Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 2008 13 Exista hf. birti í gær, mánudaginn 2. júní 2008, lýsingu á ensku undir heitinu „Prospectus”. Lýsingin er gefin út á rafrænu formi á heimasíðu félagsins, www.exista.com, en einnig er hægt að nálgast bundin eintök á skrifstofu félagsins, að Ármúla 3 í Reykjavík. OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt lýsinguna. Lýsingin er gefin út í því skyni að fá 2,813,675,174 nýja hluti í Exista hf. tekna til viðskipta á Aðalmarkað OMX Nordic Exchange Iceland hf. þar sem viðskipti eiga sér stað með hluti félagsins undir auðkenninu „EXISTA". Nýju hlutirnir verða teknir til viðskipta í dag, þriðjudaginn 3. júní 2008. Nýju hlutirnir eru í sama flokki og aðrir þegar útgefnir hlutir Exista hf. Nýju hlutirnir eru afhentir á genginu 10,1 króna hver hlutur sem endurgjald fyrir hlutabréf í Skiptum hf. Lýsingin samanstendur af þremur skjölum, samantekt, verðbréfalýsingu og útgefanda- lýsingu. Skjölin eru gefin út á ensku undir heitunum „Summary”, „Share Securities Note” og „Share registration document”. Útgáfudagur lýsingarinnar og birtingadagur er 2. júní 2008. Lýsingin er í gildi næstu tólf mánuði frá útgáfudegi. Reykjavík, 3. júní 2008 EXISTA hf. · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Íslandi · kt. 610601-2350 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 303 3.233 -0,96% Velta: 3.233 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,88 -0,58% ... Bakkavör 32,40 -0,77% ... Eimskipafé- lagið 20,50 -1,44% ... Exista 10,11 +0,00% ... Glitnir 17,10 -1,16% ... Icelandair Group 20,50 -0,49% ... Kaupþing 768,00 -0,52% ... Landsbankinn 24,85 -1,39% ... Marel 94,90 -0,32% ... SPRON 4,66 +0,22% ... Straumur-Burðarás 11,01 -2,57% ... Teymi 3,26 -0,91% ... Össur 97,20 -1,52% MESTA HÆKKUN EIK BANKI +2,27% ALFESCA +0,44% SPRON +0,22% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROLUM -4,39% ATLANTIC AIRWAYS -3,23% STRAUMUR-BURÐARÁS -2,57% Umsjón: nánar á visir.is BYKO neitar að ræða mál birgjanna „Birgjar hafa samband við okkur og við svörum þeim, en þetta mál ræðum við ekki í fjöl- miðlum,“ segir Gísli Jón Magnús- son hjá fjármálasviði BYKO. Fram hefur komið að BYKO hefur sent birgjum og þjónustu- aðilum bréf þar sem tilkynnt er að frá úttektarmánuði í júní verði greiðslufrestur sextíu dagar. Þetta á við BYKO, ELKO, Intersport og Húsgagnahöllina. Eftir því sem næst verður komist þýðir þetta efnislega að BYKO framlengir greiðslufrest einhliða um fjörutíu daga. Birgjar eru óánægðir með þessar ráðstafanir, en vilja ekki koma fram undir nafni. Pétur Blöndal alþingismaður hefur sagt að þetta sé mál af því taginu sem Samkeppnis eftirlitið ætti að vaka yfir. Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, segir að birgjar hjá BYKO hafi haft samband við eftirlitið, en enginn hafi enn sem komið er lagt fram form- lega kvörtun. „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvort málið lendi inni á okkar verk- sviði. Það kann að vera, sé um það að ræða að fyrirtækið sé með markaðsráðandi stöðu. Þá kann málið að varða misnotkun á henni.“ - ikh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.