Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 2008 11 MENNTAMÁL Tuttugu og níu grunnskólanemendur í Reykjavík fengu á sunnudag afhent nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar. Við sama tækifæri fengu þrír skólar hvatningarverðlaun. Það voru Borgaskóli, fyrir verkefnið Orka í norðri, Lauga- lækjarskóli, fyrir Þverfaglegt verkefni í 10. bekk, og Víkurskóli fyrir verkefnið Einstaklings- miðuð skólabyrjun. Þá hlutu Laugarnesskóli og Norðlingaskóli viðurkenningar. Markmiðið með nemendaverð- laununum er að hvetja grunn- skólanema til að leggja sig betur fram í námi. - kóp Reykjavíkurborg verðlaunar: Skólar og nem- ar fá verðlaun FRÍÐUR FLOKKUR Nemarnir ánægðir með nemendaverðlaunin sín í Ráðhús- inu á sunnudag. UMHVERFISMÁL Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar vill láta friðlýsa Hvaleyrarlón og fjöru við Hvaleyri og friðlýsa Hleina á Langeyrarmölum. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar hefur fyrir sitt leyti tekið jákvætt í tillögu umhverfisnefndarinnar. „Hafnarstjórn leggur áherslu á að drögum að afmörkun fólkvangs í fjöru við Hvaleyri verði breytt á þann veg að mörkin liggi um miðlínu í rennu að Hvaleyrarlóni þannig að ekki sé komið í veg fyrir sjósetningu smábáta við atvinnu- lóðir á hafnarsvæðinu,“ segir hafnarstjórnin. Málið bíður nú afgreiðslu bæjarstjórnar. - gar Umhverfisvernd í Hafnafirði: Friða Hleina og Hvaleyrarlón HEILBRIGÐISMÁL Mislingafaraldur geisar í Sviss og Austurríki þar sem Evrópumeistarakeppni í knattspyrnu fer fram dagana 7. til 29. júní næstkomandi. Í apríl höfðu um 1.500 einstaklingar greinst í Sviss á árinu og um 50 í Austurríki. Fæstir einstakling- anna höfðu verið bólusettir. Sóttvarnarlæknir landlæknis- embættisins hvetur þá Íslend- inga sem ætla að sækja Evrópu- meistarakeppnina að huga að því hvort þeir hafi verið bólusettir gegn mislingum. Ef ekki er fólk hvatt til að láta bólusetja sig áður en farið er. - jss Evrópumeistarakeppnin: Mislingafarald- ur á EM 2008 DÝRAHALD „Þetta er hörku hryssa,“ segir Jósavin Helgason, eigandi Merku, 25 vetra hryssu sem í lið- inni viku kastaði tveimur folöldum í Flagbjarnarholti í Rangárvalla- sýslu. Afar óvenjulegt er að merar kasti tveimur folöldum og enn óalgeng- ara er að bæði lifi. „Þetta átti að verða hennar síðasta folald,“ segir Jósavin, sem vonaðist eftir að fá hryssu sem hann gæti þá líka nefnt Merku. „En svo þegar koma syst- kin þá kannski finnur maður upp á einhverjum nöfnum sem passa þeim.“ Folöldin, hestur og hryssa, bragg- ast vel en merfolaldið, sem var ívið minna en hitt, þurfti á hjálp að halda við að standa upp. „Hryssan hefur átt erfiðara og fyrst var mjólkað í pela handa henni en hún er komin á spena, er öll að koma til og sýgur orðið sjálf,“ segir Jósavin og bætir við að bæði folöldin muni ganga undir merinni. „En hesturinn er sprækur eins og folöld eiga að vera.“ Þá segist Jósavin einnig heppinn með veður enda væsi ekki um folöldin í veðurblíðunni. Hann segir folöldin vel ættuð, undan Gandálfi frá Selfossi, og Merku vera undan Fáfni frá Fagra- nesi í Skagafirði. „Þessi meri er búin að gefa mjög álitleg hross frá því hún byrjaði að eiga folöld svo maður er bara spenntur fyrir þess- um systkinum. Þau braggast vel, eru spræk og hlaupa um.“ - ovd Tuttugu og fimm vetra hryssan Merka kastar tveimur folöldum: Tvíburafolöld í Flatbjarnarholti MERKA MEÐ FOLÖLDIN SÍN TVÖ Merka, ættuð frá Litla-Dunhaga, var eftir sig eftir að hafa kastað folöldunum. MYND/DÍANA BJARNADÓTTIR HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ER ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNDUR Á ÖLLUM FRÆÐASVIÐUM Nýverið fékk Háskólinn á Akureyri viðurkenningu menntamálaráðu- neytis á öllum fræðasviðum sínum, þ.e. auðlindavísindum, félags- vísindum og heilbrigðisvísindum. Viðurkenningarnar eru byggðar á mati alþjóðlegra sérfræðinefnda sem fóru yfir starfsemi háskólans og skiluðu ýtarlegum skýrslum um hana og mæltu skilyrðislaust með viðurkenningu fræðasviðanna. Störf kennara og nemenda f mjög góða dóma og sömuleiðis hvernig háskólinn nær að skapa persónulegt andrúmsloft fyrir nemendur og starfsfólk. Jafnframt er vakin sérstök athygli á þeim góða árangri sem háskólinn hefur náð í að byggja upp fjarnám. Umsóknarfrestur til 5. júní VIÐ ERUM STOLT AF HÁSKÓLANUM OKKAR kynntu þér námið á www.haskolanam.is og komdu í hópinn „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.