Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 12
12 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar Þýskar gæðasláttuvélar fyrir þá sem gera kröfur um gæði „Það er allt í toppstandi hjá mér. Dagarnir eru fallegir og ég er auðvitað mikill sumarmaður eins og allir alvöru hestamenn,“ segir Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. Einar hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda lokaundirbúningur fyrir hestasumarið langt á veg kominn. „Við erum að leggja lokahönd á pantanir og slíkt fyrir hestaferðirnar í sumar. Þetta verður stórt sumar og mikið um að vera. Við finnum aðeins fyrir heimskreppunni því útlendingar spyrja meira eftir styttri og ódýrari ferðum en áður hefur verið. Það er hins vegar ekkert krepputal í Íslendingunum. Fjölgun þeirra í ferðirnar okkar í ár er gríðarlega mikil.“ Einar er fyrrverandi körfuknattleiksmaður og einn kunnasti aðdáandi íþróttarinnar hér á landi. „Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara inn á vefsíðuna nba.com og leita eftir úrslitum minna manna í Boston Celtics. Ég hef verið stuðningsmaður Boston síðan 1965 og þetta sögufræga félag hefur ekki unnið NBA-deildina í 22 ár. Það er kominn tími til að breyta því,“ segir Einar. Hann dreymir um að gömlu risarnir í Boston og Los Angeles Lakers mætist í úrslitaeinvíginu. „Ef sú verður raunin að þessi tvö lið mætist í úrslitunum þá skiptir engu máli hvernig stendur á hjá mér, ég flýg til Boston og verð í höllinni. Ég þori ekki að negla ferðina betur niður fyrr en það er orðið ljóst hvaða lið mæt- ast. Maður er svo hjátrúarfullur, sjáðu til,“ segir Einar og hlær. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EINAR BOLLASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSHESTA Undirbýr hestasumarið nær og fjær „ORÐRÉTT“ HVALKJÖT: BORÐAÐ Í JAPAN ■ Japanir hafa borðað hvalkjöt lengi og mikil hefð er fyrir hvalveiðum þar í landi. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld varð hval- kjötið mjög vinsælt, þar sem það var ódýrt og er mjög prótínríkt, en vinsældirnar döluðu eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hvalkjöt hefur verið notað í ýmsum myndum í Japan. Til dæmis voru fiskipylsur, sem búnar voru til úr hvalkjöti og tún- fiski, vinsælar. Þá hefur það verið notað í sushi og borðað hrátt. Jafnvel hefur það verið hakkað í hamborgara. Stífleiki í lærum, saltútfelling svo hlauparinn er allur hrímhvítur, hlaupararnir skjögrandi áfram og loks fellur einn þeirra í götuna eftir 24 tíma hlaup. Það er ýmislegt sem gengur á þegar hlaupið er í einn sólarhring eða meira. Gunn- laugur A. Júlíusson langhlaupari vann þetta afrek og átti bara í smá erfiðleikum með að ganga stiga fyrsta daginn á eftir. „Það sat nokkur spenna í mér. Ég taldi mig betur undirbúinn en í fyrra og hafði sett mér það markmið að sprengja 200 kílómetra múrinn.“ Þannig byrjar Gunnlaugur A. Júlíus- son langhlaupari lýsingu á þátttöku sinni í sólarhringshlaupi á Borgundarhólmi á bloggsíð- unni gajul.blogspot.com. Hann stefndi að því að hlaupa um tíu kílómetra á klukkustund. „Það er hlaupið í skógargöngum sem eru 700 metra löng hvor leið og svo örstuttur spotti á milli. Skógurinn bæði skýlir manni fyrir vindi og eins fyrir sólinni ef hún er of sterk þannig að aðstæður eru góðar á margan hátt. Ég ákvað að hlaupa fyrstu þrjátíu kílómetrana án þess að stoppa en fara þá að ganga smáspöl á hverjum hring til að brjóta upp álagið,“ segir Gunn- laugur. Eftir fimm klukkustundir var Gunnlaugur farinn að lýjast en fékk sér þá hressingu og þreytan hvarf úr lærunum. „Ég fann aldrei fyrir votti af krampa eða sinadrætti, þrátt fyrir að saltútfellingin væri hreint svakaleg. Maður var allur hvítkrímóttur eins og saltstólpi,“ útskýrir hann. Tuttugu mínútur fyrir tíu hafði Gunnlaugur náð settu marki. „Ég fann að ég hefði átt að vera með þrjú skópör því seinni skórnir sem ég skipti yfir á voru orðnir full harðir, þannig að maður varð dálítið sárfættur undir það síðasta. Ég gekk síðasta hringinn til að njóta stundarinnar. Norðmaðurinn sem vann 24 tíma hlaupið hljóp enn á fullu gasi, hár og laufléttur. Að lokum hljómaði lúðurinn og 217,7 km voru í höfn.“ Hlaupararnir og aðstoðarmenn þeirra hittust í markinu að loknu hlaupi og samglöddust. „Það var rétt búið að afhenda bikara fyrir 48 tíma hlaupið þegar maður sem stendur rétt hjá mér steypist í götuna. Kona sem stóð við hliðina á honum greip í hann og dró þannig nokkuð úr fallinu. Engu að síður skall hann á ennið og blæddi nokkuð úr. Það varð vitaskuld uppi fótur og fit. Hann rankaði sem betur fer við eftir skamma stund, fékk að drekka og náði áttum á ný,“ segir Gunnlaugur og telur það mildi að maðurinn hafi ekki fengið meiri áverka. Hann kveðst koma sjálfur mjög vel út úr hlaupinu og aðeins átt í smávegis erfiðleikum með að ganga stiga fyrsta daginn eftir hlaupið. ghs@frettabladid.is Bara sprettur eftir Borgundarhólm GUNNLAUGUR A. JÚLÍUSSON Hljóp 218 kílómetra á einum sólarhring og bætti vegalengdina um tuttugu kílómetra frá því í fyrra en sá eftir að hafa aðeins skipt einu sinni um skó á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sá á kvölina sem á völina „Stjórnvöld fara eftir ráðlegg- ingum fiskifræðinganna og ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér verður veiddur hvalur eftir þeirra hugmynd- um.“ KRISTJÁN LOFTSSON FORSTJÓRI HVALS HF. UM SÖLU Á KJÖTI TIL JAPANS. Fréttablaðið 2. júní. Ég og Dorrit „Við Dorrit óskum ykkur til hamingju með glæsilegan sigur í frábærum leik. Þjóðin fagnar öll og óskar ykkur heilla á komandi Ólympíu- leikum. Sigurkveðjur.“ ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORSETI ÍSLANDS, AÐ LOKNUM LANDSLEIK ÍSLENDINGA OG SVÍA Í HANDKNATTLEIK. Fréttablaðið 2. júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.