Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 20
[ ] Daglega er mikið álag á fótum okkar. Þeir bera þyngd og ganga óteljandi skref til að koma okkur á milli staða. Mikilvægt er að hugsa vel um fæturna. Fótkvilla á borð við inn- grónar táneglur, sigg og líkþorn er hægt að koma í veg fyrir með góðri umhirðu og vönduðum skó- fatnaði. Jónína Hallgrímsdóttir fóta- aðgerðar- og snyrtifræðingur segir að aðalvandamál fólks sé að það klippi táneglurnar vitlaust. „Ef klippt er of langt niður verða naglendarnir oft hvassir eða nagl- flís verður eftir. Það getur orsak- að mikið vandamál sem leiðir stundum til inngróinna tánagla. Sýkingarhættan er mikil ef rof verður á húðinni í kringum neglur. Þess vegna er mikilvægt að klippa nöglina ekki of langt niður og þjala svo endana svo þeir stingist ekki inn í húðina,“ útskýrir Jónína. Réttur skófatnaður er einnig mikilvægur fótheilsunni. Jónína bendir á að skór í dag séu ekki gerðir fyrir fæturna heldur sé útlit þeirra látið ganga fyrir. „Fæt- urnir eru yfirleitt breiðari en flestir skór sem framleiddir eru. Konur eiga það sérstaklega á hættu að hreinlega eyðileggja á sér fæturna þegar þær ganga mikið í támjóum og háhæluðum skóm. Beinin afmyndast, sem getur valdið verulegum vandamál- um seinna meir. Ég sé mikið af illa förnum fótum vegna lélegs skó- fatnaðar. Sumar þeirra kvenna sem koma til mín geta varla gengið,“ segir Jónína, en hún rekur snyrtistofuna Jónu á Tryggvagötu 28 og í Hamraborg 10. Að sögn Jónínu eru karlmenn ekki undanskildir tískusveiflum í skófatnaði. Það færist í aukana að karlmenn gangi í támjóum skóm og það hefur sömuleiðis neikvæð áhrif á fætur þeirra. Sigg undir tábergi kemur aðal- lega ef gengið er mikið í háum hælum. „Hælbeinið er sterkasta bein fótarins. Eðlilega liggja um áttatíu prósent af þyngd líkamans á hælnum og um tuttugu prósent dreifast á tábergið. Þegar konur ganga á háum hælum færast þessi áttatíu prósent yfir á tábergið. Siggið sem myndast er eins konar varnarhjúpur því tábergið er ekki gert fyrir svona mikið álag. Ef siggið er mikið þrýstist það inn í holdið og getur myndað líkþorn. Oft þrýsta líkþorn á taugar og það getur valdið miklum sársauka,“ útskýrir Jónína. Að sögn hennar gerir fólk sér oft ekki grein fyrir því að hægt er að laga mikið af þeim meinum sem hrjá fæturna. „Þeir sem hafa komið til okkar í fótaðgerð reyna yfirleitt að koma reglulega því þeir finna svo mikinn mun á fótum sínum,“ segir Jónína. klara@frettabladid.is Frískar tær í góðum skóm Tannburstann þarf til að hreinsa allar tennur, ungar sem aldnar. Þótt litlu krílin vilji yfirleitt bursta tennurnar sjálf er mikilvægt að þeir fullorðnu hafi yfirumsjón með því verki og hjálpi til. Jónína er bæði fótaaðgerðarfræðingur og snyrtifræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 STAF GANG A ÁHRIF ARÍK LEIÐ TIL LÍ KAMS RÆKT AR Stafgöngunámskeið hefjast 10. júní n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.