Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 42
26 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KR-völlur, áhorf.: 2.278 KR Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16-9 (6-4) Varin skot Stefán 4 – Hannes 4 Horn 7-2 Aukaspyrnur fengnar 11-14 Rangstöður 0-4 FRAM 4-4-2 Hannes Þór Halldórs. 7 Daði Guðmundsson 6 Reynir Leósson 6 (68., Óðinn Árnason 6) Auðun Helgason 6 Sam Tillen 7 Paul McShane 6 Halldór Jónsson 6 Ingvar Þór Ólason 7 Ívar Björnsson 5 (53., Joseph Tillen 5) Heiðar Geir Júlíusson 6 Hjálmar Þórarinsson 6 KR 4-4-2 Stefán L. Magnúss. 7 Skúli J. Friðgeirsson 8 *Grétar Sigurðars. 8 Pétur Marteinsson 8 (73., Kristinn Magn. -) Guðmundur Guðm. 6 Gunnar Ö. Jónsson 5 (80., Ingimundur Ó. -) Jónas G. Sævarsson 6 Viktor B. Arnarsson 6 Óskar Ö. Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 7 (89., Grétar Hjartars. -) Guðjón Baldvinsson 8 *Maður leiksins 1-0 Björgólfur Takefusa (24.), 2-0 Guðjón Baldvinsson (46.). 2-0 Eyjólfur Kristinsson (6) Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1.073 Grindavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-13 (1–4) Varin skot Zankarlo 1 – Daði 1 Horn 1–5 Aukaspyrnur fengnar 14-11 Rangstöður 1-2 FH 4-3-3 Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævars. 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 7 Hjörtur Valgarðsson 7 *Dennis Siim 9 Davíð Þór Viðarsson 8 Matthías Vilhjálms. 7 Atli Guðnason 6 (72., Arnar Gunnl. -) Atli Viðar Björns. 8 (85., Jónas Grani -) Tryggvi Guðmunds. 6 (85., Matthías G. -) *Maður leiksins GRINDAVÍK 4-4-2 Zankarlo Simunic 3 Michael Jónsson 4 Eysteinn H. Hauksson 4 Marinko Skaricic 4 Jósef K. Jósefsson 4 Scott Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 3 (83., Sveinn Steing. -) Andri Steinn Birgisson 4 Jóhann Helgason 5 (45., Páll Guðmunds. 4) Alexander Þórarinsson 6 (76., Emil Símonars. -) Tomasz Stolpa 5 0-1 Atli Viðar Björnsson (20.), 0-2 Atli Viðar Björnsson (34.), 0-3 Dennis Siim (47.). 0-3 Magnús Þórisson (8) Kópavogsvöllur, áhorf.: 910 HK Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–17 (7-9) Varin skot Gunnleifur 8 – Kjartan 2 Horn 7-5 Aukaspyrnur fengnar 15-13 Rangstöður 1-4 VALUR 4-4-2 Kjartan Sturluson 6 Gunnar Einarsson 5 Atli Sveinn Þórarins. 4 Bjarni Ó. Eiríksson 5 Rene Carsen 5 Birkir Már Sævarsson 7 (50., Baldur Aðalst. 3) (85., Guðmundur H. -) Sigurbjörn Hreiðars. 6 Rasmus Hansen 6 (75., Albert Ingas. -) Hafþór Ægir Vilhjálms. 6 Pálmi Rafn Pálmason 6 Helgi Sigurðsson 6 HK 4-5-1 Gunnleifur Gunnl. 8 Stefán Eggertsson 6 Hólmar Ö. Eyjólfs. 6 Finnbogi Llorens 7 Hörður Árnason 6 (46., Hörður Magn. 4) Finnur Ólafsson 5 (61., Hermann Þ. 5) Goran Brajkovic 5 Damir Muminovic 5 Aaron Palomares 7 Mitja Brulc 5 *Iddi Alkhag 8 *Maður leiksins 0-1 Birkir Már Sævarsson (19.), 1-1 Finnbogi Llorens (70.), 2-1 Iddi Alkhag (80.), 2-2 Helgi Sigurðsson (83.), 3-2, 4-2 Iddi Alkhag (84., 90.). 4-2 Jóhannes Valgeirs. (6) LANDSBANKADEILD KARLA: 1. FH 5 4 1 0 15:4 13 2. Keflavík 5 4 0 1 14:9 12 3. Fram 5 3 0 2 6:3 9 4. Fjölnir 5 3 0 2 8:5 9 5. Fylkir 5 3 0 2 8:8 9 6. Breiðablik 5 2 2 1 8:9 8 7. KR 5 2 0 3 7:7 6 8. Valur 5 2 0 2 10:12 6 9. Þróttur 5 1 2 2 7:10 5 10. ÍA 5 1 1 3 5:9 4 11. Grindavík 5 1 0 4 7:13 3 12. HK 5 0 0 4 6:12 3 Næstu leikir: Fylkir-Þróttur R. fim. 5. jún. kl. 20.00 FH-Fjölnir sun. 8. jún. kl. 14.00 Fram-Grindavík sun. 8. jún. kl. 14.00 HK-ÍA sun. 8. jún. kl. 14.00 Valur-Breiðablik sun. 8. jún. kl. 14.00 Keflavík-KR sun. 8. jún. kl. 14.00 > Arnór Atlason atkvæðamestur Íslendingar unnu sér sem kunnugt er þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Peking í sumar með fræknum sigri gegn Svíþjóð í lokaleik sínum í undankeppninni í Póllandi um síðustu helgi. Samkvæmt útgefinni tölfræði úr undankeppninni átti vinstriskyttan Arnór Atlason þátt í flestum mörkum í riðli Íslands, eða 34, en hann skoraði fimmtán mörk og átti nítján stoðsendingar. Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefáns- son fylgir honum þar fast á eftir með 33 en hann skoraði fimmtán mörk og átti átján stoðsendingar. Fræðslufyrirlestur ÍSÍ og MRN Íþróttamiðstöðinni Laugardal, E-sal föstudaginn 6. júní nk. kl. 15.00. Jari Låmså frá Finnlandi og Karin Redelius frá Svíþjóð fjalla um brottfall og leiðtoga fyrir barna- og unglingastarf. Öllum opið meðan húsrúm leyfir. Skráning fyrir fim. á linda@isi.is eða í 514-4000 Sjá nánar á www.isi.is Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa og Guðjón Baldvinsson skoruðu mörk KR í 2-0 sigri á Fram í Frostaskjól- inu í gær. Boðið var upp á hina bestu skemmtun þar sem bæði lið spiluðu fínan bolta. Það voru þó KR-ingar sem voru öllu duglegri að skapa sér hættu við mark and- stæðingsins og uppskáru eftir því. Framarar byrjuðu mjög vel í leiknum og ætluðu sér greinilega stóra hluti. KR-ingar unnu sig þó fljótlega inn í leikinn en þeir voru með nokkuð breytt lið frá síðasta leik. Gestirnir voru afar duglegir og börðust um alla bolta. Þá vant- aði þó að skapa sér færi og þótt KR-ingar hafi verið minna með boltann skapaðist mikil hætta við mark Fram er þeir sóttu. Björg- ólfur Takefusa kom þeim yfir með skoti af stuttu færi sem kom eftir hornspyrnu en stuttu síðar var hann klaufi er hann skallaði send- ingu Guðjóns Baldvinssonar fram- hjá úr nánast opnu færi. Síðari hálfleikur byrjaði með látum en Guðjón Baldvinsson kom KR í 2-0 eftir aðeins 56 sekúndur. Gunnar Örn átti góða rispu í gegn- um vörn Fram og skaut að marki. Hannes markvörður hélt ekki bolt- anum og Guðjón skoraði af stuttu færi. KR-ingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og virtist sigurinn aldrei í hættu. Heimamenn efld- ust eftir markið og Frömurum gekk illa að skapa sér almennileg færi, þó svo að þeir væru enn mikið með boltann. Bæði lið voru þó að spila glimrandi vel, sérstak- lega framan af, en KR-ingar voru með yfirhöndina eftir mörkin tvö, sér í lagi það síðara. „Á heildina litið var þetta okkar besti leikur í sumar. Það hefur verið góður stígandi í okkar liði og ég er ánægður með framgang mála núna og sérstaklega fannst mér hugarfar manna mjög gott,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda spiluðu Framarar vel og voru skipulagðir í sínum leik. Það gerir þennan sigur enn sætari fyrir vikið.“ Auðun Helgason sagði sína menn hafa spilað vel en þetta hefði verið erfitt eftir að KR komst 2-0 yfir. „Ég held að við höfum verið að spila og berjast ágætlega. Þetta féll þeirra megin í dag og þeir voru að spila vel. Við áttum samt að gera betur enda vorum við með í leiknum allan tímann. Við áttum að særa þá meira en það tókst ekki alveg. En nú þurfum við að þjappa liðinu saman og horfa til næsta leiks, það er ekkert flóknara en það.“ eirikur@frettabladid.is Sannfærandi sigur hjá KR-ingum KR-ingar unnu í gær sinn annan sigur í Landsbankadeild karla í sumar þegar þeir lögðu Framara, 2-0, sem um leið töpuðu sínum öðrum leik. Leikurinn var bráðskemmtilegur og þetta var besti leikur KR í sumar. MARK KR-ingurinn Björgólfur Takefusa fagnar hér marki sínu gegn Fram á KR-vellin- um í gærkvöld en Framarar eru allt annað en sáttir með varnarvinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI FH gerði góða ferð í Grindavík í gær þegar liðið tyllti sér á topp Landsbankadeildarinnar með öruggum 3-0 sigri á heimamönnum. Grindvíkingar voru sprækir í upphafi leiks enda fullir sjálfstrausts eftir stóran sigur á Grindavík í síðustu umferð. FH-ingar hresstust