Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 34
18 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Það er komið sumar og brúðkaupabylgjan er farin af stað, eins og hún gerir á ári hverju. Ég er, eins og maður segir á góðri íslensku, sökker fyrir brúðkaupum. Mér er alveg sama um skilnaðar- tíðnina, alveg sama þó að fólk reyni að segja mér að brúðhjónin sjálf séu yfirleitt hálfdauð úr stressi á deginum góða og nái varla að njóta hans sjálf, alveg sama þó að öðrum finnist þetta allt saman hálf- hallærislegt og tilgangslaust. Ég er sökker fyrir brúðkaupum og jú, ein af þeim sem berjast við tárin athöfnina á enda, með tissjú, vatns- heldan maskara og „superglue“ í töskunni í heiðarlegri en nokkuð vonlausri tilraun til að halda andlit- inu. Reynsla mín sem brúðkaups- gestur er svo sem ekki víðtækari en margra annarra. Ég hef hins vegar nú þegar gert nokkur mistök sem ætti að varast í brúðkaupstíð. Ég vil því koma með eftirfarandi ábendingar til brúðkaupsgesta sumarsins. Ekki ákveða að fara í fjallgöngu fimm tímum fyrir mætingu. Það getur haft í för með sér, auk hæl- særa, mikla tímaþröng, sem endar að lokum á því að bandarískir túr- istar fá hláturskast yfir blásak- lausri stúlku að raka á sér fótlegg- ina fyrir framan Dómkirkjuna í Reykjavík. Ekki gera ráð fyrir því að það taki fimm mínútur að keyra úr Vestur bænum í Árbæjarsafn á Menningarnótt. Það endar í sprett- hlaupi yfir grasflöt, sem allir sem hafa klæðst sex sentímetra hælum og yfir geta vottað að er ekki, aldrei, málið. Ekki bera á þig brúnkukrem degi áður, fara svo í spretthlaup yfir grasflöt, og verja athöfninni í að hafa áhyggjur af því að svitinn sem lekur niður bakið á þér skilji eftir sig brúnar rákir í kjólnum. Að auki vil ég benda á að ofnæmis- töflur í töskunni eru til margs gagn- legar. Ekki síst til að hægt sé að skella skuldinni á frjókornaofnæmi á sannfærandi hátt, séu augnlokin aðeins of bólgin eftir athöfnina. STUÐ MILLI STRÍÐA Ofnæmistöflur og „superglue“ SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR LUMAR Á GÓÐUM RÁÐUM FYRIR BRÚÐKAUPSGESTI SUMARSINS ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Konunni minni finnst ég barnalegur. Hæ! Ég heiti Nonni og ég ætla að syngja Wonderwall með Oasis! Gjörðu svo vel! Þegar þú ert tilbúinn! Takk! Kjartan... Þú mátt byrja! Sko, Nonni! Þetta var ekki gott! Þetta var glatað! Alveg! Ekkert stuð! Ekkert flæði! Ekkert grúv! Freddi? Borðaðu eitt- hvað eitrað! Hvað fékkstu þér í hádegismat, Palli? Hamborgara. Þú? Jógúrt. ...með kjötsósu. Stanislaw, þú ættir kannski að endurskoða þetta með að eiga kærustu sem er grænmetisæta. Lalli, ég er á leið í skól- ann. Það hljómar eins og staður fyrir mig! Lesa? Skrifa? Reikna? Frímínúturnar. Hver henti blauta hand- klæðinu sínu á gólfið? Ö, ég. Fyrirgefðu, ég hélt þú yrðir of upptekin til að sjá það. Of upptekin?? Af hverju ætti ég að vera of upptekin til að sjá rennandi blautt handklæði á miðju gólfi í herberginu þínu? Þá giska ég á að þú sért ekki búin að sjá hvað ég ruslaði mikið til á baðherberginu. 2.490,- 399,- 1.990,- 499,- 4.490,- 499,- Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Rafm.sláttuvélar Vandaðar vélar og öflugir mótorar Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.