Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 38
22 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > LINDSAY LESBÍSK? Svo virðist sem meint ástar- samband Lindsay Lohan og plötusnúðarins Samönthu Ronson sé staðreynd. Í það minnsta er móðir Lindsay hætt að neita því. „Ef hún er ánægð er ég ánægð. Það er allt sem ég segi. Samantha er frábær. Ég hef þekkt hana og fjöl- skyldu hennar í tíu ár,“ segir Dina Lohan um sambandið. Hæfileikakeppnin Britain‘s Got Talent hefur notið mikilla vinsælda, enda eini þátturinn þar sem hæfileikafólk á hvaða aldri sem er getur sýnt atriði af hvaða tagi sem er. Yfir 2,2 milljónir sjónvarps- áhorfenda greiddu atkvæði í úrslitaþættinum síðastliðið laugardagskvöld, en margir töldu öruggt að kór drengur inn Andrew Johnston myndi bera sigur úr býtum með englarödd sinni. Það urðu því mikil vonbrigði fyrir Andrew þegar hann hafnaði í þriðja sæti á eftir tveimur dansatriðum. Sigurvegari kvöldsins var hinn fjórtán ára gamli George Sampson. Hann var nálægt því að komast í úrslit í þættinum í fyrra, en lét ekki hugfallast eftir að hann datt út og mætti enn sterkari til leiks í ár. Jafnt dómarar sem áhorfendur virtust kunna að meta þrautseigjuna og stóðu upp eftir lokadansatriði hans við nýstárlega útgáfu af laginu „Singing in the Rain“. George býr með móður sinni og eldri bróður í lítilli félagsíbúð í Cheshire á Englandi og hefur fram að þessu dansað á verslunargötum og fjölförnum stöðum í því skyni að vinna sér inn peninga til að geta greitt fyrir danskennslu. Í viðtali eftir keppnina greindi George frá því að hann hefði átt við sjaldgæfan sjúkdóm að stríða sem kemur stundum upp hjá unglingum sem vaxa mjög hratt og veldur því að mænan er sérstaklega við- kvæm. Læknar vöruðu George við því að halda áfram að dansa breikdans af ótta við að hann gæti lamast, en þrýstingur á sjóntaugina olli því að George missti sjón á öðru auga tímabundið og óttaðist á tímabili að hann yrði blindur til frambúðar. George hafði þó endur- heimt sjónina áður en hann bar sigur úr býtum í keppninni og mun hann nú dansa fyrir Karl Breta- prins á The Royal Variety Show, auk þess sem hann hlýtur 100.000 pund að launum. - ag Dansaði til sigurs ANDREW JOHNSTON Margir töldu öruggt að hann myndi sigra með sönghæfileikum sínum, en hann hafnaði í þriðja sæti á eftir dansatrið- inu Signature og sigurvegar- anum George Sampson. DANSAÐI SIG INN Í HUG OG HJÖRTU BRETA Líf George Sampson breyttist skyndilega þegar hann vann Britain‘s Got Talent síðastliðinn laugardag og hlaut 100.000 pund í verðlaun. „Mér finnst þetta bara mjög gaman og það verður spennandi að takast á við þetta,“ segir Alexandra Helga Ívars- dóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland. Keppnin fór fram á Broadway síðastliðinn föstu- dag og var glæsileg að vanda, en það var Yesmine Olsson sem sá um framkomu stúlknanna. „Þetta var gott tækifæri til að vinna í sjálfri mér, sigrast á feimni og bæta sjálfstraustið,“ segir Alexandra, sem er að ljúka sínu þriðja ári í Menntaskól- anum við Sund. Spurð hvort keppnin hafi ekki tekið mikinn tíma frá náminu segir hún svo ekki vera. „Skólinn var eiginlega búinn, en ég var í prófum á meðan æfingarnar stóðu yfir. Það var erfiðast að tvinna þetta tvennt saman en maður lærði líka að skipuleggja tíma sinn betur. Ég náði öllu nema einu prófi, en ég fer í endurtökupróf í því fagi,“ segir Alexandra. En hvað tekur nú við? „Í sumar ætla ég að vinna á elliheimilinu Eir í Grafar- vogi, en fyrst ætla ég í langþráð frí til Flórída með kærastanum mínum og fjöl- skyldu hans,“ segir Alexandra sem mun fara fyrir Íslands hönd í keppnina Ungrú alheimur sem haldin verður í Úkraínu í október næstkomandi. „Æfingar byrja ekki alveg strax, en ég er mjög spennt fyrir keppninni og það verður gaman að fara til Úkraínu.“ - ag Ungfrú Ísland hjúkrar öldruðum ALEXANDRA HELGA ÍVARSDÓTTIR Mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Ungfrú alheimur sem fram fer í Úkraínu í október næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ásgeir Kolbeinsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú ætlar hann að breyta Laugardals- höll í risaskemmtistað. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi,“ segir Ásgeir Kolbeins- son, sem ætlar að breyta Laugar- dalshöllinni í skemmtistað 16. júní næstkomandi. Þá ætlar hann að halda tónleika þar sem enginn annar en David Guetta og Gus Gus munu sjá um stuðið. „Það er alltaf verið að halda venjulega tónleika, þess vegna ákvað ég að gera eitt- hvað öðruvísi. Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera,“ segir Ásgeir en ásýnd hallarinnar verður gjörbreytt. Ljós, barir og rándýr sviðsmynd munu meðal annars sjá til þess að gera upplif- unina sérstaka að sögn Ásgeirs. David Guetta er eitt af stærstu nöfnum danstónlistarbransans í dag og hlaut á dögunum World Music Awards sem besti danstón- listarmaðurinn. Lög hans hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Gus Gus þekkja allir landsmenn. „Þetta er það stærsta sem þeir hafa farið út í hér á landi enda spenningurinn meðal þeirra mik- ill,“ segir Ásgeir. Miðasala á viðburðinn hófst í gær á midi.is en boðið er upp á sæti í stúku og á gólfinu. Aldurs- takmark er átján ára en tuttugu ára á barinn. „Mér finnst allt of lítið gert fyrir ungt fólk í dag hvað innflutning á tónlistarmönnum varðar,“ segir Ásgeir. Dæmið er dýrt og áhættan mikil. „Já, þess vegna geri ég þetta almennilega. Ég er meira fyrir að gera eitthvað svona sjaldnar og gera það vel,“ segir Ásgeir, sem flutti inn Scooter 2004 og kjaft- fyllti Höllina. soli@frettabladid.is Gerir Höllina að stærsta skemmti- stað landsins ÁSGEIR KOLBEINS Ætlar að breyta Laugardalshöllinni í skemmtistað. AFSLÁTTUR Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Hreinn sparnaður MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Miele - líklega endingarbesta og ódýrasta parið Í upphafi skal endinn skoða! A B 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ TAKTU ÞÁTT!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.