Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 6
6 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Rannveig Rafnsdóttir, 45 ára, var í gær dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að svíkja rúmar 75 milljónir út úr Tryggingastofn- un ríkisins (TR). Hún var jafn- framt dæmd til að endurgreiða stofnuninni féð. Alls voru þrettán sakborningar af fimmtán dæmdir sekir í málinu og samanlagt í tæp- lega níu ára fangelsi. Rannveig var starfsmaður TR og hafði umsjón með endur- greiðslum á útlögðum kostnaði til sjúkllinga. Féð sveik hún út með því að skrá tilhæfulausar endur- greiðslubeiðnir og láta grunlausa gjaldkera leggja upphæðirnar inn á reikninga samverkafólks síns. Hún bjó svo um hnútana að afrit fölsku kvittananna bárust aldrei læknunum sem þau áttu að fá. Brotin sem dæmt er fyrir áttu sér stað á tímabilinu frá því í janúar 2002 til júní 2006, þegar upp komst um málið. Alls var um 781 greiðslu að ræða. Rannveig bar fyrir dómi að hún hefði leiðst út í svikin þegar hún var í fjárþröng og langt leidd af fíkniefnaneyslu. Svikin hefðu byrjað í smáum stíl en undið upp á sig. Hún játaði allar sakargiftir og var samvinnuþýð við lögreglu. Það var virt henni til refsilækkun- ar. Eftir sem áður segir í dómnum að ekki verði horft framhjá því að um „stórfellt brot í opinberu starfi var að ræða, en ákærða kom á fót umfangsmikilli fjársvikastarf- semi, sem teygði anga sína víða“. Sjálf hafði hún um þrjátíu millj- ónir upp úr krafsinu. Næstþyngsta dóminn, eitt ár, hlaut sonur Rannveigar, sem skipulagði svikin með móður sinni og var, eins og segir í dómnum, „að stórum hluta nánast aðal- fremjandi brotsins.“ Hann á mik- inn sakaferil að baki, meðal ann- ars þrjá átján mánaða fangelsisdóma. Ellefu manns til viðbótar voru sakfelldir vegna málsins í gær, en tveir voru fundir sýknir. Þeim var öllum gefið að sök að hafa tekið við sviknum greiðslum á banka- reikninga sína. Allir nema einn eiga sakaferil að baki. Áður höfðu fimm hlotið skilorðsbundna dóma fyrir aðild að málinu. stigur@frettabladid.is Þriggja ára dóm fyrir að stela 75 milljónum Þrettán voru í gær sakfelldir fyrir aðild að svokölluðu Tryggingastofnunarmáli. Höfuðpaurarnir, kona sem áður vann hjá stofnuninni og sonur hennar, hlutu þriggja og eins árs fangelsisdóma. Konunni er gert að endurgreiða 75 milljónir. Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK SIMBABVE, AP Tendai Biti, stjórnar- andstæðingur í Simbabve, var handtekinn í gær í Harare. Hann hefur búið utan lands í tvo mánuði. Forsetaframbjóðandinn Morgan Tsvangirai var einnig í haldi lögreglu í stutta stund. Biti verður ákærður fyrir landráð og á dauðadóm eða lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Önnur umferð forsetakosninga, á milli Tsvangirai og forsetans Mugabe, fer fram 27. júní. - þeb Tendai Biti til Simbabve: Handtekinn við komu til Harare AFGANISTAN, AP 236 tonn af hassi fundust í Afganistan á mánudag. Talið er að um stærsta fíkniefna- fund sögunnar sé að ræða. Hassið fannst í suðurhluta Kandahar og var brennt á staðnum. Virði efnanna sem fundust er rúmlega þrír milljarð- ar íslenskra króna. Með fíkniefnafundinum er sagt að möguleikar talíbana á vopna- kaupum hafi skerst til muna, og að afganska lögreglan hafi sýnt fram á getu sína til að sporna við ólöglegum eiturlyfjum. Alvarleg- asta eiturlyfjavandamál Afgana snýr þó ekki að hassi heldur ópíumi. - þeb Fundu 236 tonn af hassi: Stærsti fíkni- efnafundurinn ÞÝSKALAND, AP Hópur þýskra lög- manna hefur stefnt þýsku ríkis- stjórninni fyrir rétt til að krefjast þess að hún fari fram á framsal þrettán útsendara bandarísku leyniþjónustunnar CIA vegna gruns um að vera viðriðnir mann- rán á þýskum ríkisborgara. Kæran var lögð fram við stjórn- sýsludómstól í Berlín og hefur að markmiði að þvinga þýska innan- ríkisráðuneytið til að krefjast framsals á CIA-fulltrúunum sem komu að máli Khalids al-Masri, þýsks ríkisborgara af líbönskum uppruna sem segist hafa verið rænt við landamæri Serbíu og Makedoníu í desember 2003. Hann segir sér hafa verið haldið mánuð- um saman föngnum í herstöð Bandaríkjahers í Kabúl í Afgan- istan þar sem hann hafi verið yfir- heyrður og honum misþyrmt. Í maí 2004 hafi síðan verið flogið með hann til Albaníu. Þar hafi honum verið sleppt og tjáð af föngurum sínum að þeir hefðu farið mannavillt. „Við krefjumst þess að menn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Wolfgang Kaleck, talsmaður lögmannahópsins. