Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 22
 3. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verktakar Hjá byggingaverktakanum Pálmatré vinna hressir menn sem leggja áherslu á að gera sér glaðan dag samhliða erfiðis vinnu. „Byggingavinna tekur í og getur verið hunderfið þegar allra veðra er von. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á að skemmta okkur jafnt í vinnunni sem utan henn- ar og tökum upp á ýmsu,“ segir Pálmi Pálsson, eigandi Pálma- trés. Hann er trésmiður að mennt og þannig er nafnið á fyrirtækinu til komið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru að jafnaði um fimmtán tals- ins, halda í sameiningu úti at- hyglisverðri bloggsíðu á slóðinni www.besefi.blog.is/blog/besefi/. Þeir hafa allir aðgang að síðunni og setja inn myndir og annað efni að vild. „Við förum árlega í jeppaferðir á fjöll, höfum ferðast innanlands sem utan og verið með alls kyns uppákomur,“ segir Pálmi. Uppá- tækin eru jafnt mjúk sem karl- mannleg og í vetur hafa starfs- menn tekið þátt í léttum leik á föstudögum. „Þetta er eins konar útdráttur og sá sem tapar þarf að koma með köku í vinnuna,“ út- skýrir Pálmi. Á heimasíðu starfsmannanna má sjá úrval mynda úr ferðum og kökubakstri svo eitthvað sé nefnt ásamt líflegum vinnustaðar- myndum. Af þeim að dæma virð- ast menn óhræddir við að bregða á leik til að létta sér lífið. Fyrirtækið er nú að leggja lokahönd á fjölbýlishús í Gerplu- stræti í Helgafellslandi. „Upp- haflega vorum við að mestu á út- boðamarkaði en fórum af meiri krafti inn í íbúðaframleiðslu fyrir fjórum árum,“ segir Pálmi en fyrirtækið hefur verið starf- rækt frá árinu 2000. Í Gerplustræti verða 24 full- búnar íbúðir tilbúnar til afhend- ingar í haust en ráðgert er að hefjast þá handa við að reisa sams konar hús á nærliggjandi lóð. Pálmi á ekki von á því að áformin breytist þrátt fyrir sam- drátt á fasteignamarkaði og segir engan bilbug að finna á sínum mönnum. - ve Brugðið á leik í vinnunni Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés, segir starfsmenn fyrirtækisins taka sér ýmislegt fyrir hendur til að rífa upp stemninguna og nefnir allt frá kökubakstri upp í jeppaferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Smiðirnir Stefán Garðarsson, Jónas Viðar Sigurðsson, Jón Ólafur Ármanns- son og Sirimal Hettiarachchige taka sér frí frá því að steypa upp bílakjallara við Gerplustræti í Helgafellslandi og slá á létta strengi. Þjarmað að járnabindingamanni. Modulhús er nýtt fyrirtæki á ein- ingahúsamarkaðnum og hefur á boðstólum vandaðar húseiningar frá Tomoku í Svíþjóð. „Í Tomoku-verksmiðjunni fer fram gæðaframleiðsla með öfl- ugu gæðaeftirliti á timbureining- um til húsasmíði. Einingarnar eru vottaðar eftir ströngu þolprófi hér á landi til dæmis hvað varðar jarðskjálfta,“ segir Guðmundur Helgason hjá Modulhúsum ehf. og bætir því við að einingahús frá Modul hafi staðið vel af sér jarð- skjálftana á Suðurlandi í síðustu viku, sem séu mikil meðmæli. Framleiðslan á einingunum er stöðluð og getur verksmiðjan framleitt allt að hundrað hús á mánuði. Einingarnar henta afar vel í margs konar byggingar en þó helst til íbúðar- og sumarhúsa. Auð- velt er að setja einingarnar saman og engin þörf er á stórum vélum nema þá aðeins til þess að tæma gáminn sem