Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 46
30 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sæti, 6. frá, 8. merki, 9. dýrahljóð, 11. nafnorð, 12. dul, 14. skýli, 16. tveir eins, 17. landspilda, 18. for, 20. tvíhljóði, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. gaul, 3. eftir hádegi, 4. fugl, 5. sjáðu, 7. bið, 10. ar, 13. holu- fiskur, 15. innyfli, 16. verkur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. af, 8. hak, 9. urr, 11. no, 12. leynd, 14. skáli, 16. tt, 17. lóð, 18. aur, 20. au, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. baul, 3. eh, 4. sandlóa, 5. sko, 7. frestur, 10. ryk, 13. nál, 15. iður, 16. tak, 19. ra. BESTI BITINN Í BÆNUM „Það er sushi á Sushismiðjunni. Mér finnst gaman að sitja við höfnina og borða sushi í góðum félagsskap.“ María Ellingsen, leikkona og leikstjóri. Platan Letter From Egypt, sem Morten Harket söngari A-ha vann að hluta til með íslensku upptöku- stjórunum Pétri Jónssyni og Adda 800, fór beint á toppinn í Noregi á dögunum. Var hún aðeins átján mínútur að fara á toppinn á norska iTunes-listanum auk þess sem hún náði efsta sætinu á hefð- bundna vinsældarlistanum. Platan er nýkomin út um gjör- valla Evrópu en í Bretlandi kemur hún út í örlítið breyttri útgáfu í september. Þeir Pétur og Addi unnu þrjú lög á plötunni, þar á meðal smáskífulagið Darkspace sem var heimsfrumflutt á Bylgj- unni. Pétur er vitaskuld hæstánægður með vinsældirnar í Noregi, heimalandi Mortens. „Það er ekk- ert gefið að það gangi vel þó að þetta sé heimalandið hans. Það er búið að tala mikið um þessa plötu því hún er búin að vera svo lengi í bígerð og það eru komnar tvær smáskífur í spilun,“ segir Pétur. „Við vitum ekki hversu stórt þetta getur orðið en hann er nógu þekktur til að fá tækifærið og síðan er spurning hvernig tónlist- in leggst í fólk.“ Pétur segir að samstarfið við Morten eigi eftir að koma sér vel fyrir þá í framtíðinni. „Þetta er æðislega stórt tækifæri og opnar dyrnar fyrir okkur. Þegar erlendir aðilar eru að leita sér að einhverj- um til að vinna með kíkja þeir fyrst á hvað menn hafa gert. Þetta er rosalega gott fyrir ferilskrána að hafa unnið með manni af þessu kaliberi.“ - fb Íslendingar í norsku toppsæti „Ég er án gríns eins og farlama gamalmenni. Haltra milli rúms- ins og klósettsins og pissa blóði,“ segir Bóas Hallgrímsson, söngv- ari rokkhljómsveitarinnar Reykjavík! Bóas er leiðbeinandi hjá Austurbæjarskóla og var í stórfiskaleik á föstudaginn með nemendum sínum þegar hann fékk olnboga í magann. Það varð til þess að rifbein brákaðist og annað nýrað rifnaði. „Ég er allur að koma til, en þetta leit mjög illa út á tímabili. Þeir vildu láta mig liggja í viku á spítalanum en nýrað í mér sýndi ótrúlegan vilja- styrk og ég fékk að fara heim í gær. Þeir vilja samt helst að ég sé rúmliggjandi í fjórar vikur.“ Nýrnaslysið setur strik í reikn- inginn hjá Reykjavík! Hljóm- sveitin hætti strax við tónleika á Organ á föstudagskvöldið og hefur hætt við að spila á tveim hátíðum í Skotlandi um næstu helgi – Rockness og Go North hátíðunum. Þá munu upptökur á nýrri plötu sveitarinnar tefjast eitthvað því Bóas getur ekkert sungið fyrr en í júlí. Búið er að taka upp grunna að átta lögum og má nú heyra vinnumix af einu lagi á heimasíðu útgefandans kimirecords.net. Bóas á samt von á að platan náist út í haust þrátt fyrir slysið. „Ég ætla með fjölskyldunni til Bandaríkjanna núna í júní og verð bara að sleppa hnefaleikunum og ameríska fótboltanum sem ég ætlaði að stunda,“ segir nýra- særði söngvarinn. „Ég tek því rólega. Sem texta og svona. Ég ætti að ná mér að fullu á sirka mánuði. Svo ætla ég að stinga upp á að næsta plata heiti „Kidney“. Það er allavega skárra en „Rocky“, sem var nafn sem ein- hver var búinn að stinga upp á.“ - glh Rifið nýra rústar áform Reykjavíkur! PÉTUR OG ADDI Addi 800 og Pétur Jóns- son, eða Don Pedro, í Stúdíó Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK! Í HOPPANDI STUÐI Bóas getur lítið hamast á næstunni með rifið nýrað. MEÐ SALTVATN Í ÆÐ Í TVO DAGA Bóas hlustaði á John Cage og fastaði alla helgina. „Ég vil biðja fólk að beina reiði sinni að umboðsmanninum, ekki staðn- um,“ segir Eiður Birgisson, annar staðarhaldara á 800 bar á Selfossi. Hljómsveitin Merzedes Club átti að spila á stað Eiðs á föstudagskvöldið en á hádegi sama dag sendi Valgeir Magnússon – Valli sport – umboðs- maður Merzedes Club, frá sér til- kynningu þess efnis að tónleikun- um væri aflýst „vegna jarð skjálftanna sem riðu yfir svæð- ið í gær (fimmtudag).