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og aðrir full- trúar Bandaríkjastjórnar hafa neitað að ræða málið. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hins vegar sagt að bandarísk yfirvöld hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök í máli al-Masris. - aa Stefna þýska ríkinu og krefjast framsals bandarískra leyniþjónustumanna: CIA verði látin axla ábyrgð KHALED AL-MASRI Hið líbansk-þýska fórnarlamb „stríðsins gegn hryðju- verkum“ fylgist með kynningu á nýju lögsókninni í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAZA, AP Fjórir létust og fjörutíu særðust í sprengjuárás á Gaza- svæðinu í gær. Á meðal hinna látnu voru fjögurra mánaða gömul stúlka og unglingspiltur. Að sögn AP fréttastofunnar varð spreng- ingin á heimili hershöfðingja Hamas-samtakanna. Ísraelsmenn neita að hafa staðið fyrir sprengjuárásinni. Hamas- samtökin hafa skotið tugum flugskeyta í hefndarskyni. - þeb Sprenging á Gaza-svæðinu: Ísraelar neita sprengjuárás GAZA Mikil örvænting greip um sig á Gaza. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 28 sagt upp 28 starfsmönnum JB byggingafélags var sagt upp um síðustu mánaða- mót. Hjördís Johnson, markaðs- og upplýsingastjóri hjá Innova segir að einhverjum verði boðið starf hjá Ris, systurfélagi JB. VINNUMARKAÐUR LÖGREGLUMÁL Sérstök þjálfunar- miðstöð fyrir lögregluhunda hefur tekið til starfa. Um er að ræða tímabundið samstarfsverkefni embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Eskifirði. Mark- miðið er að styrkja og efla þjálfun og notkun lögregluhunda við lög- gæslustörf. Þjálfunarmiðstöðin er í Nes- kaupstað, í umdæmi lögreglustjór- ans á Eskifirði. Þar er öll æskileg aðstaða til menntunar, þjálfunar og æfinga til staðar. Þjálfunar- miðstöðin þjónustar hundaþjálf- ara lögreglu og Fangelsismála- stofnunar. Hún verður í góðu samstarfi við Tollgæslu varðandi notkun fíkniefnaleitarhunda. Steinar Gunnarsson, sem verið hefur yfirþjálfari hjá Ríkislög- reglustjóra, tekur nú við því sem fullu starfi. Hann lætur jafnframt af störfum sem varðstjóri við emb- ætti lögreglustjórans á Eskifirði. Hann mun sinna útköllum og fyrir- fram skipulögðum verkefnum tengdum fíkniefnaleitum í umdæminu og í nærliggjandi umdæmum. Þá er áfram lögð áhersla á gott samstarf lögreglu og tollgæslu, sérstaklega varðandi fíkniefnaleit í Norrænu sem kemur vikulega að landi á Seyðisfirði. - jss Samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra og lögreglu á Eskifirði: Miðstöð fyrir lögregluhunda HUNDUR ÞJÁLFAÐUR Steinar Gunnars- son yfirþjálfari æfir lögregluhund. Sérstakri þjálfunarmiðstöð fyrir lögreglu- hunda hefur tekið til starfa. Ert þú fylgjandi auglýsingum í barnatímum í sjónvarpi? Já 8,1% Nei 91,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Stundar þú verðsamanburð? Segðu þína skoðun á visir.is TRYGGINGASTOFNUN Konan nýtti sér aðstöðu sína til að skrá tilhæfulausar end- urgreiðslubeiðnir til fjölda fólks upp á fleiri milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rannveig Rafnsdóttir Þriggja ára fangelsi og rúmlega 75 milljóna greiðsla til TR 25 ára sonur Rannveigar Árs fangelsi 23 ára karlmaður Árs fangelsi, þar af 9 mánaða skilorð 25 ára kona Níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundnir 27 ára kona Sjö mánaða fangelsi 24 ára kona Sex mánaða fangelsi 28 ára karlmaður Sex mánaða fangelsi 24 ára kona Sex mánaða fangelsi 23 ára karlmaður Sex mánaða fangelsi 29 ára karlmaður Þriggja mánaða fangelsi 25 ára karlmaður Tveggja mánaða skilorð 24 ára kona Ákvörðun um refsingu frestað 25 ára karlmaður Sekur en ekki gerð refsing Tveir voru sýknaðir Fimm höfðu áður hlotið skilorðs- bundna dóma. SAKBORNINGARNIR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.