Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 72
 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR Nútímatónlistarhátíðin FRUM verður haldin í þriðja skipti um helgina. Kammerhópurinn Adapter flytur þar verk þriggja stórmeistara úr nútímatón- listarsögunni. „Hátíðin í ár er sérstaklega til heiðurs þremur tónskáldum, sem öll eiga stórafmæli á árinu,“ útskýrir Gunnhildur Einarsdóttir, hörpuleikari og meðlimur Adapt- er. Tónskáldin þrjú eru þau Atli Heimir Sveinsson, sem fagnar sjö- tugsafmæli í ár, Karlheinz Stock- hausen, sem hefði orðið áttræður í ár, og Elliott Carter, sem fagnar aldarafmæli sínu 11. desember. „Atli Heimir hefur samið sér- staklega fyrir okkur verk sem við frumflytjum á hátíðinni. Hann samdi það reyndar sem afmælis- gjöf fyrir Bryndísi Schram, mikla vinkonu hans, sem á stórafmæli 9. júlí. Verkið er byggt á ballett- minningum, þar sem Bryndís var ballettdansari. Það heitir Heitir og kaldir rytmar – ímynduð ball- ettónlist,“ útskýrir Gunnhildur. Eitt verka Stockhausens sem Adapter flytur um helgina kallast Dýrahringurinn, og fjallar um stjörnumerkin tólf. „Hvert og eitt af verkunum er byggt á karakter - einkennum hinna ýmsu stjörnu- merkja, og það passar þess vegna alveg ágætlega við þetta afmælis- þema hjá okkur,“ segir Gunn- hildur brosandi. Tónskáldið Elliott Carter er ekki síður merkilegt. „Hann verður hundrað ára í ár, og hefur þess vegna nánast orðið vitni að allri þróun nútímatónlist- arinnar. Árið 1920 var hann ungur maður í New York að hlusta á frumflutning Vorblóts Stravinskís í Ameríku og heillaðist strax,“ útskýrir Gunnhildur. „Carter er enn að semja, og ný sinfónía eftir hann verður frumflutt í Banda- ríkjunum í desember, á aldar- afmæli hans,“ bætir hún við. Auk Gunnhildar skipa Adapter- hópinn þau Kristjana Helgadóttir flautuleikari, Ingólfur Vilhjálms- son klarinettuleikari, Marc Tritschler píanóleikari og Matthi- as Engler slagverksleikari. Að hátíðinni á Kjarvalsstöðum lok- inni mun hópurinn meðal annars leika í Berlín. „Svo munum við halda tónleika og standa fyrir námskeiði í Kína í nóvember og í Istanbúl í október, svo það er ýmis- legt á dagskrá hjá okkur,“ segir Gunnhildur. FRUM hefst á Kjarvalsstöðum með hádegistónleikum klukkan 12.15 í dag. Þá verða hádegistón- leikar á sama tíma á laugardaginn, en afmælistónleikar klukkan 20 á sunnudagskvöld. Nánari upplýs- ingar um dagskrána er að finna á síðunni www.listasafnreykjavikur. is. Tónlist eftir stórmeistara FRUM Í ÞRIÐJA SINN Kammerhópurinn Adapter stendur fyrir nútímatónlistarhátíðinni FRUM í þriðja sinn í ár. Hún fer fram á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Sem innflytjandi ertu ekki venjulegur samfélagsþegn held- ur tákn fyrir breytt samfélag,“ segir Una Björk Sigurðardóttir. Hún og Saga Ásgeirsdóttir vinna nú að rannsókn á viðbrögðum Íslendinga við fjölgun innflytj- enda. Einnig skoða þær aðstæður inflytjenda og þeirra upplifanir á landi og þjóð. „Íslendingar eru mjög jákvæðir en í dag er ákveð- inn vandræðagangur meðan fólk er að upplifa þjóðfélagið upp á nýtt.“ Una telur helsta vandamálið vera samskiptagrundvöllinn. „Við eigum yfirleitt samskipti við innflytjendur í gegnum við- skipti en ekki í öðrum félagsleg- um aðstæðum. Fólk er til í að spyrja viðkomandi hvaðan hann er en það nær ekkert lengra en það, þar af leiðandi hægist á aðlögun.“ Tvíeykið, sem kallar sig Sub Rosa, hefur hinsvegar ekki áhuga á því að skamma land- ann. „Það hefur ekkert upp á sig nema að auka bilið enn frekar. Það vill enginn hópur teljast fórnar lamb.“ Hún segir vanda- samt að fjalla um málið. „Það er viss áskorun að fjalla um málefn- ið án þess að það verði yfirborðs- kennt eða litað af pólitískri rétt- hugsun.“ Þær ætla engu að síður að reyna, með innsetningum og kvikmyndlist, víða um bæinn. Sub Rosa er hluti af skapandi sumarstarfi Hins hússins. Fyrsta sýning er næsta föstudag. - kbs Skilar engu að skammast sín TAKA PÚLSINN Á BREYTTRI ÞJÓÐ Una Björk Sigurðardóttir í Sub rosa. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Adolf Hitler er frægari fyrir feril sinn sem stjórnmála maður en sem listamaður. Hann lagði þó stund á málaralistina og hafði miklar skoðanir á myndlist; aðallega í þá veruna að nútímalist væri úrkynjuð og að hana bæri að varast. Nýverið var opnuð sýning eftir hina umdeildu Chapman- bræður, þá Jake og Dinos, í White Cube-sýningarsalnum í Lundúnum. Á sýningunni má sjá endurgerð þeirra bræðra á verkinu umtalaða Hell, sem fuðraði upp í miklum eldsvoða árið 2004, og vatnslitamyndir eftir Adolf Hitler sem þeir bræður hafa málað ofan í. Myndir Hitlers eru að upplagi fremur jarð- bundnar landslags- og bæjar- lífsmyndir, en Chapman-bræð- ur hafa bætt inn á þær barnalegum og grófum regn- bogum, stjörnum, blómum og ýmsu öðru litríku og hippalegu. Skiptar skoðanir eru meðal list- unnenda varðandi uppátækið; sumir vilja meina að um skemmdarverk á ómetanlegum sagnfræðilegum heimildum sé að ræða en öðrum þykja myndir Hitlers loksins öðl- ast einhverja dýpt við þessa viðbót. - vþ Hefði Hitler verið hippi BROT ÚR HELL Eitt af frægari verkum þeirra Chapman-bræðra. Gleðilega Grímuhátíð í kvöld! Þjóðleikhúsið fagnar 32 tilnefningum til Grímunnar. Við þökkum frábærar viðtökur á leikárinu, sjáumst aftur í sumarlok. Sýningar haustsins komnar í sölu! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um helginaÞJÓÐLEIKHÚSIÐ eftir Hallgrím Helgason Lau. 14/6 örfá sæti laus Síðasta sýning vorsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.