Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 18
18 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Galileo-staðsetningarkerfið FRÉTTASKÝRING KAREN D. KJARTANSDÓTTIR karen@frettabladid.is „Þátttaka í Galileo opnar margar dyr í samstarfi við önnur hátæknifyr- irtæki og háskóla í Evr- ópu,“ segir Jón Ó. Winkel, eðlisfræðingur og doktor í verkfræði, en uppfinning hans gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu gervihnatta- leiðsögutækni sem Evrópu- sambandið vinnur nú að. Jón telur að fyrir jafn lítið land og Ísland sé verkefni á borð við Galileo mikil lyftistöng fyrir íslenska há- tækniiðnaðinn og undir það tekur utanríkisráðuneytið. Galileo er samvinnuverkefni Evr- ópusambandsins og evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA). Upphaflega réðst Evrópusam- bandið í uppbygginu á Galileo staðsetningarkerfinu af pólitísk- um ástæðum. GPS staðsetningar- kerfið er í eigu bandarískra her- málayfirvalda en Galileo er ætlað að þjóna almenningi. Hins vegar hafa forsvarsmenn GPS-tækninnar og Galileo ákveðið að kerf- in muni vinna saman. Stefnt er að því að Galileo kerfið verði nákvæm- ara og nýtist við erfiðari aðstæður en GPS-tæknin. Sam hliða því er unnið að aukinni nákvæmni GPS. Nái Íslendingar að koma sínum hagsmunamálum á framfæri má búast við mun meiri nákvæmni í staðsetningum. Það getur reynst sérstaklega mikilvægt við íslensk skilyrði, til dæmis í tengslum við siglingar um grunna og þrönga firði, flug í fjalllendi eða ökuferðir á hættulegum slóðum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur í gervihnattaleiðsögumálum, segir að með þessari tækni væri meðal annars hægt að lenda flugvélum við mun erfiðari skilyrði á Íslandi en áður hefur verið gerlegt. Hagsmunir Íslendinga Búist er því við að samnot GPS og Galileo-kerfanna leiði til mikilla framfara í staðsetningartækni, en bandarísk yfirvöld hafa markvisst reynt að draga úr umsvifum hern- aðaryfirvalda í þróunarvinnu GPS- tækninnar til að auka tiltrú og notkun almennings. Ástæðan er einkum sú að gervi- hnattaleiðsögutækni er orðin veru- lega ábatasöm og almennir notend- ur orðnir jafn mikilvægir fyrir rekstur kerfanna og hernaðaryfir- völd. „En hernaðarlegir hagsmun- ir yrðu ofan á hjá Bandaríkja- mönnum ef til þess kæmi og því mikilvægt að hagsmunir almenn- ings og notenda tækninnar utan Bandaríkjanna séu tryggðir,“ segir Arnór Bergur. Arnór telur sérlega mikilvægt að Íslendingar verði þátttakendur í Galileo með beinum hætti. Í því felist tækifæri á sviði hugbúnaðar- tækni fyrirtækja og á vísindasviði háskóla en einnig til að tryggja að tillit verði tekið til jaðarsvæða eins og Íslands við uppbyggingu tækn- innar. Hugbúnaðarlausn Íslendings skar- aði fram úr Evrópska geimferðastofnunin sótti nýlega um einkaleyfi á talnakóðum sem verða notaðir til að móta merk- in sem send verða frá þrjátíu gervi- hnöttum Stefnt er að því að búið verði að skjóta þeim á loft fyrir árið 2010. Kóðana þróaði Jón Ó. Winkel en hugbúnaðarlausn hans þótti betri en tillögur Frönsku geimferðarstofnunarinnar (CNES), tveggja deilda innan Astrium – stærsta geimvísindafyrirtækis í Evrópu - og Orbstar. Jón starfar nú sem deildarstjóri hjá IFEN, þróun- ardeild móttökutækja fyrir Gali- leo/GPS (Receiver Technology). IFEN er viðriðið mörg verkefni á vegum ESA, ESB, Þýsku geim- ferðastofnunarinnar (DLR) og bæverska og þýska ríkisins. Flest þessara verkefna eru fjöl- þjóðlegs eðlis, það er að segja í hverju verkefni starfa fyrirtæki frá ýmsum Evrópulöndum og eru mörg þeirra undir stjórn Jóns. Mikilvægt mál en enginn fundur Hér á landi hefur verið unnið að undirbúningi viðræðna um þátt- töku Íslands í Galileo. