflega var boðið upp á nám- skeið fyrir klínkur sem höfðu starf- að við þetta lengi. Síðan hefur þetta orðið æ meira nám og það hefur mikla kosti að hafa menntun að baki,“ útskýrir Rakel og nefnir þar hærri laun og möguleika á betri stöðu. Einnig er þó nokkuð um að tanntæknar fari í framhaldsnám í tannlækningum að sögn Rakelar. Frá upphafi hafa stundað námið um sex til tólf manns á ári og enn sem komið er bara konur að sögn Rakelar, sem bætir við að konur séu einnig í meirihluta í tannlækna- deild Háskóla Íslands. Rakel er byrjuð að starfa sem tanntæknir en samhliða því er hún að klára stúdentspróf í fjarnámi. „Síðan kemur bara í ljós hvert framhaldið verður,“ segir hún. rh@frettabladid.is Heilbrigðisfögin heilluðu Tölvur eru stór hluti af tilveru okkar og flestir nota þær daglega. Tölvunám er hagstætt því í tölvunum leynast óteljandi möguleikar og fáir kunna á þá alla. Skólavefurinn.is er gagna- banki og afþreyingartæki sem margir kennarar, nemendur og foreldrar þekkja og allir geta notfært sér. Á síðunni www.skolavefurinn.is er að finna þúsundir námsþátta í fjölmörgum fögum, upplestur, gagnvirkar æfingar, myndbönd og margt fleira. Yngstu börnin geta hlustað á barnasögur, unglingar sótt þjálfunarnámskeið til að búa sig undir samræmd próf, fullorðn- ir æft sig í enskunni, fólk af erlendum uppruna hlustað og lesið samtímis og þeir elstu hlýtt á skáldsögur. Af nýjungum á Skólavefnum má nefna áttatíu stærðfræðiskýring- ar og málfræðiskýringar í íslensku á helstu hugtökum málfræðinnar. Einnig prentsmiðju skólavefsins sem er í raun vörulisti yfir bækur og hljóðdiska og lestrarbókina er hefur að geyma sérvalda, lesna texta sem tengjast sögu, sam- félagsfræði og almennum fróðleik og eru hugsaðir sem þjálfun í les- skilningi. - gun Fjölbreytt námsgögn á netinu Kennarar og nemendur sækja sér gjarn- an námsefni inn á Skólavefinn. Rakel Sigurjónsdóttir er nýútskrifaður tanntæknir og stefnir nú á stúdents- próf í fjarnámi samhliða starfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Faxafen 10 108 Reykjavík Sími: 517-5040 Fax: 517-5041 Netfang: postur@hradbraut.is Veffang: www.hradbraut.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.