verulega eftir korters leik og voru komnir með öll tök á leiknum þegar Atli Viðar Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu eftir að Marinko Skaricic missti boltann klaufalega á eigin vallarhelmingi. Atli Viðar bætti öðru marki við á 34. mínútu og fór FH með sanngjarna 2-0 forystu inn í leikhléið. Eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik gerði Dennis Siim út um leikinn með þriðja marki FH með góðu skoti. Fátt markvert gerðist eftir það þar til á síðustu mínútu leiksins þegar Andri Steinn Birgisson átti skot í stöngina á marki FH úr upplögðu færi. Sanngjarn og í raun auðveldur sigur toppliðs FH því staðreynd. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum ánægður með sigurinn og þá ekki síður efsta sætið í deildinni. „Mér fannst við hafa góð tök á þessum leik. Við komum með því hugarfari að koma okkur í þetta efsta sæti. Menn sýndu vilja og metnað til þess og spiluðu vel á löngum köflum.“ Það var helst í byrjun leiksins að Grindavík veitti FH einhverja mótspyrnu. „Við komum í erfiðan útileik gegn Grindavíkurliði sem var fullt sjálfstrausts eftir stóran sigur síðast þannig að auðvitað var þetta í járnum í byrjun. Svo náðum við góðum tökum á þessu og eftir að við skoruðum fannst mér við spila nokkuð vel.“ Eftir að FH skoraði þriðja markið var eins og liðið færði sig aftar á völlinn í stað þess að keyra á særða Grindvíkinga. „Í stöðunni 3-0 er mikilvægt að menn haldi stöðunum sínum og nýti þau tækifæri sem gefast. Mér fannst við gera það. Auðvitað fengum við færi til að gera fleiri mörk en þetta var sanngjarnt,“ sagði glaðbeittur þjálfari FH í leikslok. - gmi LANDSBANKADEILD KARLA: FH-INGAR ERU KOMNIR Á TOPPINN Í DEILDINNI EFTIR 0-3 SIGUR Á GRINDAVÍK Í GÆR Komum með því hugarfari að fara í efsta sæti FÓTBOLTI Lánleysi hafði elt HK- ingum í allt sumar en lukkudísirn- ar gengu í þeirra lið í leiknum gegn Val og þeir unnu 4-2 sigur. Fyrri hálfleikur var fjörugur og fullur af færum. Aðeins stórleikur Gunnleifs Gunnleifssonar kom í veg fyrir að Valur leiddi með meira en einu marki í hálfleik. Birkir Már ýtti þá boltanum yfir línuna eftir að fyrirliðinn hafði varið skalla Helga Sigurðssonar. Á meðan hélt lánleysi HK-inga áfram. Þeir spiluðu ágætlega fram á við en vantaði meiri ákveðni fyrir framan markið. Vörn Vals lenti sjaldan í vandræðum og lítið gerðist þar til HK jafnaði um mið- bik síðari hálfleiks. Valsmönnum var refsað grimmilega en engu var líkara en þeir ætluðu að klára leikinn í fyrsta gír. Finnbogi Llor- ens skallaði inn eftir horn og jafn- aði. Iddi Alkhag kom HK yfir með góðu marki en Helgi jafnaði úr víti sem var réttilega dæmt eftir hendi. Draumur HK-inga um sigur var því skotinn strax niður en vonir þeirra kviknuðu þó strax aftur þegar Alkhag skoraði sitt annað mark og kom HK yfir. Hann innsiglaði svo þrennu sína á loka- mínútunni og Kópavogsbúar fögn- uðu sínum fyrstu stigum í sumar. „Það er frábært að hafa komið til baka og náð að vinna Íslands- meistarana eftir að hafa verið undir í hálfleik. Við gáfum ekki upp vonina og lögðum allt í þetta, það skilaði sínu. Við unnum sann- gjarnan sigur,“ sagði Gunnleifur, sem var frábær í leiknum. Vonandi kemur þetta okkur á beinu brautina. Við þurfum að koma okkur niður á jörðina eftir þetta og undirbúa okkur fyrir erf- iðan leik gegn ÍA. Vonandi fáum við heppnina með okkur núna, en maður ávinnur sér heppni,“ sagði fyrirliði HK. - hþh Valsmönnum var refsað grimmilega af HK þegar þeir töpuðu sínum þriðja leik í deildinni í sumar: Botnlið HK skellti Íslandsmeisturunum HART BARIST HK-ingar tóku hraustlega á Íslandsmeisturum Vals og náðu í mikil- væg þrjú stig á heimavelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.