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsinga- fulltrúa utanríkisráðuneytisins, koma utanríkis-, samgöngu- og dómsmálaráðuneytið að þessum málum auk annara aðila, svo sem Landhelgisgæslan og Flugmála- stjórn. Enn hefur þó ekki orðið af neinum fundi með forsvarsmönn- um Galileo og íslenskra ráða- manna. Urður segir þó ljóst að brýnt sé að hefja slíkar umleitanir sem allra fyrst svo tryggt sé að Íslendingar verði innan kerfisins og hafi full afnot af því þótt á jarð- arsvæði sé. Miklir notkunarmögu- leikar felist í kerfinu fyrir Íslend- inga og miklir hagsmunir séu í húfi. Í svörum frá utanríkisráðuneyt- inu um kerfið segir til að mynda: „Mikilvægt er að Ísland geti haft áhrif á gervihnattaleiðsögumál í Evrópu og virðist Galileo vera helsti framtíðarvettvangurinn á því sviði.“ Tækifæri fyrir jaðarsvæði Í svörum utanríkisráðuneytisins er einnig bent á að með þátttöku í Galileo myndu opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að fá til sín verkefni sem tengjast upp- byggingu og þróun kerfisins. Stærstu tækifærin fyrir íslensk fyrirtæki myndu líklega liggja í þróun búnaðar sem nýtir sér Galileo-kerfið, svo sem staðsetn- ingartæki, björgunartæki, hug- búnaðarlausnir, eftirlitskerfi, búnað í síma, myndavélar og svo framvegis. Talið er að þessi geiri muni gefa af sér jafnvirði átján þúsund milljarða króna árið 2025. Þá segir í svörunum að einnig hafi verið bent á að þátttaka þjóða í verkefnum á borð við Galileo frá fyrstu stigum, skili frekar þjóð- hagslegum ávinningi en ef að málum er komið á seinni stigum. Landfræðileg lega Íslands geti einnig fært einhver sérhæfð verk- efni hingað til lands og á fjörur íslenskra fyrirtækja. Lítil fyrirtæki í lykilhlutverki Jón telur næsta víst að Ísland geti fengið að taka þátt í Galileo verk- efninu. „Það er ekki skilyrði að vera í Evrópusambandinu til að vera með. Til að mynda tekur Kan- ada líka þátt í Galileo. Í grófum dráttum er skipulag þessarar þróunarvinnu það að aðildarríkin borga í sameiginlegan sjóð. Þessum peningum er síðan veitt til stofnana á borð við Evr- ópsku geimferðastofnunina, sem skilgreina og stýra stórum, sam- eiginlegum verkefnum. Þáttaka aðildarríkjanna tekur mið af því hversu mikið fé þau hafa látið af hendi rakna í sjóðinn. Fyrir lítil fyrirtæki gegnir þetta fyrirkomu- lag lykilhlutverki í að auðvelda hluttekt og aðild að stórum hátækniverkefnum,“ segir Jón. Þá bendir hann á að er pólitískur vilji er fyrir því að hrinda svona verkefni í framkvæmd geti það haft gífurleg áhrif á tækniþróun í samfélaginu. Í Evrópu eru tækni- verkefni í tengslum við Galileo sem fjármögnuð eru af Evrópu- bandalaginu. Það sé nauðsynleg fjárfesting af hálfu hins opinbera til að gera hátækniiðnaðinum kleift að verða samkeppnisfær á heims- vísu. „Flestar markaðskannanir benda til þess að markaðurinn á sviði gervihnattastaðsetningar, það er hjá Galileo og GPS, fari ört vaxandi næstu árin. Ef það tekst að koma á laggirnar hátækniiðnaði í Evrópu á þessu sviði, þá sýna kannanir og reynsla Bandaríkja- manna af GPS að hið opinbera og þjóðfélagið í heild fá fjárfesting- una margfalt til baka.