Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 80
40 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FH og Keflavík eru efst í Landsbankadeild karla eftir sjöttu umferðina. FH er enn taplaust á toppnum með sextán stig eftir fyrirhafnalítinn sigur á Fjölni og Keflavík vann árlegan sigur á KR suður með sjó. Keflvíkingar eru með fimmtán stig en Framarar eru í þriðja sæti með níu stig. Þessi tvö lið skera sig því nokkuð úr og skal engan undra, bæði hafa spilað afar vel í sumar. Valsmönnum gengur vel að gera vígi úr Vodafone-vellinum, þeir hafa unnið báða leiki sína þar til þessa, nú Blika 1-0. Michael Jackson barði frá sér í teignum og skoraði sigurmark Þróttar gegn Fylki í upp- bótartíma og Grindvíkingar unnu Fram en það kostaði fimm rauð spjöld. Garðar Örn Hinriks- son raðspjaldaði í Laugardalnum að gömlum sið og hefur að því er Grindvíkingar segja lært króatísku af miklum móð í vetur. Stefán Þórðarson fékk rautt spjald, sitt annað í sumar, og er farið að leiðast þófið. Hann hótaði að hætta knattspyrnu alfarið en snerist síðan hugur. 6. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: NÍU RAUÐ SPJÖLD OG SAUTJÁN MÖRK FH og Keflavík að stinga af? TÖLURNAR TALA Flest skot: 17, KR Flest skot á mark: 8, Þróttur Fæst skot: 7, Valur Hæsta meðaleink.: 7,45 Keflavík Lægsta meðaleink.: 4,58, Fjölnir Grófasta liðið: 17 brot, HK Prúðasta liðið: 9 brot, Keflavík Flestir áhorf.: Keflavík-KR, 1.270 Fæstir áhorf.: Fram-Grindavík, 602 Áhorfendur alls: 5.735 > Besti dómarinn: Dómarar um- ferðarinnar voru ekki einkunnaháir hjá Fréttablaðinu. Fjórir dómarar fengu umsögnina þokkalegur og þar með einkunnina 6. Það voru Jó- hannes Valgeirsson, Þóroddur Hjalta- lín, Garðar Örn Hinriksson og Eyjólfur Kristinsson.Zankarlo Simunic Kenneth Gustafsson Tommy Nielsen (3)Michael Jackson Nenad Petrovic Haukur Páll Sigurðsson Atli Viðar Björnsson (2) Michael Jónsson Scott Ramsay (3) Vjekoslav Svadumovic Guðmundur Steinarsson (3) 4-3-3 > Atvik umferðarinnar Spjaldagleði dómarans Garðars Arnars Hinrikssonar. Garðar dró upp spjöldin á Laugardalsvelli þegar hann gaf níu spjöld, þar af fimm þeirra rauð. Þau tvö síðustu komu meira að segja utan vallarins eftir leikinn. Hann dæmdi auk þess tvær vítaspyrnur í leiknum. > Bestu ummælin „Það er skelfilegt að horfa á töfluna og vera aðeins með sex stig eftir sex leiki. Það er ekki ásættanlegt.“ Jónas Guðni Sævarsson bendir á hið augljósa eftir fjórða tap KR í sumar, nú gegn sínum gömlu félögum í Keflavík. FÓTBOLTI Keflvíkingar hafa unnið fimm leiki af sex í sumar og er það besta byrjun þeirra frá því þeir komu upp úr 1. deildinni árið 2003. Liðið vann KR 4-2 í 6. umferðinni, og hefur raunar unnið fjóra leiki af fimm gegn KR á síðustu fimm árum, þar sem Guðmundur Stein- arsson fór mikinn. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og er fyrir vikið maður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. „Við virðumst vera með eitt- hvert tak á þeim. KR-ingar hafa alltaf litið á sig sem stærsta klúbb á Íslandi og mörgum liðum finnst gaman að vinna KR. Það er ekkert öðruvísi með okkur,“ sagði grunn- skólakennarinn Guðmundur glað- beittur. Margir hafa skeggrætt um að Keflvíkingar hafi oft byrjað vel en ekki náð að fylgja því eftir. „Það hafa fjölmörg önnur lið byrjað vel