“ Í tilkynning- unni segir Valli að þar sem líf flestra hafi raskast þætti hljómsveitar- meðlimum ekki við hæfi að mæta með skemmtanahald í bæinn strax í kjölfarið. Merzedes Club átti að sjá um miðasöluna og hefði því tekið þungann af dræmri mætingu Selfyssinga ef hún yrði staðreynd. Eiður segir að mætingin hafi verið góð bæði kvöldin, þrátt fyrir skjálftana. „Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar stytt- ur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum,“ segir Eiður en bendir á að hann sé ekki að draga úr alvarleika skjálft- ans eða gera lítið úr því tjóni sem fólk varð fyrir. „En lífið heldur áfram,“ segir Eiður, sem er allt annað en sáttur við Valla sport. „Mér finnst illa komið fram við bæði mig og kúnnana.“ Valli sport stendur við fyrri yfirlýsingu. „Við vorum búnir að kanna meðal Selfyss- inga hvernig andrúms- loftið væri og mátum það svo að það væri ekki við hæfi að koma með sirk- us og stæla í bæinn eftir náttúruhamfarir og segja „eru ekki allir í stuði?“,“ segir Valli. „Það hefði bara verið ókurteisi. Auk þess voru lög- regla og almanna- varnir búnar að beina til fólks að vera ekki á ferli að óþörfu.“ Hann gefur lítið fyrir að mæt- ingin hafi verið góð á 800 bar um helgina. „Samkvæmt mínum heimildum voru 100-150 manns á staðnum þetta kvöld. Staðurinn tekur 500 manns.“ Egill Einarsson, eða Stóri G, hlær að þeirri spurningu blaða- manns hvort þeir hafi hreinlega verið hræddir við að fara á Selfoss. „Stóri er ekki hræddur við jarð- skjálfta,“ segir hann en viður- kennir þó: „Ef ég hefði verið á 19. hæð í turninum í Kópavogi þegar skjálftinn reið yfir, þá hefði Stóri líklega hægt sér.“ Stóri vonar þó að hann fái annað tækifæri til að spila á Selfossi og segir fátt skemmti- legra. „Þarna er fólk sem kann að setja hamarinn niður. Ég lít á þenn- an bæ sem heimabæ minn. Allir í formi, brúnir og með strípur.“ soli@frettabladid.is EIÐUR BIRGISSON: ILLA KOMIÐ FRAM VIÐ BÆÐI MIG OG KÚNNANA Ósáttur við Merzedes Club MERZEDES CLUB Afboðaði tónleika á Selfossi með litlum fyrirvara. Gillzenegger lítur á Selfoss sem heimabæ sinn. Útgáfu á nýju plötu Bubba Morthens, Fjór- um nöglum, hefur verið frestað til 11. júní vegna tafa í fram- leiðslu, en frá og með deginum í dag verður hægt að kaupa plötuna í símanum í gegn- um Vodafone. Með þessu fetar Bubbi í fótspor Madonnu en nýja platan hennar var fáanleg í Vodafone-símum um allan heim áður en hún fór í hefðbundna sölu. Viðskiptavinir Vodafone eiga kost á að kaupa stök lög af Fjórum nöglum eða alla plötuna, í gegnum símann sjálfan eða með því að panta lagið á vodafone.is og fá það sent í símann. Bloggarinn Jens Guð kannar nú á síðunni sinni hug lesenda til þess hvaða hljóm- sveitarnafn þeim þykir það versta á Íslandi. Þrjú nöfn skara fram úr. Eurobandið þykir alverst en Pláhnetan og Hölt hóra koma fast á hæla Eurobandsins. Jens var með könnun á besta hljómsveitarnafn- inu á dögunum. Þá sigraði Spilverk þjóðanna örugglega. Söngvarinn Geir Ólafsson er nýfluttur í Norðlinga- holtið og hefur strax vakið athygli granna sinna. Sagan segir að nýlega hafi komið upp ósætti meðal íbúa í götu Geirs vegna lausagöngu hunda í hverfinu. Geir lét ekki sitt eftir liggja í málinu og gekkst fyrir því að frið- ur náðist. Söngvarinn gekk í flest hús í götunni, bað fólk um að friðmælast og gaf því geisladisk sinn að skilnaði. - glh/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VALLI SPORT Segir ókurteisi að mæta með fíflagang í bæinn eftir slíkar hamfarir. STAÐARHALDARARNIR Þeir Eiður Birgisson og Árni Steinarsson eru eigendur 800 bars á Selfossi. REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Snúrustaurar Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. opið mán-fös 10-18:15 og lau 11-14:00 ÞÚ FÆRÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA HJÁ OKKUR úrval fiskrétta, lúðu, skötusel, lax signa grásleppu, kinnar og margt fleira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.