“ Galileo gæti orðið Ís- lendingum lyftistöng JÓN ÓLAFUR WINKEL GERVIHNETTIR Á LOFT Nú þegar hefur verið skotið upp tveimur tilraunahnöttum. Giove A fór á loft í janúar 2006 og Giove B í apríl 2008. Næsta skref er svokallað In-orbit Validation en í því er stefnt að koma á braut fjórum hnöttum. Áætlað er að því verkefni ljúki 2010. Því næst tekur við verkefnið Full Operational Capability en í því er stefnt að ljúka við að koma öllum hnöttunum þrjátíu upp árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Frekari upplýsingar má til dæmis nálgast á slóðinni: http://news. bbc.co.uk/2/hi/science/nat- ure/4555276.stm Fyrir stuttu síðan var það frétt- næmt að John McCain bauð þrem- ur stjórnmálamönnum í grill. Fjöl- miðlar þóttust himin hafa höndum tekið og þar væru komnir fremstu menn í kapphlaupinu um að verða varaforsetaefni McCain. Boðs- gestirnir voru Mitt Romney, fyrr- verandi ríkisstjóri Massachusetts, Charlie Crist, ríkisstjóri Flórída, og Bobby Jindal, ríkisstjóri Louisi- ana. Allt áhrifamenn innan Rep- úblikanaflokksins og hafa margoft verið nefndir sem möguleg vara- forsetaefni. Hver þeirra færir framboði repúblikana eitthvað sem McCain vantar en veigamikil atriði gera það að verkum að þeir eru ekki líklegir til að hljóta náð fyrir augum McCain. Það verður lykilatriði fyrir McCain í baráttunni við Obama að benda á reynsluleysi þess síðar- nefnda. Obama hefur verið öld- ungadeildarþingmaður í aðeins rúm þrjú ár og eytt meirihluta þeirra í kosningabaráttu. Enginn hefur orðið forseti í seinni tíð með jafn þunna ferilskrá í opinberri þjónustu. Boðsgestirnir þrír í grillið eru ólíkir en þeir eiga tvennt sameig- inlegt, annarsvegar ríkisstjóra- stöðuna og hins vegar að hafa frekar takmarkaða reynslu í þjón- ustu almennings. Romney hefur mestu reynsluna, var ríkisstjóri í 4 ár, Crist hefur verið ríkisstjóri í 17 mánuði og Jindal einungis í 4. Það væri því erfitt fyrir McCain að gagnrýna Obama fyrir reynslu- leysi en vera sjálfur með óreynd- an mann í varaforsetasætinu. Það mælir einnig gegn Romney og Crist að kristilegir íhaldsmenn vantreysta þeim en varaforseta- efni McCain verður að vera þóknan legt þeim armi repúblik- anaflokksins. Að sama skapi skipt- ir valið ekki bara máli fyrir kom- andi forsetakosningar heldur verður varaforsetaefnið um leið fremstur í keppninni um næstu útnefningu repúblikana. McCain getur þannig mótað framtíð flokksins og mál manna er að hann hafi það einnig í huga við valið. Það sem mælir helst með þeim er að Romney hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu og fram undan eru kosningar þar sem efnahags- mál eru mál málanna. Crist er mjög vinsæll í Florida sem McCain verður að sigra og Jindal er rísandi stjarna, 36 ára ríkis- stjóri af indverskum uppruna, sem myndi gerbreyta ásýnd fram- boðsins. Þótt grillveislan hafi fangað hugi fjölmiðlamanna er líklegra að McCain hafi boðið þremenn- ingunum til skrafs og ráðagerða um kosningabaráttuna fram undan og hvert varaforsetaefnið eigi að verða. Það er nægur tími til stefnu og þótt fjölmiðlar séu óþolinmóðir hentar það McCain líklega betur að bíða fram á sumar og sjá hvernig staða mála í Demó- krataflokknum þróast. Vonbiðlar í grillveislu FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.