Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 8
8 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 • Álstell 7005 T-6 • Shimano Acera 21 gíra • Tektro V-bremsur • SR Suntour M2000 framdempari m/63 mm slaglengd • Stillanlegur stífleiki Explorer 2.0 - Götuhjól fyrir dömur og herra Hjóladeildin er í Holtagörðum Trail X 2.0 - Fjallahjól • Álstell 7005 T-6 • Shimano Acera 24 gírar • V-bremsur • RST Omni 191 dempari m/75 mm slaglengd • Stillanlegur stífleiki Vandað, alhliða fjallahjól í skemmri eða lengri ferðir. Setstaða hentar vel til þolþjálfunar. Verð 36.990 kr. Hjólið hentar vel innanbæjar og á malarvegum. Upprétt setstaða ásamt dempara í sætispósti auka enn á þægindin. Verð 37.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 49 1 05 /0 8 KJARAMÁL Launþegar sem ekki hafa samið fyrir 1. september geta tapað hátt í 150 þúsund krónum í heildarlaun á tímabilinu 1. mars til 1. september miðað við stéttirnar sem hafa samið. Meðaltal reglulegra launa allra stétta í landinu voru 368 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Ef borinn er saman einstaklingur með 368 þúsund á mánuði sem hefur fengið hækkun 1. mars sem nemur 5,5 prósenta launaþróunartryggingu og einstaklingur, sem fær ekki launahækkun fyrr en eftir 1. september, þá tapar sá síðarnefndi tæpum 142 þúsund krónum í heildarlaun á tímabilinu frá 1. mars til 1. september, samkvæmt útreikning- um sem Fréttablaðið hefur látið gera. Ráðstöfunartekjur þess sem hefur samið eru rúmum 85 þúsund krónum meiri en þess sem enn á eftir að semja. Ef borinn er saman einstaklingur með 368 þúsund króna mánaðarlaun 1. febrúar, sem hefur fengið 21 þúsund króna taxtahækkun, eða sömu taxtahækkun og iðnaðarmennirnir innan ASÍ fengu um miðjan febrúar, og einstaklingur sem ekki hefur enn samið þá fær sá fyrrnefndi allt að 147 þúsundum meira í heildarlaun á þessu sjö mánaða tímabili en hinn. Hann hefur um 89 þúsund krónum meiri ráðstöfunartekjur á þessu tímabili. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að ekki þurfi flókna útreikninga til að sýna að að það sé aldrei launþega í hag að samningar tefjist. Það sé stór málefnaleg yfirlýsing að ganga að tilboði samninga- nefndar ríkisins nú. Málið sé ekki svona einfalt og háskólamenn vilji bara skoða það betur. „Ef þetta væri svona einfalt þá værum við að sjálfsögðu búin að skoða krónutöluleiðina,“ segir hún. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, segir að tilboð ríkisins tryggi ekki kaupmáttinn næstu ellefu mánuði. Krafa sé um meira en það sem standi til boða. Greinilegur vilji sé meðal félagsmanna að berjast fyrir hærri hlut og því séu hjúkrunarfræðingar að fara í atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann. „Þá fáum við hreina mælingu á það hvort félagsmenn eru tilbúnir til aðgerða til að berjast fyrir einhverju meira sem er alltaf óvíst hvað verður.“ ghs@frettabladid.is Tapa tugþúsundum í ráðstöfunartekjur Launþegar án kjarasamninga geta tapað hátt í 150 þúsund krónum í laun fram til 30. september. Þeir sem luku samningum í febrúar hafa 88 þúsund krónum meiri ráðstöfunartekjur en hinir, samkvæmt útreikningum. GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR TÓNLIST Nýjasta breiðskífa gömlu brýnanna í AC/DC verður eingöngu seld í verslunum Wal- Mart keðjunnar í Bandaríkjun- um. Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum aðilum í tónlistariðnaðinum þar vestra. Wal-Mart keðjan er stærsti söluaðili geisladiska í Bandaríkj- unum. Nýlega bárust af því fregnir að verslanir Wal-Mart hygðust draga verulega úr úrvali geisladiska. Telja margir þá ákvörðun vera skref í átt úreldingar geisladiskaformsins, en sífellt fleiri kjósa að hlaða niður tónlist af netinu. Wal-Mart hefur nýlega gert samninga við Garth Brooks og The Eagles. - kg Rokkarar gera samning: AC/DC og Wal- Mart sameinast ANGUS YOUNG Nýjasta plata AC/DC kemur út í haust og verður eingöngu seld í verslunum Wal-Mart í Bandaríkj- unum. STJÓRNMÁL Aðalfundur Félags hópferðaleyfishafa hvetur fjármálaráðherra til að beita sér fyrir því að endurgreiðsluákvæði af olíugjaldi, sem gildir fyrir almenningsvagna, gangi jafnt yfir allar fólksflutningabifreiðar sem taka sautján farþega eða fleiri. