Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 4
4 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ LÖGREGLUMÁL Um 100 grömm af kókaíni fundust við húsleit í íbúð í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöld. Í íbúðinni voru tveir karlmenn á fertugsaldri og voru þeir handteknir. Áður hafði lögreglan handtekið tvo aðra karlmenn á þrítugsaldri í næsta nágrenni. Í fórum annars þeirra fundust um fimmtán grömm af kókaíni. Eftir það var farið í húsleit á öðrum stað í miðborg- inni og þar fannst lítilræði af kókaíni. Við húsleitina á föstudag naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislög- reglustjóra og fíkniefnaleitar- hunds frá tollgæslunni. - jss Eiturlyf gerð upptæk: Fjórir teknir með kókaín LÖGGÆSLUMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og tollstjór- inn í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um aukið samstarf á sviði fíkniefnamála. Það felur meðal annars í sér að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu losar sig við alla fíkniefnahunda, en tollgæslan mun veita umdæminu þá þjónustu sem þörf er fyrir með sínum hund- um. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur í hyggju að fá sér eftirlitshunda í staðinn og hefur sent ríkislögreglustjóra erindi þess efnis, að sögn Stefáns Eiríks- sonar, lögreglustjóra á höfuð- borgar svæðinu. „Þetta samkomulag er rammi utan um það góða samstarf sem hefur verið á milli embættanna,“ segir Snorri Olsen, tollstjóri í Reykjavík. Með samkomulaginu verða nokkrar breytingar á sam- starfinu. „Við erum að koma því þannig fyrir að aðstaða verði fyrir starfsmenn frá Tollstjóranum hjá lögreglunni og gagnkvæmt.“ Snorri segir að auk þessa verði unnið nánar varðandi nýtingu á fíkniefnaleitarhundum. „Við höfum verið með samstarf á því sviði og aðstoðað lögregluna þegar eftir því hefur verið leitað, en munum nú gera það í enn ríkari mæli. Okkar hundar eru í góðri þjálfun og eru raunverulega að þjálfa sig í vinnunni daginn út og daginn inn. Við munum bæta við hundi hjá okkur og áætlunin er að þeir verði fjórir í lok næsta árs.“ Snorri segist telja mikinn ávinn- ing af þessu samkomulagi fyrir bæði embættin. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu geti nýtt sína fjámuni og mannskap í önnur, ekk- ert síður mikilvæg verkefni, en þeir hafi sinnt með hundum sínum. „Við getum stækkað hunda- eininguna okkar. Þá verða verkefni starfsmanna Tollgæslunnar fjöl- breyttari. Þetta þýðir að þeir þurfa að fara í húsleitir með lögreglu, leita í bílum og annað slíkt. Ef vel tekst til verður þetta ávinningur fyrir landsmenn og þjóðfélagið í heild ef við náum enn meiri árangri en áður.“ jss@frettabladid.is Breytingar á samstarfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Tollstjórans í Reykjavík: Eftirlitshundar í stað fíkniefnahunda AF SEM ÁÐUR VAR Lögreglumenn með fíkniefnahunda verða ekki lengur á vegi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Bílvelta við Blönduós Engan sakaði í bílveltu skammt fyrir utan Blönduós á þriðja tímanum í gær. Voru bílstjórinn og farþegar hans fluttir til öryggis á sjúkrahúsið á Blönduósi til skoðunar. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR Sumaráætlun Strætós Sumaráætlun Strætós bs. tók gildi 1. júní og gildir til 23. ágúst næst- komandi. Breytingar hafa orðið á tíðni ferða á mörgum leiðum. Allar breytingarnar eru kynntar á strætó.is, í öllum vögnum, leiðabókum og í síma 540-2700. SAMGÖNGUMÁL Grandi með mesta kvótann HB Grandi hefur ráðstöfunarrétt yfir 11,91prósenti heildaraflaheimilda fisk- veiðiflotans í þorskígildum talið, segir í nýrri úttekt Fiskistofu. Samkvæmt lögum má engin útgerð eiga meira en tólf prósent og er fyrirtækið því rétt undir kvótaþakinu. SJÁVARÚTVEGUR SJÁVARÚTVEGUR „Ég vil undirstrika að andstæðingar hvalveiða hafa alltaf skírskotað til þess að það sé ekki tilefni til að veiða hval af því að afurðirnar muni ekki seljast. Þeir hljóta að viðurkenna rétt- mæti þeirra þegar salan kemst á,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra. „Ég útiloka alls ekki að frekari kvóti verði gefinn út.