Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 8
 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN, AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy gekkst í gær undir heilaskurðaðgerð á sjúkrahúsi í Norður-Karólínu, þar sem þess var freistað að fjarlægja illkynja æxli, sem hann greindist nýlega með. Í framhaldi af aðgerðinni þarf hann að gangast undir erfiða lyfja- og geislameðferð. Kennedy greindist með heilaæxli fyrir hálfum mánuði eftir að hann fékk flog á heimili sínu og var fluttur á sjúkrahús. Um níu þúsund manns greinast árlega í Bandaríkjunum með þessa sömu tegund af illkynja heilaæxli. Um helming- ur þeirra deyr innan árs frá greiningunni. - gb Edward Kennedy: Gekkst undir skurðaðgerð Auglýsingasími – Mest lesið TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 23 18 0 5/ 08 Víkingur Heiðar vann frækinn sigur í einleikarakeppni Juilliard-tónlistarskólans í New York fyrr á þessu ári og hefur vakið mikla aðdáun í tónlistarheiminum á síðustu misserum. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin og Ólaf Axelsson. Tónleikarnir eru til minningar um Birgi Einarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðaverð: 2.000 kr. / 1.500 kr. Forsala í Landsbankanum Fjarðabyggð og Egilsstöðum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð, þriðjudagskvöldið 3. júní. e r s t y r k t a r a ð i l i K i r k j u - o g m e n n i n g a r m i ð s t ö ð v a r i n n a r Allir velkomnir! Á að færa aukið skipulagsvald til ríkisins? Hádegisverðarfundur í Valhöll miðvikudaginn 4. júní, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður sveitarstjórnar- og skipulagsnefndar. Að fundinum stendur sveitarstjórnar- og skipulagsnefnd. VIÐSKIPTI „Ef við tökum raunlækk- un frá því í október er þriðjungur af lækkuninni kominn fram nú þegar og stefnir í það að spá um þrjátíu prósenta raunverðlækkun teljist vanmat ef svona heldur áfram,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, á málstofu um miðlun peningastefnunnar. Hann vísar hér til spár Seðlabanka Íslands um þróun verðs á húsnæði sem birtist nýlega í Peningamálum. Arnór telur að hafi stjórnvöld áhyggjur af því að Seðlabanki Íslands hafi með stýrivöxtum sínum of fá vopn í vopnabúri sínu gætu þau ákveðið að færa honum fleiri vopn í hendur. Hann telur að þróun á íbúðamarkaði gegni lykil- hlutverki í þeirri miklu einka- neyslu og lánabylgju sem hér hefur ríkt hérlendis undanfarin ár. Hækkun hámarkslána og veð- hlutfalla áttu ásamt lágum alþjóð- legum vöxtum ríkan þátt í að kynda undir þenslu. „Vilji stjórnvöld læra af reynsl- unni gætu þau íhugað að fela Seðlabankanum reglugerðarvald til að takmarka veðhlutfall ekki einungis Íbúðalánasjóðs heldur bankakerfisins í heild líkt og gert hefur verið í Hong Kong og Suður- Kóreu. Þá hefði Seðlabankinn væntanlega lækkað veðhlutföll þegar stjórnvöld og bankarnir ákváðu að hækka þau,“ segir Arnór. Aðalhagfræðingur Seðlabank- ans tekur ekki undir fullyrðingar um að peningastefna Seðlabank- ans sé algerlega getulaus. Hins vegar segir hann að verulegir hnökrar séu á miðlunarferlinu sem veiki mátt peningastefnunnar og auki óvissuna um miðlun henn- ar. Arnór bendir á að peningastefn- unni séu viss takmörk sett við þau skilyrði sem við búum við í dag. Á Íslandi séu sérstakir innlendir eftir spurnarskellir sem magni ójafnvægið. „Það er umhugsunar- efni að ekki skuli hafa tekist betur að ráða við þann hluta vandans sem var af innlendum rótum runn- inn en raun var á, en það sem öðru fremur réttlætir sjálfstæða pen- ingamálastefnu fyrir jafn lítið land og Ísland er að hún gefur færi á að mæta sérstökum fram- boðs- og eftirspurnarskellum með því að skapa innlend fjármálaskil- yrði sem eru frábrugðin þeim sem ríkja í viðskiptalöndum okkar,“ segir Arnór. bjornthor@markadurinn.is Húsnæðisverð gæti lækkað enn meira Haldi fram sem horfir gæti spá Seðlabankans um þrjátíu prósenta raunlækkun húsnæðisverðs reynst vanmat að mati aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. FRÁ MÁLSTOFU Í HÁSKÓLANUM Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að vilji stjórnvöld læra af reynslunni gætu þau gefið Seðlabankanum reglugerðarvald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtak- anna, er ánægður með frestun Alþingis á afgreiðslu frumvarps um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins. Málið er til umfjöllunar í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd og verður það fram í september þegar þing kemur saman á ný. Haraldur segir Bændasamtök- in ætla að nota sumarið til að fara ítarlega yfir málið, meðal annars með sérfræðingi í Evrópurétti, og að því búnu senda Alþingi umsögn. Frumvarpið, sem er í 74 grein- um, var lagt fram á Alþingi 1. apríl. Eftir fyrstu umræðu óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd umsagna. Tugir umsagna bárust en ekki frá Bændasamtök- unum þar sem þau töldu sér ekki fært að vinna verkið á þeim skamma tíma sem var til þing- frestunar. „Við mæltumst til þess að fá meiri tíma til að skilja þetta og höfum því ekki tekið efnislega afstöðu til málsins,“ segir Har- aldur. Einnig þurfi að skýra hvað standa eigi í þeim rúmlega fjöru- tíu reglugerðum sem frumvarpið gerir ráð fyrir að verði gefnar út. Bændaforystan ætlar því að nýta sumarið vel. „Við getum von- andi sagst skilja þetta í haust og þá sagt bændum um hvað þetta mál snýst,“ segir Haraldur. - bþs Bændasamtökin fagna frestun innleiðingar matvælalöggjafar Evrópusambandsins: Skiljum þetta vonandi í haust SAUÐFÉ Á BEIT Umsagnar Bændasama- takanna um matvælafrumvarpið er að vænta í sumar. BRETLAND, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær alls ekki ætla að draga til baka áform um að heimila lögreglu að halda grunuðum hryðjuverka- mönnum í 42 daga án þess að leggja fram ákæru. Breska þingið greiðir atkvæði um þessa breytingu í næstu viku, en allt að fimmtíu þingmenn úr Verka- mannaflokki Browns munu líklega greiða atkvæði gegn henni. Lögreglan hefur nú heimild til að halda föngum, sem grunaðir eru um hryðjuverkastarf- semi, í 28 daga. Mannrétt- indasamtök telja það allt of langt og gagnrýna harðlega að bresk stjórnvöld vilji lengja heimildina enn frekar. - gb Bresk hryðjuverkavarnalög: Brown ætlar ekki að bakka GORDON BROWN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.