Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 26
 3. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verktakar Ístak er einn af stærstu verk- tökum Íslands með yfir þrjátíu verkefni í gangi af ólíkum toga og ýmsum stærðar- gráðum. Alltaf bætist við, nú síðast lokaframkvæmdir og frá- gangur á Kárahnjúkasvæðinu. Loftur Árnason framkvæmda- stjóri var tekinn tali. „Við höfum mjög mikið að gera og það er ekki fyrirsjáanlegur samdráttur í veltunni hjá okkur, frekar öfugt,“ segir Loftur og nefnir mikið framboð verkefna fyrir opinbera aðila eins og Vega- gerðina. Hann tekur fram að Ístak hafi haldið sig frá íbúðarbygging- um fyrir eigin reikning og verði því ekki eins fyrir barðinu á láns- fjárleysinu og ýmsir aðrir. „Þegar við höfum byggt íbúðir höfum við haft einhverja stærri viðskipta- vini til að byggja fyrir,“ útskýrir hann. Meðal vegaverkefna Ístaks má nefna breikkun Reykjanes- brautar, færslu Nýbýlavegar og gatnamót við Leirvogstungu en hvar eru stærstu framkvæmdirn- ar um þessar mundir? „Fyrst vil ég nefna virkjun við Sisimiut á Vestur-Grænlandi sem er sjö milljarða verk. Þar erum við með hönnun, línulagnir og allt og eigum svo að sjá um rekstur- inn í fimm ár eftir að byggingu er lokið. Við komum þarna að eyði- firði í fyrrasumar og byggðum upp þorp og þar hafa menn unnið í allan vetur í allt niður í fjöru- tíu gráðu frosti við mjög erfiðar aðstæður. Við þurftum að birgja okkur vel upp fyrir veturinn enda er enn ís yfir öllu. Næststærsta verkefnið er Há- skólinn í Reykjavík undir Öskju- hlíðinni og svo vorum við að fá stórt verk við Hraunaveitur fyrir norðan Vatnajökul. Auk þessa má nefna byggingarvöruversl- unina Bauhaus við Úlfarsfell og stórt verslunarhús í Garðabæ sem nefnist Kauptún. Svo erum við með tvo áfanga í stöðvar- húsi Hellis heiðarvirkjunar og vorum að fá frágangsverkefni við að fegra landið á heiðinni. Við höfum verið með dælustöðv- ar fyrir Hafnfirðinga, erum að lengja flugvöllinn á Akureyri og ætlum að dýpka höfnina fyrir Siglfirðinga. Skólavörðustígur- inn er sundurgrafinn eftir okkur núna og svo erum við með dælu- stöðvarverkefni á Akranesi og í Borgarnesi.“ Það eru ekki bara frárennslis- framkvæmdir, virkjanir og versl- unarhallir sem Ístak hefur á sinni könnu heldur eru guðshús líka á verkefnalistanum, bæði nýbygg- ingar og endurbætur. „Við erum að gera við Hallgrímskirkju, steypan er ansi illa farin svo það er heilmikið verk. Svo erum við að byggja kirkju fyrir Kópavogsbúa í Lindahverfinu og höfum nýlokið viðgerðum á Hafnarfjarðar kirkju að innanverðu,“ lýsir Loftur. Starfsmenn Ístaks eru um 750, rúmur helmingur þeirra erlend- ir og þar eru Pólverjar í mikl- um meirihluta, nema á Græn- landi þar sem Slóvakar eru fjöl- mennastir. Loftur býst við að þurfa að bæta við sig starfs- mönnum á næstunni og telur að losna fari um íslenska vinnuaflið. „Við fáum aðeins viðbrögð núna þegar við auglýsum eftir starfs- fólki enda er greinilegur sam- dráttur í íbúðabyggingum,“ segir hann og neitar því ekki að finna líka fyrir kreppunni á annan og neikvæðari hátt. Bæði hafi verið hætt við verk á samningsstigi og menn greiði ekki alveg eins fljótt og þeir voru vanir. „Lokun bank- anna á lánsfé hefur mikil áhrif á allan rekstur, olíuverðshækkunin einnig og hin snögga gengisbreyt- ing,“ segir Loftur. „Það er vissu- lega við erfiðleika að etja víða þannig að þótt ég sé brattur þá eru ýmis ljón í veginum.“ - gun Virkjanir, vegagerð og guðshús „Við fáum aðeins viðbrögð núna þegar við auglýsum eftir starfsfólki enda er greinilegur samdráttur í íbúðarbygg- ingum,“ segir Loftur Árnason, fram- kvæmdastjóri Ístaks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virkjunin í Sisimiut í Vestur-Grænlandi er eitt stærsta verkefni Ístaks um þessar mundir. Það er í skilum árið 2010 en eftir það ætlar fyrirtækið að sjá um reksturinn í fimm ár. MYND/ÍSTAK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.