flutti einingarnar. Modulhús sér um að teikna frum- hugmyndir viðskiptavina þeim að kostnaðarlausu. Hvert og eitt hús tekur sex vikur í framleiðslu og þá tekur við flutningur hingað heim. Því má segja að afhendingar- tíminn sé stuttur frá pöntun þar til einingarnar eru komnar til lands- ins. Áhugasamir geta farið inn á vefsíðuna www.modulhus.is eða hringt í síma 451-1112. - mmr Hús sem standast skjálfta Uppsett fallegt einingahús. Verktakasamningar eru að verða æ algengara vinnuform og þá er nauðsynlegt að huga að réttindum. Það er að mörgu að huga þegar menn ákveða að gerast verktakar. Þó vissulega sé heillandi að vera sjálfs síns herra og gera tíma- bundna samninga þá eru önnur at- riði sem gæta þarf að. Verktakar njóta ekki þeirrar verndar sem lög og kjarasamningar tryggja launafólki þannig að verktakar njóta ekki sömu kjara og almennir starfsmenn. Þeir fá ekki laun þegar þeir fara í sumarfrí og þeir fá ekki greiðslur þegar þeir veikjast eða slasast. Vanalega greiða atvinnurekendur trygg- ingar, opinber gjöld og í lífeyris- sjóð en verktakar þurfa að greiða þessa hluti sjálfir. Laun verktaka þurfa því að vera um fjörutíu til sjötíu prósent hærri en almenns launafólks til þess að verktaki hafi sambærileg réttindi og laun. Að vinna sem verktaki er í raun eins og að reka eigið fyrir- tæki og þá gilda aðrar reglur um greiðslu skatta af tekjum. Verktakar bera fulla ábyrgð á vinnu- og slysatryggingum, lífeyrissjóðsgreiðslum, greiðslum til stéttarfélaga sem og ábyrgð á öllum greiðslum til ríkis og sveitar- félaga. Mikilvægt er að telja fram tekjur því annars getur fólk lent í vandræðum og því borgar sig að hafa öll gögn á takteinum og vel skipulögð. - hs Réttindi og kjör Verktakar njóta ekki sömu kjara og almennir starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Verktakar þurfa að gæta vel að réttindum sínum og vera vissir um að þeir fái sann- gjörn laun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hafnar eru framkvæmdir við svokallað Grænuborgarhverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Stefnt er að því að reisa þar 500 íbúðir, sem þýðir að að verki loknu hefur íbúðarbyggð í Vogum verið tvö- földuð. Verktakafyrirtækið Nesbyggð sér um framkvæmdir og var fyrsta skóflustungan tekin síðastliðinn föstudag. „Við ætlum að vinna í gatnagerð í sumar og byrjum svo að byggja húsin í haust,“ segir Páll Harðarson, framkvæmdastjóri Nesbyggðar. Hverfið verður byggt í tveimur áföngum og í hinum fyrri rísa 250 íbúðir. Þar af eru fimmtíu einbýlishús og sjötíu íbúðir í rað- og parhúsum. Páll segir að þrátt fyrir svart- sýni á byggingamarkaði sé mikill áhugi á lóðunum. „Við erum fullir bjartsýni. Þarna eru til að mynda mjög flottar sjávarlóðir og margir sem búa nú þegar í Vogunum hafa sýnt þeim áhuga,“ segir Páll en bætir því við að seglum verði hagað eftir vindi og því hafi ekkert verið ákvarðað um framkvæmda- tímann. Nánari upplýsingar um fram- kvæmdirnar og lóðirnar má nálg- ast á heimasíðu Nesbyggðar: www. nesbyggð.is. - þo Reisa 500 nýjar íbúðir Hönnunarvinnu er ekki að fullu lokið en einhvern veginn svona mun Grænuborgar- hverfið líta út. Fyrsta skóflustungan að nýja hverfinu var tekin síðastliðinn föstudag. MYND/HILMAR BRAGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.