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar sem haldinn var nýlega á Stokkseyri. Þar er þess jafnframt farið á leit að endur- greiðsla vegna kaupa á nýjum og umhverfisvænni almennings- vögnum njóti sömu endur- greiðslna á virðisaukaskatti og í gildi er varðandi nýja hópferða- bíla. - ovd Félag hópferðaleyfishafa: Vilja samrýma reglurnar STJÓRNMÁL Sagnfræðingafélag Íslands gerir athugasemdir þess efnis að sú söguskoðun sem kemur fram í nýlegri skýrslu forsætisráðherra, Ímynd Íslands, sé á skjön við sagnfræðirann- sóknir síðustu þrjátíu til 35 ára. Í bréfi sem formaður félagsins sendi Geir H. Haarde forsætisráð- herra nýlega segir að söguskoðun skýrslunnar sverji sig fremur í ætt við þá söguskoðun sem mótuð var í sjálfstæðisbaráttunni í pólitískum tilgangi. Þá er það von félagsins að ekki verði litið framhjá rannsóknum sagn- fræðinga og annarra fræðimanna við ímyndarsköpun Íslands á vegum hins opinbera. - ovd Röng söguskoðun ríkisins: Skoðun á skjön við rannsóknir UMHVERFISMÁL Þórarinn Þórarins- son arkitekt, tengiliður hópsins sem ætlar að leita að kaleik Krists, segir að hópurinn hafi umboð frá fornleifanefnd til leitarinnar og lúti sömu reglum um utanvegaakstur og aðrir vísindamenn. Rætt hafi verið við Umhverfisstofnun og umhverfis- ráðuneyti vegna þessa. Hjalti Guðmundsson, sviðs- stjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að ekkert erindi hafi komið frá hópnum og ekki sé nóg að hann hafi samband við umhverfisráðu- neytið. Samkvæmt reglugerð eigi að senda erindi til stofnunarinnar. „Við metum hvort viðkomandi akstur sé í samræmi við þessa reglugerð,“ segir hann. - ghs Leitin að kaleiknum: Ekkert erindi vegna utan- vegaaksturs VINNUMARKAÐUR Bollaleggingar um nýjan forseta Alþýðusam- bands Íslands eru þegar hafnar og getur komið til forsetakjörs á ársfundi ASÍ í haust. Talið er að Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, gefi kost á sér en hann vill ekki staðfesta það. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, segist vera að hugsa málið en hún lýsti yfir í haust að hún myndi hætta á þessu ári. „Ég ákvað að hugsa málið og gefa mér sumarleyfið til þess. Ég skoða þetta þegar ég kem til baka úr sumarfríinu,“ segir hún. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að forystumálin séu óráðin. Nokkrir hópar hafi talað við sig en hann hafi tak- markaðan áhuga á verða forseti. Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar, segist ekki ætla að hafa áhyggjur af þessu fyrr en í haust. „Hvað sjálfan mig varðar hef ég engan metnað gagnvart þessu starfi,“ segir hann. „Auðvitað þykir mér vænt um stuðninginn og áhuga annarra á því en ég er ekki á leiðinni í fram- boð,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasam- bandsins. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist ekki vera á leið í framboð. - ghs Bollaleggingar um nýjan forseta ASÍ eru þegar hafnar: Gylfi og Ingibjörg eru nefnd 1 Hvað á bók breskra blaða- manna um Jón Ásgeir Jóhannes- son að heita? 2 Hvað heitir fyrrverandi heil- brigðisráðherra Bandaríkjanna, sem varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands á miðvikudag? 3 Hver framleiðir myndina Prince of Persia: The Sands of Time, sem Gísli Örn Garðarsson mun leika í? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46 GYLFI ARNBJÖRNSSON INGIBJÖRG GUÐ- MUNDSDÓTTIR Hæstiréttur dæmdi í gær Geir Þor- steinsson í tíu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Geir játaði brot sín. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir auðgunar- og fíkniefna- lagabrot. DÓMSMÁL Tíu mánaða fangelsi VEISTU SVARIÐ? Tekjur þriggja einstaklinga eru bornar saman. Stéttar- félag einstaklings 1 samdi 15. febrúar og því fær hann 5,5 prósenta launaþróunartryggingu en einstaklingur 2 fékk 21 þúsund króna taxtahækkun. Stéttarfélag þriðja einstaklingsins semur ekki fyrr en eftir 1. september og því er hann með óbreytt laun. Einstaklingarnir eru allir með 368 þúsund krónur á mánuði, sem voru meðal- laun allra stétta í landinu á mánuði í fyrra. Allir voru með sömu laun 1. febrúar. Miðað er við að einstakl- ingarnir hafi 18 milljóna lán sem var tekið í ársbyrjun 2005 með 4,5 prósent vexti til 25 ára. Verðbólgan er í samræmi við verðbólguspá ASÍ. FORSENDURNAR FÁUM HREINA MÆLINGU „Þá fáum við hreina mælingu á það hvort félagsmenn eru tilbúnir til aðgerða,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.