Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 36
20 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17 Franski rithöfundurinn Philippe Claudel les upp úr bók sinni „Í þokunni“ í aðalsafni Borgarbóka- safnsins, Tryggvagötu 15, í dag kl. 17. Bókin kemur út í dag hjá bókaforlaginu Bjarti í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Claudel hlaut virt frönsk bók- menntaverðlaun, Prix Renaudot, fyrir þessa skáldsögu. Tónlistarhátíðin AIM Festival fer fram á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, en þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin verður haldin. Um er að ræða alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; þar ægir saman poppi, rokki, djassi, pönki, blús og klassík. Í fyrra komu níutíu tónlistarmenn frá fjórtán þjóðlöndum fram á hátíð- inni og verður dagskráin ekki síður glæsileg í ár. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studn itzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar léttan og pönkaðan djass og hefur ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmor- íska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning, kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records- kvöldi á Græna hattinum ásamt ungu poppurunum í Retro Stef- son og gleði pönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verður að auki gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mót- ettukórinn, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flytur stórvirkið Vesper op. 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngv- arar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson leika valsa eftir Brahms og Beethoven á flygilinn í Ketilhúsinu. Nánari upplýsingar um AIM Festival og dagskrána í heild sinni má finna á heimasíðu hátíðarinn- ar: www.aimfestival.is - vþ Margar tegundir tónlistar MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Kemur fram á AIM-tónlistarhátíðinni á Akureyri um miðjan mánuðinn. Sjötta árlega Kórastefn- an við Mývatn hefst nú á fimmtudag. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri og eru nú um 400 talsins. Norræn karlakóratónlist og verkið Carmina Burana eftir Carl Orff verða í brennidepli á hátíðinni. Dagskrá Kórastefnunnar er glæsi- leg að vanda. Meðal annars verður boðið upp á 100 ára afmælistón- leika Kórs Reykjahlíðarkirkju, miðnætursöng í Jarðböðunum við Mývatn, tónleika í hraunhvelfingu Laxárvirkjunnar og svo að sjálf- sögðu stórtónleika í stefnulok. Margrét Bóasdóttir er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Kóra- stefnunnar. Hún segir staðsetningu hátíðarinnar vera afar viðeigandi. „Ég er sjálf fædd og uppalin í Mývatnssveit og þekki því vel þá ríku sönghefð sem þar þrífst. Mývetningar syngja iðulega fjórraddað þegar þeir hitt- ast og skemmta sér og því er vel við hæfi að halda svona stóra söng- hátíð hér. Það er sérlega ánægju- legt að sjá hvernig stefnunni hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum sex árum sem hún hefur farið fram; upphaflega voru þátttakend- ur um 150 en í ár eru þeir um 400.“ Á Kórastefnunni hefur iðulega verið lögð áhersla á tvö verkefni ár hvert; verkefni fyrir sérhæfða kóra og svo stórt verkefni fyrir blandaða kóra. „Í fyrra voru verk fyrir kvennakóra í sviðsljósinu hjá okkur, en í ár eru það karla kórarnir sem fá að njóta sín og flytja nor- ræna karlakóratónlist. En stóra verkefnið í ár er að sjálfsögðu upp- setningin á Carmina Burana. Í henni taka þátt blandaðir kórar, barnakór, einsöngvarar og svo Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands sem við höfum átt í afar farsælu sam- starfi við.“ Þeir kórar sem taka þátt í Kóra- stefnunni að þessu sinni eru Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Samkór Kópavogs, Lögreglu kórinn í Reykjavík, Karlakór Keflavíkur, Barnakór Hafralækjarskóla, Kór Reykjahlíðarkirkju, Samkór úr þingeyskum kirkjukórum og félag- ar úr kórum á Akureyri. Nokkra athygli vekur að einnig tekur þátt sænskur kór; Åkersberga Kammar- kör frá Stokkhólmi. Margrét seg- ist hafa orðið vör við þó nokkurn áhuga á Kórastefnunni frá erlendum kórum. „Nýverið var opnuð heimasíða fyrir Kórastefn- una, en markmiðið með síðunni er að gera þátttöku í stefnunni aðgengilegri fyrir erlenda kóra. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir frá erlendum kórum sem hafa áhuga á að koma hingað til lands og taka þátt í Kórastefnunni, en kostnaðurinn við slíkt ferðalag er auðvitað mikill og strandar þátt- takan oftast á því. En við stefnum að því í framtíðinni að það komi tveir til þrír erlendir kórar á ári og syngi með.“ Tónlistarunnendur á Norður- landi geta greinilega hugsað sér gott til glóðarinnar nú um helgina. Áhugasömum er bent á heimasíðu kórastefnunnar, www.korastefna. is, en þar má nálgast nánari upp- lýsingar um dagskrána og kaupa miða á tónleika. vigdis@frettabladid.is Kórar hittast í söngelskri sveit MARGRÉT BÓASDÓTTIR www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 24 48 0 5/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 2-8 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Bifrreiðaverkstæði Reykjavíkur ehf. Bæjarflöt 13 Reykjavík Sími: 577-7080 Bílatangi ehf. Suðurgötu 9 Ísafjörður Sími: 456-4580 Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 Sauðárkrókur Sími: 455-4500 Bílaleiga Húsavíkur ehf. Garðarsbraut 66 Húsavík Sími: 464-2500 Toyota - Varahlutir Núna er 15% afsláttur af rúðuþurrkum hjá sölu- og þjónustuaðilum Toyota um allt land. Gildir til 30. júní 2008. Njóttu sumarsins og fegurðar landsins í gegnum hreina framrúðu. Komdu og skiptu um þurrkur – fyrir ánægjulegri akstur. Viðurkenndir Toyota varahlutir í alla bíla, alls staðar. Njóttu útsýnisins í sumar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.