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra vísar til yfirlýs- ingar sinnar vegna útgáfu reglu- gerðar um hrefnuveiðikvóta þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar vegna sölu á langreyðarkjöti til Japans. Ákvörðunarvaldið um hvort frekari hvalveiðikvóti verður gef- inn út liggur alfarið hjá sjávarút- vegsráðherra sem tekur fram að of snemmt sé að svara því hver verði næstu skref. Þegar leitað var eftir viðbrögð- um utanríkisráðherra vegna sölu hvalkjöts til Japans kom hún þeim skilaboðum til Fréttablaðsins að ástæðulaust væri að tjá sig um sölu kjötsins sérstaklega og hugs- anlega þýðingu þess fyrir áfram- hald hvalveiða. Vísaði hún til yfir- lýsingar sinnar eftir að sjávarútvegsráðherra gaf út reglu- gerð um hrefnuveiðar 19. maí síð- astliðinn. Í yfirlýsingunni kom fram að skýrt væri á milli ráðherra í ríkis- stjórninni að ráðherrar Samfylk- ingarinnar séu ekki fylgjandi ákvörðun um veiðar á fjörutíu hrefnum og hennar skoðun væri að verið væri að fórna meiri hags- munum fyrir minni með veiðum á hrefnu. Enn fremur segir: „Útgáfa reglugerðar um hrefnuveiðikvóta er ákvörðun sjávarútvegsráð- herra, tekin í framhaldi af stefnu sem hann mótaði 2006. Sjávarút- vegsráðherra hefur stjórnskipu- legt forræði á útgáfu reglugerðar sem þessarar án þess að hún komi til afgreiðslu í ríkisstjórn.“ „Það er ég sem tek ákvörðun um útgáfuna en þetta er mál sem verð- ur að ræða innan stjórnarflokk- anna,“ segir Einar. Spurður um líkur á því að hann gefi út hvalveiðikvóta segist Einar ekki vilja tjá sig um það strax. „Ég vil sjá hvernig þessu vindur fram í Japan. Þeir sem hafa gagnrýnt hvalveiðarnar hafa alltaf vísað til þess að forsenda til að hefja hval- veiðar væri sú að afurðirnar selj- ist. Þess vegna er mikilvægt að sjá hvað kemur út úr þessu núna í Japan.“ Í gærkvöldi kom tilkynning frá japönskum stjórnvöldum að þau hefðu engar upplýsingar um inn- flutning hvalkjötsins til landsins. svavar@frettabladid.is Vill alls ekki útiloka frekari hvalveiðar Sjávarútvegsráðherra útilokar alls ekki frekari hvalveiðar. Hann telur að and- stæðingar veiðanna hljóti að viðurkenna réttmæti þeirra eftir sölu afurðanna. Utanríkisráðherra vísar til yfirlýsingar vegna nýhafinna hrefnuveiða. HVALFJÖRÐUR 2006 Sú fyrsta af sjö langreyðum komin í land í október 2006. Alls mátti veiða níu dýr. Afurðirnar hafa verið geymdar í frysti í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR EINAR K. GUÐFINNSSON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11 15 14 10 9 8 6 5 5 8 5 14 4 8 8 20° 24° 25° 20° 24° 19° 23° 21° 20° 31° 25° 17° 19° 20° 22° 25° 25° 20° 14 16 15 18Á MORGUN 10-18 m/s sunnan og vestan til annars hægari FIMMTUDAGUR 5-15 m/s, hvassast SV-til 13 10 17 14 13 7 10 14 14 9 16 12 12 VAXANDI VINDUR Í KVÖLD Það er lægð að nálgast sunnanvert landið og hennar fer að gæta í kvöld, bæði með vætu og vindum, einkum þó sunnan til og við Breiðafjörð. Eru horfur á að á morgun verði all- hvass vindur syðst á landinu annars töluvert hægari. Lægir sunnan til á fi mmtudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Karlmaður var handtekinn á Selfossi á föstudag, grunaður um að hafa látið greipar sópa um hús sem yfirgefið hafði verið eftir jarðskjálftann daginn áður. Í fórum mannsins fundust rifflar og skammbyssa, sem talið var að hann hefði tekið úr húsinu. Skammt frá fundust ýmsir munir úr silfri sem lögregla telur að maðurinn hafi stolið úr húsinu og falið. Maðurinn sagði að kunn- ingjafólk hans byggi í húsinu og að hann hefði ætlað að bjarga hlutunum frá þjófum. Í bíl hans fannst einnig amfetamín. - sh Bíræfinn þjófur á Selfossi: Lét greipar sópa í yfirgefnu húsi STJÓRNMÁL Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, lét af störfum í gær eftir 36 ár í stóli ritstjóra. Á fundi með starfsmönnum Morgunblaðs- ins í gær sagði hann meðal annars að þjóðmálaskoð- anir hans og samtíðar- manna hans á blaðinu hefðu mótast af hörðum átökum kalda stríðsins, en með nýju fólki væru áherslurnar aðrar. Þá minnti hann á að tengsl Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins hefðu á árum áður verið sterk en hann hefði ásamt Matthíasi Johannes- sen, þáverandi meðritstjóra, ákveðið að slíta þeim. Ólafur Stephensen er nýr ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri Árvakurs. - ovd Nýr ritstjóri Morgunblaðsins: Ólafur tók við af Styrmi í gær STYRMIR GUNNARSSON GENGIÐ 02.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,5012 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,04 75,4 147,26 147,98 116,54 117,2 15,622 15,714 14,659 14,745 12,469 12,543 0,7146 0,7188 121,61 122,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.