Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 14
14 3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir tveimur árum birtust niðurstöður sagnfræðirann- sókna sem sýndu fram á að fjöldi Íslendinga sætti símahlerunum af hálfu stjórnvalda á árunum 1949-1968. Núna hefur frekari rannsókn leitt í ljós að þeir sem urðu fyrir hlerunum voru forystumenn á vinstra væng stjórnmálanna og að rökstuðn- ingurinn sem færður var fyrir þeim var mjög léttvægur. Símahleranir eiga að öllu jöfnu að vera liður í lögreglurannsókn og leiða því iðulega til ákæru. Enginn þeirra 32 einstaklinga sem varð fyrir hlerunum af þessu tagi var hins vegar ákærður í kjölfarið og vekur það upp grunsemdir um að ekki hafi verið eðlilegar forsendur að baki. Þá er það eftirtektarvert að stjórnmálamenn sem fóru með embætti dómsmálaráðherra fóru ítrekað fram á hleranir á símum einstaklinga sem voru virkir í pólitískri andstöðu við þá. Grunur hlýtur óhjákvæmilega að vakna um að stjórnkerfinu hafi verið misbeitt í pólitískum tilgangi. Hleranir stjórnvalda á pólitískum andstæðingum eru alvörumál – enda þótt langt sé um liðið. Ísland hefur stært sig af því að vera lýðræðisríki sem stjórnað er í þágu borgaranna en ekki valdhafa. Í lýðræðisríkjum á að vera hægt að treysta því að réttarkerfið starfi eðlilega og að stjórnvöld geti ekki misbeitt því í þágu pólitískra hagsmuna. Hleranir á símum stjórnarand- stæðinga brjóta gegn grund- vallar reglum lýðræðisins og það vekur einnig upp spurningar um réttaröryggi á Íslandi þegar í ljós kemur að dómarar hafa veitt heimildir til hlerana á grundvelli rökstuðnings sem engan veginn getur talist boðlegur. Hneykslismál af þessu tagi eru ekki einsdæmi á Íslandi og nokkur slík mál hafa komið upp erlendis. Dæmi eru um að stjórnvöld hafi brugðist við með því að skipa óháðar rannsóknar- nefndir eða með því að biðja hlutaðeigendur afsökunar. Þetta er til marks um vandaða stjórn- sýslu og virðingu fyrir réttarrík- inu. Því miður virðast íslensk stjórnvöld ekki ætla að taka mið af þessum erlendu fordæmum. Sérstakar áhyggjur vekur sá málflutningur sem komið hefur úr herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins – þar sem gerðar hafa verið tilraunir til að réttlæta pólitískar hleranir með því að lýðræðinu hafi stafað ógn af stjórnmála- mönnum úr öðrum flokkum. Sá málflutningur bendir ekki aðeins til andlýðræðislegra grundvallar- hugsjóna. Hann er einnig til marks um fákunnáttu á söguleg- um staðreyndum eða fullkomið skeytingarleysi um þær. Af verkunum skal meta þá Í hópi þeirra 32 einstaklinga sem voru hleraðir voru ekki einungis hrekklausir leikarar eða veður- fræðingar heldur nokkrir fyrrverandi ráðherrar. Það vekur óneitanlega upp spurningar þegar fullyrt er að lýðræðisríki stafi ógn af mönnum sem gegnt hafa æðstu embættum sama ríkis. Meðal þeirra sem dóms- málaráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins vildu láta hlera voru t.d. fyrrverandi samstarfsaðilar í ríkisstjórn, sósíalistarnir Áki Jakobsson og Brynjólfur Bjarnason. Á sjöunda áratugnum sættu svo stjórnarandstöðuleið- togarnir Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson hlerunum af hálfu stjórnvalda en þeir sátu saman í ríkisstjórn árin 1956- 1958 og svo aftur 1971-1973. Engar heimildir eru um að pólitískar hleranir af hálfu stjórnvalda hafi verið stundaðar þegar nokkur þessara manna sat í ríkisstjórn og bendir raunar til að þeim hafi verið öllu betur treystandi fyrir fjöreggi lýðræðisins en sumum öðrum ráðamönnum. Raunar virðist aðild Sósíalistaflokks, og síðar Alþýðubandalags, að ríkisstjórn hafa verið besta tryggingin gegn pólitískum símahlerunum og er það umhugsunarefni. Af verkun- um á að meta menn og þeir sem telja sig þurfa að beita pólitísku ofbeldi til að verja lýðræðið eru síst af öllum færir til þess að sinna því hlutverki. Það er ekkert nýmæli að pólitískar deilur séu um sögu- túlkun og að þær snúist iðulega um að verja „sína menn“ – hvað sem tautar og raular. Það er raunar líka varhugavert að persónugera pólítískar hleranir og ofmeta þátt einstakra manna, t.d. Bjarna Benediktssonar, þegar greinilegt er að allt dómskerfið brást þeirri grund- vallarskyldu að láta mannrétt- indi einstaklinga vega þyngra en hagsmuni pólitískra ráðamanna. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar í ljós kemur að ríkisstjórn Íslands er ekki tilbúin til að fordæma pólitískar hleranir og þá misnotkun á dómstólum sem finna má í skjölum frá árunum 1949-1968. Hér er nefnilega um grundvallarmál að ræða og fordæmisgildið augljóst. Ráðherrar sem sjá ekkert athugavert við grófa misnotkun á íslensku dómskerfi í fortíðinni eru ekki líklegir til að standa vörð um mannréttindi íslenskra borgara í framtíðinni. Hleranir SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Mannréttindi UMRÆÐAN Hvalveiðar Stór áfangi náðist í hvalveiðimálinu nú þegar íslensk og norsk fyrirtæki hófu útflutning hvalaafurða til Japans. Því sem andstæðingar hvalveiða hafa helst fundið þeim til foráttu hefur verið rutt úr vegi. Þetta hefur vissulega tekið eitthvað lengri tíma en vonast var til, en vanda skal það sem lengi á að standa. Önnur rök andstæðinga hvalveiða, eins og að afurðirnar séu óhæfar til manneldis og eyðileggingaráhrif á aðrar atvinnu- greinar, hafa reynst vera orðin tóm. Í ljósi þess árangurs sem náðst hefur er íslenskum stjórnvöldum einboðið að gefa út kvóta á langreyðum og hrefnu. Vel rökstudd ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar segir óhætt að veiða hér 150-200 langreyðar af áætluðum 25.000 dýra stofni við landið og 400 hrefnur af rúmlega 40.000 dýra stofni. Norðmenn hafa gefið út kvóta fyrir 1.052 hrefnum í ár. Í kjölfarið á þeim áfanga sem nú náðist munu norskir hvalfangarar auka áherslu á útflutning hvalaafurða til Japans. Það eru ríkir hagsmunir þjóðarinnar að hér verði stundaðar ábyrgar hvalveiðar með sama hætti og gert var hér áratugum saman. Vísindamenn okkar á sviði sjávarútvegs eru með þeim virtustu á þeim vettvangi. Niðurstaða þeirra er að vöxtur hvala- stofna hafi veruleg áhrif á okkar helstu nytjastofna. Bráðabirgðaniðurstöður úr vísindaveiðum undanfarinna ára sýna að þorskur er mun hærra hlutfall af fæðu hrefnu og hún er að éta mun stærri fisk en áður var talið. Tjónið nemur milljörð- um króna árlega. Verðmæti hvalaafurða mun einnig nema milljörðum þegar veiðar og vinnsla verða komin í eðlilegt horf. Við þurfum að auka rannsóknir okkar á öðrum hvalategundum og þá sérstaklega hnúfubak sem fjölgað hefur gríðarlega á undanförnum árum. Loðnusjómenn þekkja þær breytingar manna best en fyrir liggur að loðna er stór þáttur í fæðuvali hnúfubaks. Alþingi ályktaði 1999 um hvalveiðar með mjög afgerandi hætti. Það eru þau skilaboð sem stjórnvöldum ber að virða. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi hvalveiðum og rík samstaða er meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Þarf eitthvað að vera að velta þessu fyrir sér lengur? Höfundur er alþingismaður. Hvalveiðar JÓN GUNNARSSON Pirraður pólitíkus Gísli Marteinn Baldursson var að vonum lítt ánægður með nýja könnun um fylgi flokka í borginni sem sýndi Samfylkingu með hreinan meiri- hluta. Sjálfstæðisflokkur- inn er samkvæmt henni í sögulegu lágmarki. En sá pólitíkus sem ekki getur útskýrt slæma könnun ætti að finna sér aðra vinnu. Gísli Marteinn brást heldur ekki. Í ljós kemur að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa verið fastir í „litlum pirrandi málum“, eins og Gísla varð að orði, og engan tíma haft í stóru málin. Já það getur verið pirrandi