en þetta er ekkert sem er að angra okkur. Við höfum oft náð að byrja ágætlega en það sem hefur gerst síðan hefur verið misjafnt,“ sagði Guðmundur. Koma Hólmars Arnar Rúnars- sonar, Harðar Sveinssonar og Hans Mathiesen var Keflvíkingum mikilvægt og hefur Hólmar verið sérstaklega drjúgur. „Við fengum þrjá gríðarlega sterka leikmenn rétt fyrir mót sem og Patrik Redo. Hann hefur skilað mikilli vinnu í þessum leikjum en fengið frekar litla athygli fyrir vikið. Þetta hefur verið góður bónus og það er gaman að sjá þessa menn smellpassa inn í umhverfið innan sem utan vallar,“ sagði fyrirliðinn. Pressa er eitthvað sem hann finnur ekki fyrir en Keflvíkingar eru efstir í deildinni ásamt FH. „Það er alls ekki komin nein pressa á okkur. Það eru bara sex umferðir búnar og langflest liðin eru bara í einum hnapp enn þá. Við erum bara með okkar markmið sem við horfum á,“ sagði Guðmundur, sem var ófáanlegur til að gefa mark- miðin upp. „Spurðu mig eftir tímabilið,“ sagði hann glettinn. „Menn eru duglegir að minna sjálfa sig á markmiðin og þau eru úti um allt. Sjálfur er ég bara með þetta í tölv- unni minni heima. Ég fer yfir leik- ina og athuga hvað betur má fara og laga það og held áfram að gera það sem gekk vel.“ Stöðugleika hefur oft skort í lið Keflavíkur og Guðmundur tekur undir það. „Núna reynir á það hvort við höfum hann. Við eigum erfiðan leik gegn Grindavík úti á sunnudaginn. Nú er enn eitt próf- ið á okkur og þarna kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir.“ Sjálfur hefur Guðmundur skor- að sex mörk í sumar. „Ég settist niður með Kristjáni þjálfara eftir síðasta sumar, sem okkur fannst ekki ásættanlegt af minni hálfu. Við fórum yfir það sem ég þyrfti að laga og við unnum vel í vetur. Það var aðallega líkamlegi þátt- urinn og við unnum vel á öllum æfingum og nýttum fríin vel,“ sagði markahæsti leikmaður deildarinnar. „Þetta hefur gengið vel, ég hef fengið færi og náð að troða honum inn. En mikilvægast er að liðið fái stigin. Ég hef verið í því hlutverki að undanfarin ár að vera með stoðsendingar og skor- að þá færri mörk. Ég hef ekkert skipt um hlutverk, ég er líklega bara svona andskoti góður,“ sagði Guðmundur og hló dátt. hjalti@frettabladid.is Prófraunin er að halda stöðugleika Guðmundur Steinarsson er leikmaður 6. umferðar hjá Fréttablaðinu. Hann skaraði fram úr í 4-2 sigrinum gegn KR, nánast árlegum viðburði í Keflavík. Hann hefur nú skorað sex mörk í sumar og er í fantaformi. Á FLUGI Guðmundur hefur verið á góðu flugi í sumar með Keflavíkurliðinu. Hér fær hann flugferð frá Kristjáni Valdimarssyni Fylkismanni. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR BYRJANIR KEFLAVÍKUR Ár - Stig í fyrstu sex leikjum - Gegn KR 2004: 10 stig (Unnu KR 3-1) 2005: 10 stig (Unnu KR 2-1) 2006: 7 stig (Unnu KR 3-0) 2007: 11 stig (Jafntefli gegn KR 1-1) 2008: 15 stig (Unnu KR 4-2) MÖRK GUÐMUNDAR 2004: 2 mörk í 15 leikjum 2005: 7 mörk í 18 leikjum 2006: 6 mörk í 16 leikjum 2007: 5 mörk í 17 leikjum 2008: 6 mörk í 6 leikjum GOLF Opna bandaríska meistara- mótið í golfi hófst í gær á Torrey Pines-vellinum í Kaliforníu. Tiger Woods hefur unnið fjögur síðustu mót á þessum velli og eltir nú risa- titil númer fjórtán. Hann er eðlilega talinn sigur- stranglegastur á mótinu en hann er þó nýkom- inn úr aðgerð, sinni þriðju á vinstra hné. „Ég er tilbúinn í slaginn,“ sagði Woods. „Ég þarf bara að fá tilfinn- inguna aftur. Ég er ekki alveg búinn að ná mér en það skipt- ir engu máli. Ég hef unnið mót í þessu ástandi áður,“ sagði Woods kokhraustur við blaðamenn í gær. Phil Mickelson ólst upp við hliðina á vellinum og býr þar enn. