Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jón Viðar Baldursson tæknifræðingur er mikill útivistarmaður og vílar ekki fyrir sér að ganga upp fjöll á skíðum. Jón Viðar gekk við fjórða mann á fjöll um hvíta- sunnuhelgina á svokölluðum fjallaskíðum. Félagarnir lögðu af stað frá bílastæðinu við Kaldbak í Eyjafirði. „Við lögðum af stað á föstu- dagskvöldi og gengum inn á Trölladal og tjölduð- um í snjóskafli klukkan þrjú um nóttina,“ segir Viðar. „Við gistum tvær nætur og gengum upp öll fjöllin þarna í kring og renndum okkur niður.“ Undir fjallaskíðin er límt svokallað skinn þannig að hægt er að ganga upp snarbrattar brekkur. Á toppnum eru skinnin tekin undan, hælarnir festir niður og þá eru skíðin orðin að svigskíðum. „Ég held að það sé auðveldara að labba á fjöll á svona skíðum heldur en í gönguskóm á sumrin því snjórinn sléttar allt út. Svo er auðvitað bónus að þurfa ekki að labba niður aftur,“ segir Jón Viðar hlæjandi og er ánægður með ferðina. „Þetta var frábær ferð en á laugardeginum átti ég afmæli og þeir komu með köku handa mér strákarnir. Færið var gott en blindað og frekar andstyggilegt að renna sér niður fjallið án þess að sjá hvað var fram undan. Á sunnudag var veðrið eiginlega orðið of gott svo snjórinn varð blautur og allt stóð fast þegar átti að renna sér niður, en þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég prófaði fyrst í fyrra að fara svona utan brautar norður í Hlíðarfjalli og það var mjög skemmtilegt. Tilfinningin að skíða í púðri er alveg ótrúleg, manni finnst eins og þetta hljóti að vera svipað og að fljúga.“ Viðar er mikill útivistarmaður en hann gekk á Kilimanjaro í vetur og var á leiðinni á kajak þegar hann ræddi við blaðamann. „Þetta er bara svo gaman og skemmtilegt fólk í þessu. Ég held þessu áfram meðan ég get.“ heida@frettabladid.is Gengið á fjöll á skíðum Jón Viðar og félagar hans tjölduðu í snjóskafli til tveggja nátta og gengu á fjöll á skíðum. MYND/GUNNLAUGUR BÚI ÓLAFSSON Félagarnir á göngu upp brattann, Jón Viðar í miðið. HRAUSTIR FÆTUR Mikilvægt er að hugsa vel um fæturna. Með góðri umhirðu og réttum skóm er hægt að koma í veg fyrir inngrónar táneglur, sigg og líkþorn. HEILSA 4 SAMEINAÐIR KRAFTAR Lokaverkefni Birnu Hjaltadóttur og Huldu Signýjar Gylfadóttur úr Kennaraháskólanum er barnabók um ólíka einstakl- inga sem sameina krafta sína. NÁM 3 YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Kerrurnar eru til sýnis hjá: Mex - byggingavörum Lynghálsi 3 - Árbæjarhverfi Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Ný sending af Anssems kerrum - Stærð 405 x 178 cm - 3 tonna Allar hliðar niðurfellanlegar faste ignir10. SEPTEMBER 2007 Fasteig nasala n Húsa kaup h efur til sölu tv ílyft raðhú s bygg ð á skj ólsælu m stað á Arna rnes- hæðin ni. N útíma leg t vílyft raðh ús í fúnkí s-stíl með mögu leika á fim m sve fnher bergj um. H úsin eru ý mist k lædd flísum eða b áraðr i álklæ ðn- ingu s em tr yggir lágm arksv iðhald . Hús in eru alls 2 49 ferme trar m eð bíl skúr og er u afh ent ti lbúin til in n- réttin ga. Arnar neshæ ðin er vel s taðse tt en hverf ið er byggt í suðu rhlíð og lig gur v el við sól o g nýt ur sk jóls f yrir Stutt er í h elstu stofnb rautir og ö ll þjó n- i Hér e r dæm i um lýsing u á e ndara ðhúsi : Aða linn- gangu r er á neðr i hæð . Gen gið er inn í forst ofu o g útfrá miðju gangi er s ameig inlegt fjöls kyldu rými; eldhú s, bor ð- og setus tofa, alls r úmir 50 fe rmetr ar. Útgen gt er um st óra re nnihu rð út á ver önd o g áfra m út í g arð. N iðri e r einn ig bað herbe rgi, g eyms la og 29 fm bí lskúr sem er inn angen gt í. Á efri h æð er u þrjú mjög stór s vefnh erber gi þar af eit t með fatah erber gi, baðhe rberg i, þvo ttahú s og s jónva rpshe rberg i (hön n- un ge rir rá ð fyr ir að loka megi þessu rými og n ota sem f jórða herb ergið ). Á e fri hæ ð eru tvenn ar sva lir, frá h jónah erber gi til austu rs og sjón varps herbe rgi til ves turs. Hand rið á svölu m eru úr he rtu gl eri. Verð frá 55 millj ónum en n ánari uppl ýsing ar má finna á ww w.arn arnes haed. is eða www .husa kaup. is Nútím aleg fú nkís h ús Tvílyft raðhú s í fún kís-stí l eru t il sölu hjá fa steign asölun ni Hús akaup um. ATH ÞJÓNUS TA OFAR Ö LLU og sk ráðu eignin a þína í sölu hjá o kkur HRIN GDU NÚNA 699 6 165 Stefá n Páll Jóns son Löggi ltur fa steign asali RE/M AX Fa steign ir Engja teig 9 105 R eykja vík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.