að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar í borgarstjórn. Litlu málin; flugvöllur í Vatnsmýrinni og skipulag miðborg- ar, svo einhver séu nefnd, mega ekki skyggja á hin góðu verk í stóru málunum. Hvernig var þetta aftur … kjósendum kennir pirraður pólitíkus? Styrmir kveður Styrmir Gunnarsson lauk ritstjóraferli sínum á Morgunblaðinu með staksteinum þar sem hann gagnrýndi Samfylkinguna og borgar- stjórnarflokk sjálfstæðismanna. Það má segja að það hafi verið viðeigandi kveðja, enda fátt sem hefur legið þyngra á sinni þessa langlífa ritstjóra undanfarin misseri en einmitt þetta tvennt; vandræðagangur samherj- anna í Sjálfstæðisflokknum og uppgangur erkifjend- anna í Samfylking- unni. kolbeinn@frettabladid.is, stigur@frettabladid.isL eið Sjálfstæðisflokksins hefur legið niður á við í Reykja- vík allt frá því Davíð Oddsson var hér vinsæll borgar- stjóri. Aldrei hefur þó verið jafnilla fyrir flokknum komið í borginni eins og nú. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var fyrir rúmri viku sögðust 33,8 prósent Reykvíkinga myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 43,4 pró- sent Samfylkinguna. Enn verri var útreið Sjálfstæðisflokksins í Þjóðarpúlsi Gallup sem birt var nú um helgina en þar sögðust 26,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hefur flokkur- inn aldrei mælst lægri þar. Vandamálin sem að steðja eru nokkur. Óvissan um borgarstjóra- efnið að ári veldur nokkru. Fyrrnefndar skoðanakannanir sýna að borgarbúar vilja, af þeim kostum sem í boði eru, helst sjá Hönnu Birnu í stólnum og Vilhjálmur Þ., sem enn hefur einn verið nefndur til sögu, nýtur lítils trausts í stól borgarstjóra. Vilhjálmur og Kjartan Magnússon sýndu mikinn skort á pólit- ísku nefi þegar þeir mynduðu meirihlutann með Ólafi F. Myndin af fundinum á Kjarvalsstöðum 21. janúar síðastliðinn þegar Vilhjálmur, Kjartan og Ólafur F. tilkynntu nýtt meirihluta- samstarf, meðan aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu hnípnir hjá, er sterk. Ekki síst sé hún borin saman við annan atburð sem átti sér stað fyrir framan Iðnó liðlega þremur mánuðum fyrr þegar hnarreistur Tjarnarkvartettinn tilkynnti myndun meirihlut- ans sem síðar var kallaður hundrað daga stjórnin. Það var nefnilega stemning í borginni fyrir Tjarnarkvartettinum, alveg eins og hægt er að segja að stemning hafið verið fyrir því rúmlega ári fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn væri aftur í meirihluta í Reykjavík. Þetta skynjuðu Vilhjálmur og Kjartan ekki en létu stjórnast af löngun sinni til valda, stungu höfðinu í sandinn og hófu biðina eftir að öldurnar lægði. Yfirlýsingar um að nýrri borgarstjórn myndi vaxa fiskur um hrygg þegar hún léti verkin tala reyndust óskhyggjan ein og nú liðlega fjórum mánuðum síðar er staða flokksins verri en nokkru sinni. Svo virðist sem skortur þeirra Kjartans og Vilhjálms á pólitísku nefi, sem leiddi til hins banvæna faðmlags Sjálfstæðisflokks við Ólaf F. Magnússon, muni draga meiri dilk á eftir sér en nokkurn óraði fyrir. Skoðanakannanir eru vissulega aðeins mælikvarði á stöðuna á þeim tíma sem þær eru lagðar fyrir og enn eru nærri tvö ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næst. Skilaboðin til sjálfstæðismanna í Reykjavík eru hins vegar skýr. Þeir verða þeir að bretta upp ermar, velja sér leiðtoga og marka sér skýra stefnu ef þeir ætla að ekki að glata trúverðugleika endan- lega. Strúturinn verður að draga höfuðið upp úr sandinum. Þungur róður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Banvænt faðmlag STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Yfirlýsingar um að nýrri borgarstjórn myndi vaxa fiskur um hrygg þegar hún léti verkin tala reyndust óskhyggjan ein.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.