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig. Ég ólst upp hér og er á hátindi ferils míns. Ég er hrifinn af þeirri staðreynd að stutta spilið þarf að vera nákvæmt. Góður leikmaður í kringum flatirnar getur sett bolt- ann nálægt holunum. Ég held að þetta sé kostur fyrir mig og gefur mér fína möguleika,“ sagði Mickelson, sem enn hefur ekki unnið mótið en lent í fjór- gang í öðru sæti. Bandaríkjamaður hefur ekki unnið mótið frá því árið 2003 þegar Jim Furyk fór með sigur af hólmi. Bandaríkjamenn hafa þó unnið 85 af síðustu 100 mótum en Skotar og Englendingar unnu öll mótin fyrstu sextán skiptin en það fyrsta var haldið 1895. - hþh Opna bandaríska meistaramótið fer fram í Kaliforníu um helgina: Tiger Woods klár í slaginn eftir þrjár aðgerðir FÓTBOLTI Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson íhugar framtíð sína þessa dagana og staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Frétta- blaðið í gær að góð tilboð hefðu borist frá Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Gunnar Heiðar ætlar aftur á móti að taka sér ágætan tíma í að ákveða framtíðina en hann hefur lengi haft augastað á því að komast að hjá liði á Bretlandseyj- um. - hbg Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Eftirsóttur í Skandinavíu FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen,leikmaður Djur- gården, hefur ákveðið að færa sig um set og ganga í raðir danska úrvalsdeildarliðsins SønderjyskE. Sölvi Geir, 24 ára, verður kynntur sem nýr leikmaður SønderjyskE í dag og skrifar undir þriggja ára samning við félagið en þetta staðfesti Guð- laugur Tómasson, umboðsmaður Sölva, við Fréttablaðið í gær. „Hann er keyptur til Sønder- jyske sem lykilmaður hjá félaginu og fær allt annað hlutverk en hann er búinn að vera í hjá Djurgården upp á síðkastið,“ sagði Guðlaugur en Sölvi Geir hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í byrjunarliði Djurgården. „Það verður mjög spennandi að fylgjast með Sölva Geir enda býr mikið í honum, en hann hefur ekki fengið að sýna það almenni- lega. Hann hefur náttúrlega verið óheppinn með meiðsli en þar fyrir utan finnst mér hann ekki vera búinn að fá réttláta meðferð hjá Djurgården,“ sagði Guðlaugur. - óþ Guðlaugur Tómasson: Sölvi Geir til SønderjyskE HANDBOLTI Ísland mætir Makedón- íu, í síðari úrslitaleiknum um laust sæti á EM í handbolta, á sunnudag klukkan 16. HSÍ og strákarnir sjálfir hafa kallað eftir stuðningi áhorfenda sem þeir segja ómetanlegan. Síðustu tvö ár hefur Ísland komist á stórmót með sigrum þann 17. júní, fyrst á HM í Þýskalandi með sigri á Svíum og svo á EM í Noregi með sigri á Serbum. Miðasala er hafin á leikinn gegn Makedóníu og gengur vel. Hægt er að nálgast miða á síðunni www.midi.is og kostar miðinn 2.500 krónur. Hátt í 3.000 manns komast fyrir í Laugardalshöll og eru enn til miðar á leikinn. - hþh Ísland-Makedónía á sunnudag: Enn til miðar í Laugardalshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.